Nýjasta útgáfan af Vinnu

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Þar á að koma fram eftirfarandi útgáfunúmer:

 

Útgáfa 5.0 - nýjungar

1. Staðgengill í Vinnu

Hægt að búa til "plat" starfsmenn sem settur er á vaktir. Þessir starfsmenn eru eingöngu sjáanlegir í Vinnu, ekki Stund.

Vaktasmiðir geta þá bætt við á vaktaáætlun tilvonandi starfsmanni með ákveðnu starfshlutfalli og skipulagt á hann vaktir.

Þegar raunverulegi starfsmaðurinn er tengdur inn í Vinnustund þá er hægt að flytja vaktir af staðgengli  starfsmanni yfir á raunverulegan starfsmann.

 

Myndbönd

Skrá staðgengil

Tengja staðgengil

2. Mönnunargraf - Opnað á einum stað

Mönnunargraf opnað á einum stað, hægt að skipta um tegund á grafi.

Myndband

Mönnunargraf og stillingar

3. Vaktasett - breytingar á skráningu - Vaktatímar

Nýr skráningargluggi fyrir vaktatíma sem eru tengd við vaktasett. Á vaktatíma er hægt að skrá liti, flýtilykla og stýra því hvort vaktatímar séu leyfilegir í óskum.

 

Myndband

Skráning vaktatíma

Flýtilyklar í vinnuborði

 

4. Utan vinnu

Í vinnuborði er núna hægt að skrá munstur fyrir utan vinnu sem nær yfir fleiri en eina viku.

Það er einnig hægt að skrá þetta í Stund í Starfsmenn->Starfsmenn->Utan vinnu.

 

Myndband

Utan vinnu

 

5. Bæta starfsmanni á vaktaáætlun úr vinnuborði

Hægt að bæta starfsmanni á vaktaáætlun beint úr vinnuborði.

 

Myndband

Bæta starfsmanni á vaktaáætlun

 

6. Nýr innskráningargluggi - upplýsingagluggar í vinnuborði

Nýr innskráningargluggi. Upplýsingagluggar í vinnuborði fyrir tegund vinnu, vaktatíma, mönnunardaga, verkefni, staðsetningar, uppruna vakta, vaktatíma og vaktasett (staðsettir neðst í síuglugga).

 

7. Breyta fleiri en einni vaktaósk í vakt í einu

Nú er hægt að uppfylla margar óskir í einu með því að halda ctrl niðri þegar valið er.

Einnig er hægt að sjá hvaða villur verða til ef völdum óskum er breytt í vaktir.

 

8. Samþykkja ósamþykktar vaktir í vinnuborði

Núna er hægt að samþykkja ósamþykktar vaktir í vinnuborði í Vinnu.

 

9. Vinnuborð - eyða fjarvist af vakt

Milligluggi ekki birtur þegar fjarvist er eytt af vakt.

 

 

Útgáfa 4.1.15

Lagfæringar á útgáfu 4.1.13

Útgáfa 4.1.13

1. Afrita vaktaáætlun

Hægt að afrita vaktaáætlun þó enginn mönnunardagur sé til á skipulagseiningunni.

 

2. Takmarkaður aðgangur að eigin skipulagseiningu

Ef yfirmaður er  með takmarkaðan aðgang að eigin skipulagseiningu en er jafnframt með aðgang að öðrum skipulgseiningum þá getur hann ekki farið tilbaka í sína skipulagseiningu í Vinnu þegar hann er búinn að opna einhverja af hinum. Þetta lagað.

 

3. Breyta stöðu vaktaáætlunar eftir að hún er samþykkt

Eftir að vaktaáætlun hefur verið er samþykkt er leyfilegt að breyta um stöðu ef engin vakt er til á henni.

 

4. Vakt fyrir hádegi á aðfanga- og gamlársdegi hjá dagvinnumönnum sem vinna vaktir

Vaktir settar niður til klukkan 12:00 á gamlárs- og aðfangadegi hjá dagvinnumönnum með breytilegan vinnutíma og vaktavinnumönnum sem vinna ekki rauða daga þegar vöktum er rúllað út, vaktaóskir uppfylltar og sjálfvirkni keyrð.

 

5. Skýrsla áætlun - Birting á tveimur vöktum sama dag

Birting vakta löguð ef tvær vaktir eru sama dag og a.m.k. önnur er með verkefni,auka-staðsetningu eða viðbótarhæfni.

 

6. Vallisti skipulagseininga í afrita vaktarúllur

Glugginn “Afrita vaktarúllur”.Í lista birtast aðeins skipulagseiningar þar sem til eru vaktarúllur í gildi.

 

7. Breyta sjálfgefinni hæfni á starfsmanni

Í vaktahóp er hægt að breyta um sjálfgefna hæfni á starfsmanni.

 

8. Birta skilaboð ef fjarvistaskráning er tvöföld

Birta skilaboð í glugga þegar verið er að opna vaktaáætlun, eða skýrslu vaktaáætlunar, og til er tvöföld fjarvistaskráning.

 

9. Vaktahópur - lagfæring fyrir Hrafnistu

 Opna og breyta vaktahóp hjá Hrafnistu Nesvöllum í lagi.

 

10. Handskráning vakta - breytingar á glugga

Aðallega breytingar á vallista, útliti og texta.

 

11. Handskráning vakta – samsetning á vali

Lagfæring, var ekki hægt að velja vaktasett og hæfni saman í handskráningu vakta.

 

12. Röðun á vinnuborði og sía – lagfæring á birtingu

 Röðun á vinnuborði og val í síu, birting á vinnuborði passar ekki við summuglugga. Nafn starfsmanns passaði ekki við summuglugga.

 

13. Birting á viðbótarhæfni

 Heiti á viðbótarhæfni birtist ekki í vaktaglugga, það lagað.

 

14. Vinna - fyrirspurnarhluti

Opnað fyrir fyrirspurnarhluta (þarf að virkja hjá stofnunum). Hægt verður að keyra fyrirspurnir og skoða lista í Vinnu sem verður hægt að flytja yfir í excel.

Aðeins opið fyrir þá sem hafa aðgang að kerfisumsjón

 

15. Hægt að fara á milli stofnana í Vinnu

Nú er hægt að fara á milli stofnana innan úr Vinnu, ef notandi er með aðgang að fleiri en einni stofnun.

 

16. Opna fyrir óskir á valvöktum í Vinnu

Hægt að opna fyrir óskir á þeim valvöktum sem tengdar eru við skipulagseiningu.

Áður en hægt er að opna fyrir óskir um valvaktir verður að vera búið að skrá reglur um hvíldartímabrot í vaktastýringar.

 

17. Athugasemd á dagplani

Athugasemd á vakt birtist ekki á dagplani. Lagað.

 

18. Flytja vaktir á milli starfsmanna

Hægt að flytja margar vaktir frá einum starfsmanni yfir á annan innan vaktaáætlunar ef þessi skilyrði eru uppfyllt:

• Það verður að vera hæfni á vaktinni

• Starfsmaður sem flytja á vaktirnar á verður að hafa þá hæfni sem er á vöktunum.

 

19. Skýrslan mönnunarþörf

Ekki var hægt að opna skýrsluna mönnunarþörf. Lagað.

 

20. Sjálfgefin hæfni sett á vakt

Ef vakt er með óþekkta hæfni (t.d. af annarri stofnun) þá er sjálfgefin hæfni starfsmanns sett á vaktina.

 

Útgáfa 4.1.5

1. Prentun  á dagplani

Stækkun á letri í dagplani skili sér í útprentun.

 

2. Prentun á vaktaáætlun

Hver prentlinkur byrja á nýrri síðu.

 

3. Vaktaáætlun vinnuskylda

Lagæring á útreikningi hjá dagvinnumönnum sem vinna vaktir á stórhátíðisdögum.

 

4. Vaktaáætlun - hægri vallisti

Skrá/eyða fjarvist á vakt bætt við í hægri vallista.

 

5. Vaktaáætlun - stofna áætlun

Ekki hægt að stofna nýja áætlun beint í stöðunni "Samþykkt".

 

6. Vinnuborð - Utan vinnu merking á mánudögum

Mánudagar hjá dagvinnumönnum sem vinna vaktir voru merktir sem utan vinnu.

 

7.Vinnuborð - Vaktaóskir eins og val í síu

Birting á óskum í vinnuborði endurspeglar val á vaktaflokkum í síu.

 

8. Vinnuborð - Skrá verkefni

Lagfæring á skráningu verkefna á vakt.

 

9. Vaktaóskir - keyra inn óskir

Hægt að keyra inn óskir með stillingunni “Sveigja í mati á uppfyllingu óska”.

 

10. Vaktasett

Hægt að breyta tengingum vaktasetta þó til sé tenging við tegund vinnu sem ekki er tengd við skipulagseiningu.

 

11. Vaktarúlla - Afrita

Hægt verði að afrita vaktarúllu óháð því hvort til er vaktatímabil sem er í gildi.

 

 

Útgáfa 4.1.3

1. Vinnuborð - summugluggi

Útreikningi á summutölu vakta í dálkinum AL breytt.

Vaktir sem hefjast á byrjunar- og endadegi vaktaáætlunar eru nú teknar með í þessari tölu.

 

image201.gif

Hefur áhrif í byrjun og loka vaktaáætlunar. Ef vakt byrjar fyrir upphafsdag vaktaáætlunar er hún ekki tekin með í útreikningi vaktavinnuskila, en ef vaktaáætlun hefst á síðasta degi vaktaáætlunar þá telst hún öll með

2. Vinnuborð - "Hægri" vallisti á vakt - Vaktbreytingu bætt í val

Breyting gerð á glugga þar sem álag vegna vaktbreytingar er skráð.

Texta í glugga breytt, valmöguleika bætt í “hægri” vallista á vakt.

image202.gif

3. Vinnuborð - Eyða vöktum eftir uppruna

Í vinnuborði er hægt að eyða vöktum eftir uppruna þeirra.

4. Vinnuborð - Sía

Stillingar á síu á vinnuborði undir grúppunni “Starfsmenn” haldast þegar endurhlaðið.

 

image215.gif

5. Vinnuborð - Ósamþykktar vaktir á samþykktri áætlun

Villa sett á vakt ef vakt er ósamþykkt á samþykktri áætlun.

 

6. Vinnuborð - Listi yfir óskir sem ekki eru uppfylltar

Birta lista yfir það hvers vegna óskir voru ekki uppfylltar.

 

7. Vinnuborð - Útreikningur á vinnuskyldu

Ef starfsmaður er skráður í 0% þá verði það túlkað 0%.

Ef ekkert er skráð í starfshlutfall (NULL) þá er starfshlutfall túlkað sem 0%.

Ef settar eru niður vaktir á starfsmenn sem eru með 0% starfshlutfall verður það birt í Vinnu sem aðvörun eða ábending.

 

8. Lestur vaktavinnuskila

Hægt að lesa vaktavinnuskil á tveimur stöðum úr vinnuborði.

 

1. Úr borðanum "Vinnuborð"

lesa_vaktavinnuskil.gif

 

2. Úr summuglugga

lesa_vaktavinnuskil_summugluggi.gif

9. Skýrslur - skýrslan dagplan aðgengileg innan úr vinnuborði

image220.gif

 

10. Vaktarúllur - Opna fleiri en eina rúllu

Hægt að opna fleiri einn glugga af vaktarúllum.

 

11. Summugluggi - skýringar á tölum settar í hint

Skýringar á tölum í dálkum settar í hint yfir dálkana sem sýna stöður vaktavinnuskila í upphafi og lok áætlana

 

vaktavinnuskil_-_hint.gif

Útgáfa 4.0.5.5

Í þessari útgáfu eru miklar breytingar á útliti í Vinnu, aðallega í vinnuborði, forsendum og á mönnunargrafi.

 

1. Nýtt útlit

Nýtt útlit á vinnuborði og víðar í Vinnu. Notast við “ribbon” útlit svipað og í Office pakkanum.

Hér er hægt að skoða það helsta  Helstu_breytingar_á_útliti.

 

2. Nýr villugluggi

Hægt að fá nákvæmari skýringu á villu (ábendingu). Hægt að sjá hvaða villa kæmi ef sett væri niður vakt (t.d. af hverju er ósk ekki uppfyllt).

Hér er hægt að skoða nýja villugluggann.

Hér er hægt að skoða villur sem myndast ef ósk er uppfyllt.

 

3. Vinnuborð - Mönnunarþörf - Umreikna samtals klst í 8 klst vaktir

Mönnunarþörf - umreikna samtals klst. í 8 klst vaktir innan sviga undir grafinu. Velja þarf Samtalstölur í stilling á grafi.

Sjá hér.

 

4. Mönnunargraf - skoða niður á færnistig

Hægt að skoða mönnunargraf niður á færnistig, sjá hér.

Hægt að velja nokkra hæfniflokka saman.

 

5. Vinnuborð - Sjálfvirk vaktagerð - Næturvaktir

Lagfæring á virkni á stillingunni 11 tíma hvíld eftir næturvakt í sjálfvirkni.

 

6. Vinnuborð - Eyða mörgum vöktum af einum degi

Hægt að eyða mörgum eða öllum vöktum af einum degi, sjá hér.

 

7. Stýringin "Má óska vakta" birt í Vinnu

Stýringin "Má óska vakta" er nú sýnileg í starfsmannaglugga í vinnuborði.

Flipinn "Stýringar" í starfsmannaglugga. Sjá hér

 

8. Flýtilyklar í vinnuborði - Ctrl+C ,Ctrl+V og insert

Hægt að nota Ctrl+C til að afrita vakt og Ctrl+V til að líma vakt í vinnuborði.

Insert virkar eins og tvísmella með mús á vinnuborði (vakt sett niður).

Sjá nánar hér.

 

9. Summuglugginn - breyting á dálkaheitum

Breyting gerð á dálkaheitum:

VS fyrir      verður SL.áætlun            (síðastliðin áætlun)

VS eftir      verður Núv.áætl             (núverandi áætlun)

+/-               verður +/- Núv.áætl       (+/- á núverandi áætlun)

 

Sjá nánar hér

 

10. Gera vakt úr ósk

Milligluggi þar sem velja þurfti vaktatíma þegar ósk var breytt í vakt tekinn út.

 

11. Sjálfvirkni - Næturvaktir í lotu

Sjálfvirkni setti niður næturvaktir þannig að þær brutu vaktastýringar varðandi fjölda vakta í lotu. Þetta var lagað.

 

12. Nýr skráningargluggi fyrir mönnunarforsendur

Nýr skráningargluggi fyrir mönnunarforsendur, sjá hér.

 

13. Vaktahópur - valgluggi

Valgluggi skipulagseininga stækkaður.

 

14. Sía - val helst inni

Val (í síuglugga) á hæfni sem er ekki í mönnunaralmanaki helst inni.

 

Útgáfa 3.0.24

1. Vaktarúllur - Flytja vaktarúllu yfir í excel

Excel hnöppum bætt við á flipana 'Dagar í vaktarúllu' og 'Starfsmenn tengdir við rúllu' þannig að hægt er að flytja upplýsingar á þeim flipum yfir í excel. Sjá hér Flytja vaktarúllu yfir í excel.

 

2. Vaktarúllur - Starfsmaður tengdur við rúllu fram í tímann

Dagsetningu og hnappnum "Sækja" bætt við í vallistann "Veldu starfsmann" í glugganum "Tengja starfsmann" þannig að einungis er hægt að velja þá starfsmenn sem eru í starfi á þeirri dagsetningu sem valin er.

 

tengja_stm_velja.gif

3. Vaktarúllur - Starfsnúmer birt í skráningarglugga

Þegar starfsmaður er tengdur við vaktarúllu er starfsnúmerið hans birt í skráningarglugga.

4. Vinnuborð - Birta leyfisósk sem hefur verið hafnað

Ef hluti af orlofsóskar er samþykktur, þá sést ósamþykkti hlutinn núna í vinnuborðinu. Í síuglugga þarf að haka við að hafnaðar leyfisóskir sjáist í vinnuborði. Sjá hér Birting leyfisóska. Verður að virkja sérstaklega.

 

5. Vinnuborð - Bæta við haki í vinnuborð og mönnun per dag

Haki bætt við "Vinnuborð og mönnun per dag" þannig að það fylgi vinnuborði eins og er í "Vinnuborð og mönnum".

 

monnun_per_dag_fylgja_vinnubordi.gif

6. Vinnuborð - Skarpari litaskil virka daga

Í vinnuborði er hægt að velja um að hafa skarpari skil virka daga í vinnuborði.

 

skarpari_skil_virka_daga.gif

7. Vinnuborð - Álag á yfirvinnuvakt

Ef samningur starfsmanns leyfir þá er hægt að skrá álag á yfirvinnuvakt.

alag_a_yfrivinnuvakt.gif

8. Mönnun - nýr gluggi fyrir mönnunardaga

monnunardagar_nyr_gluggi.gif

Eins virkni, eingöngu útlit glugga sem breytist.

 

9. Vaktastýringar - nýr gluggi

Ef gerð er breyting í einum flipa þarf að vista áður en farið er yfir í annan flipa.

 

vaktastyringar_vista_breytingar.gif

 

10. Vaktastýringar - nýr gluggi fyrir vaktasett

Nýr skráningargluggi fyrir vaktasett.

 

vaktastyringar_vaktasett.gif

11. Vaktaáætlun - Fletting

Listi vaktaáætlana, nýjasta árið opnast sjálfkrafa ( og það ár sem síðast var verið að vinna með).

 

vaktaaaetlun_vallisti.gif

 

12. Skýrslan - Heildarvaktaáætlun

Vali bætt við  skýrsluna.

Velja um hvort fjarvistir birtist í sama lit eða nota fjarvistalitina.

Val um að birta dálk fyrir vaktakjarna

Val um að birta í texta vaktaflokka í stað tíma vaktar

 

Valmöguleikar í skýrslunni "Heildarvaktaáætlun".

skyrsla_aaetlun_valmoguleikar.gif

 

13. Sjálfvirkni vakta - AL/BU

Eingöngu hægt að keyra sjálfvirkni fyrir almennar vaktir og bakvaktir.

 

14. Vinnuborð - Uppruni vakta

Hægt að skoða útfrá  litum hvaðan vaktin er upprunin, þ.e. hvar hún var gerð.

Þetta er sá uppruni sem birtur er.

 

vinnubord_uppruni_vakta.gif

 

15. Búa til framhald fyrir vaktahóp

Hægt að láta Vinnu koma með uppástungu um upphafs- og endadag vaktaáætlunar og vaktahóp.

 

stofna_aframhald_takn.gif

16. Útlitsbreytingar á hnöppum

Nýtt útlit á hnöppum.

btn_nyr.gif    Nýskrá

btn_eyda.gif    Eyða

btn_hreinsa.gif   Hreinsa

btn_vista_sem.gif    Vista sem

btn_prenta.gif   Prenta

btn_skoda_skyrslu.gif   Skoða skýrslu

btn_stilla_prentun.gif    Stilla prentun

btn_velja_lit.gif    Velja lit

hnappur_ny_sia.gif     Síugluggi

 

Útgáfa 2.7.3

1. Vinnuborð - Vaktakjarnar

Í vinnuborði er hægt að skipta starfsmönnum í vaktahóp upp í vaktakjarna.

Hægt að raða eftir vaktakjörnum í vinnuborði.

Vaktakjarnar eru vistaðir niður á starfseiningu.

 

2. Vinnuborð - Skrá athugasemd á vakt

Vaktasmiðir geta núna skráð athugasemdir á vaktir í vinnuborði. Athugasemdirnar eru eingöngu sjáanlegar í vinnuborðinu.

Virkar á sambærilegan hátt og fjarvistaskráning, þ.e. breytingar vistaðar beint í gagnagrunn , ekki hægt að afturkalla breytingar.

 

3. Vinnuborð - Verkefni, auka-staðsetning, viðbótar-hæfni - skráð á alla vaktina

Þegar skrá á verkefni, auka-staðsetningu eða viðbótar-hæfni á fleiri en eina vakt sem hafa mismunandi upphafs- og eða endatíma þá er hægt að velja um að skrá á alla vaktina. Áður var aðeins hægt að skrá á tímabil sem var innan valinna vakta.

 

4. Vinnuborð - Leyfisóskir

Dagsetning hvenær leyfisósk var skráð birtist í vinnuborði.

 

5. Vinnuborð - Birting frí- og leyfisóska á vakt

Birt á vakt ef fríósk eða leyfisósk skara vakt.

 

6. Skýslur - Vaktaáætlun

Hægt að velja um að birta auka-staðsetningu og verkefni í skýrslunni áætlun.

7. Skýrslur - Dagplan

Bætt hefur verið við þremur nýjum svæðum í grúppuna "Uppsetning"

8. Skýrsla mönnun per dag

Vakt ekki talin með í mönnun ef verkefni er skráð á alla vaktina.

Vakt talin með viðbótar-hæfniþætti ef einn viðbótar-hæfniþáttur skráður á alla vaktina.

Í mönnun per dag dettur aðeins niður mönnun ef verkefni er skráð á alla vaktina. Ekki gert ráð fyrir að sýna fjölda vakta nema sem heiltölu.

Sjá nánar.

 

9. Uppástunga fyrir vaktir - ekki tengd mönnun

Hægt að stilla hvort taka eigi tillit til mönnunar þegar verið er að stinga upp á vakt.

Einnig er hægt að stilla að tekið sé tillit til yfirvinnuvakta yfir ákveðið tímabil þegar stungið er upp á vakt.

 

10. Notendaskil

Ljósara útlit á gluggum. Litur á skilaboðum í glugganum "Breyta vöktum starfsmanna" lagfærður.

 

10. Prentun á vaktaáætlun

Val um að prenta í lit, grátóna eða svart/hvítu.

 

image76.jpg

 

 

Útgáfa 2.6.9

1.  Vinnuborð – sýna  skipulageiningu

Val um að sýna skipulagseiningu starfsmanns í starfsmannalista vinnuborðs í stað hæfni.

 

2.  Login gluggi

Innskráningu breytt. Tekið er tillit til stofnanaaðgangs. Ef starfsmaður hefur vaktasmiðsaðgang að fleiri en einni stofnun fær hann upp valglugga þar sem hann þarf að velja stofnun.

 

Launafulltrúi fær sjálfkrafa aðgang að öllum skipulagseiningum.

 

Útgáfa 2.6.8

1. Vinnuborð – Röðun

Verulegar breytingar gerðar á röðun í vinnuborði. Boðið er upp á fyrirframskilgreinda röðun þar sem hægt er að raða eftir:

 

Einnig getur notandi núna búið til sína eigin röðun. Hægt er að búa til mismunandi tegundir af röðun og vista.

Notandi getur búið til röðun á forsendur. Sjá nánar í Vinna->Röðun í vinnuborði

 

2. Vinnuborð – Birting á villum vegna starfsmanns sem er ekki í starfi

Villur v/vakta eða óska sem eru skráðar á starfsmann sem er ekki í starfi eru birtar í villulista þegar vaktaáætlun opnuð. Áður var ekki hægt að opna þessar áætlanir, notendum var hent úr úr kerfinu.

Vaktir: Vaktir sýndar en villumerktar.

Óskir: Ekki notaðar (og ekki birtar), til að þær hafi ekki áhrif á vægi óska (punktaútreikning).

 

3. Vinnuborð – Súmma inn á virkan starfsmann

Hægt að súmma inn á virkan starfsmann (sýndur breiðari en hinir). Stilling  image55.jpg

Vikunúmeri bætt í villumeldingar sem innihalda tilvísun í viku (starfsmannamynd, flipinn Villur).

 

 

4. Vinnuborð – Litir fjarvista

Litir á fjarvistum í vinnuborði samræmdir við liti á vef (VinnuStund).

 

 

5. Vinnuborð – Magnskráning

Hæfni og staðsetningu á vakt bætt við í popup-menu.

Með því að halda niður Ctrl hnapp á lyklaborði og velja vaktir með músinni er hægt að velja fleiri en eina vakt.

Valdar vaktir birtast með bláum ramma. Með því að smella síðan með hægri músarhnapp birtist vallisti með þeim aðgerðum sem hægt er að framkvæma á valdar vaktir. Í þessari útgáfu bætist við

Breyta hæfniþætti, starfsmaður verður að vera skráður með þann hæfniþátt sem valinn er

Eyða staðsetningu

Skrá staðsetningu

Svona lítur valglugginn þá út í dag

 

image56.jpg

 

6. Vinnuborð – Viðbótarsýn í vinnuborði

Sýn á 12 tíma bætt.

 

image57.jpg

 

6. Skýrsla – Mönnunarþörf

Hægt að sundurliða skráða vinnu í AL og YF

 

skyrsla_monnunarthorf.gif

 

 

Útgáfa 2.5.3

 

1. Vaktastýringar - Flipinn Forsendur

Hæfni

Skilgreina viðbótarhæfni, hægt að skrá liti og skammstafani.

Þær hæfnir sem skráðar eru í forsendum birtast í vallista þegar viðbótarhæfni er skráð á vakt eða hluta vaktar.

Í vinnuborði er síðan hægt að skoða vaktir samkvæmt þessum litum og skammstöfunum.

 

Verkefni

Hér er hægt að skrá liti og skammstafanir á verkefni. Hægt er að setja verkefni á alla vaktina eða skipta vaktinni upp handvirkt og skrá verkefni á hluta hennar. Einnig er hægt að birta verkefni í vinnuborði samkvæmt litum.

 

Staðsetning

Hægt er að skrá staðsetningu á vakt. Notað í þeim tilfellum þegar starfsemi fer fram á fleiri en einum stað og starfsmaður skiptist á að mæta á mismunandi staði. Fyrst þarf að skilgreina staðsetningar í flipanum Forsendur í vaktastýringum. Hægt  er að setja liti á staðsetningu.

 

vaktastyringar_flipinn_forsendur.gif

 

2. Vinnuborð - Skrá verkefni á vakt

Hægt er að skipta upp vakt og skrá verkefni á hluta vaktar eða alla vaktina. Sjá hér

 

3. Vinnuborð - Skrá viðbótarhæfni á vakt

Hægt er að skipta upp vakt og skrá verkefni á hluta vaktar eða alla vaktina. Sjá hér

 

4. Vinnuborð - Skrá staðsetningu á vakt

Hægt er að skipta upp vakt og skrá staðsetningu á hluta vaktar eða alla vaktina. Sjá hér

 

4. Vinnuborð - Breyta mörgum vöktum í vinnuborði

Með því að halda niður Ctrl hnapp á lyklaborði og velja vaktir með músinni er hægt að velja fleiri en eina vakt.

Valdar vaktir birtast með bláum ramma. Með því að smella síðan með hægri músarhnapp birtist vallisti með þeim aðgerðum sem hægt er að framkvæma á valdar vaktir.

 

Hægt er að:

 

image17.jpg

 

Sjá hér

 

5. Vaktáætlun vinnuborð – Línum þjappað saman á vinnuborði

Hægt er að þjappa saman línum á vinnuborði. Sjá hér

 

6. Vaktaáætlun vinnuborð - Stilla dagafjölda fyrir og eftir áætlun

Stillingin „Dagar  utan“. Hægt að stýra því hvort 1 dagur, vika eða mánuður birtist fyrir framan og aftan áætlun þegar hún er opnuð í vinnuborði.

 

7. Vaktaáætlun vinnuborð – hægt að afrita sömu vaktina aftur og aftur

Nú er hægt að afrita vakt aftur og aftur (var aðeins hægt að líma einu sinni).

 

image26.jpg

 

Vakt sem á að afrita, hægrismellt á hana og "Afrita vakt" valið.

Vakt afrituð með því að hægrismella á þann dag sem vaktin á að fara á og velja líma.

 

image27.jpg

 

8. Vaktaáætlun vinnuborð – Stilling á fjölda tíma geymd

Stýringin fjöldi tíma í reit er geymd. Var ekki þannig.

 

image28.jpg

 

9. Vaktahópur – Hæfni sýnd miðað við dagsetningu

Hæfni miðast við dagsetningu í svæðinu Dags. í starfi. Áður var ekki birt hæfni fram í tímann.

Útgáfa 2.4.0

1. Vaktaáætlun almennt

Útprentun á punktastöðu starfsmanns(viðbót)

Villugluggi, hröðun þegar hann er opinn um leið og breytingar eru gerðar.

 

2. Sveigja í vaktavinnuskilum

Sveigja vaktavinnuskila gerð sýnileg á vinnuborði. Ef smellt er á hnappinn “Lesa vaktavinnuskil” er einnig birt núna hvort starfsmaður sé innan sveigju í vaktavinnuskilum, fyrir og eftir vaktaáætlun.

 

Dæmi:

Í nánar flipa er viðkomandi starfsmaður með 30 tíma í hámarksinneing í vaktavinnuskilum og 30 tíma í hámarksskuld.

 

sveigja_vaktavinnuskil.gif

Gulu tölurnar í summuglugganum sýna sveigjuna.

 

Dálkur eitt sýnir stöðu vaktavinnuskila í upphafi áætlunar:

Í upphafi áætlunar er staðan í vaktavinnuskilum -07.51. Hámarksskuld er 30 tímar. Starfsmaður á þá 22.10 tíma eftir innan sveigjunnar (30 tímar - 7 klst og 51 mín).

 

Dálkur tvö sýnir stöðu vaktavinnuskila í lok áætlunar:

Staða vaktavinnuskila er -01.33. Samkvæmt því á starfsmaður 28.27 tíma eftir innan sveigju ( 30 tímar - 1 klst og 33 mín).

 

Vinnuskil ekki sýnileg hjá tímavinnumönnum.

 

3. Vaktastýringar á starfsmann í vinnuborði

 

Í vinnuborði vaktaáætlunar er núna hægt að sjá hámarksinneign og hámarksskuld starfsmanns í vaktavinnuskilum. Smellt með hægri músarhnapp á nafn starfsmanns, farið í Nánar og þar valinn flipinn Stýringar.

 

vinnubord_velja_starfsmmynd.gif

 

stilling_vaktavinnuskila_synd_i_vinnubordi.gif

 

4. Vinnuborð vaktaáætlunar - óæskileg vaktamynstur

 

Óæskileg vaktamynstur er aðeins hægt að nota ef til eru vaktaflokkar eru D, eða M,K og N.

Þarf að virkja í vinnuborði með því að haka við stýringuna Óleyfileg vaktamynstur, sjá mynd. Eingöngu notað í sjálfvirkni. Vinna býr sjálfkrafa til óleyfileg vaktamynstur.

 

vinnubord_virkja_oleyfileg_vaktamynstur.gif

 

Ef óæskileg vaktamynstur eru virkjuð þá er hægt að velja að nota þau í sjáflvirkni.

sjalfvirkni_velja_oleyfileg_vaktamynstur.gif

5. Vaktaáætlun - sjálfvirkni

Óskir

Útreikningur á vægi óska lagf. m.t.t. uppfylltra óska

Hægt er að miða við  lágmarksmönnun í óskum

 

Vaktir - nýjar stýringar

Hægt að vinna vinna með vaktaáætlun eða fjölda vikna

Lágm. fjöldi vinnuhelga á tímabili og lágm. fjöldi fríhelga á milli

Lágm. fjöldi fríhelga á milli vinnuhelga

 

Villur

Viðvörun ef óleyfileg vaktamynstur innan vaktaáætlunar (ef þau eru virk, sjá lið 4)

Viðvörun ef lágm.fjöldi helga ekki nægur eða lágm.fjöldi fríhelga ekki nægur. Þegar athugað er með lágm.fjölda fríhelga þá er ekki leitað aftur fyrir vaktaáætlun.

 

Vinnuborð

Hægt að sýna villu v/óleyfilegs vaktamynsturs (ef þau eru virk, sjá lið 4)

 

Útgáfa 2.3.2

 

Vaktaóskir

 

1. Vaktaóskir á valvaktir

Hægt að óska sér vakta á valvaktir, komnir rofar á vaktaáætlun þar sem hægt er að opna og loka fyrir óskir á þær.

 

Vaktaáætlun

 

Lagfæringar

• Lagfæring á skráningu álags í H-launa uppsetningu. Álag birtist ekki í fellivali

• Lagfæring í sjálfvirkni óska ef ósk/sveigja nær milli daga.

 

Útgáfa 2.3.1

 

Vinnuborð

 

1. Hæfni og færnistig

Saga hæfni og færnistiga birt í starfsmannaglugga. Birtir það sem skráð er á stofnun.

Leyfa breytingu á hæfni vaktar þó hún sé ekki í gildi (t.d. ef vakt er stofnuð áður en hæfnin fellur úr gildi).

 

vinnub_stmgluggi_saga_haefni.gif

 

2. Lestur á vöktum

Hraðaaukning í upplestri á vöktum utan vaktaáætlunar.

 

3. Ýmislegt

Heiti bætt við "undo-grúppu" þegar stopp merki er sett.

Sjálfgefinn litur á vaktaflokki er hvítur. Var svartur áður.

 

Skýrslur

 

4. Áætlun

Lagfæring á starfrófsröð í skýrslum. Broddstafir komu aftast í skýrslu (datt út við innsetningu á auðum línum).

 

5. Dagplan

Lagfæring á villu þegar grúppað er og hakað við auðar línur eingöngu í útprentun.

Aftari athugasemdarsvæði minnkað til að fá stærri font í útprentun.

Lagfæring á villu ef fleiri en einn dagur valinn (ákv.vaktir birtust tvöfalt).

 

6. Ýmsar lagfæringar

Almennt

Hraðvirkari breyting á stærð leturs í skýrlsum

Dagplan, mönnunarþörf og breytingasaga

Hægt að skipta á síður eftir "top" grúppu í prentun.

 

Sjálfvirkni

 

7. Óskir

Lagfæring í uppfyllingu óska þegar hakað er við að leyfa lægra færnistig.

Sía í óskum löguð. Óskir með færnistigi sem ekki var í mönnun birtust ekki í vinnuborði.

 

8. Vaktir

Lagfæring á frosti í sjalfvirkni vakta.

 

Vaktastýringar

 

9. Útprentun

Útprentun lagfærð

 

Innskráning:

 

10. Breyttur lestur hjá starfsmönnum með stofnanaaðgang

Breyttur lestur þegar stofnanavalgluggi birtist í innskráningu. Áður birtist ekki stofnun notanda í vali.

 

Útgáfa 2.3.0

 

Skýrslur

 

1. Áætlun – Geyma stillingar í síuglugga.

Stillingar í síuglugga í skýrslunni vaktaáætlun haldast þegar skýrslur eru opnaðar í gegnum ”Skýrslur”.

Stillingar í vinnuborði birtar í síuglugga þegar skýrslan er opnuð í gegnum skýrslur .Ef stillingum í síuglugga er breytt í vinnuborði opnast skýrslan næst með þeim stillingum.

Ef stillingum í síuglugga er breytt í Skýrslur->Áætlun þá opnast vinnuborðið næst með þeim stillingum.

 

2. Áætlun – Sía tóm tekið út

Neðst á hverri bls. í útprentun birtist ,,Sía tóm". þessi lína tekin út.

 

3. Áætlun – Línur í útprentun

Bæði í birtingu á vaktaáætlun á skjá og í útprentun hafa ljósgráu línurnar milli nafna og daga orðnar svartar.

 

skyrslur_linur.gif

 

4. Skýrsla - Áætlun

Í útprentun verði hægt að bæta inn auðum línum á eftir hverjum hæfniflokk(sbr.dagplan). Hægt að velja um hvort línurnar birtist eingöngu í útprentun eða líka á skjá. Auðar línur breytast "dynamiskt" við breytingu á grúppum.

 

skyrsla_audar_linur_i_gruppu.gif

 

5. Dagplan

Hægt að velja dag frá og til til að birta á skjá og prenta út.

Það er síðan hægt að taka yfir í excel.

Samræming á prentun við aðrar glugga:

 

6. Skýrslur – Ýmsar lagfæringa

Lagf. fontur á tímafærslum (á ákv. prenturum) of lítill (ekki prófað)

Litur texta í haus á dálkum - breytt úr hvítu í svart

          Smávægilegar lagfæringar v/skráningar á filter í registry (vaktalitir)

Nr. færnisstig (GetaNr) ekki sýnt í skýrslu

Lagfæring á orlofsvöktum (sáust ekki áður)

Ef fríósk var fremst á starfsmanni þá birtust ekki óskir í skýrslu þegar sýna átti óskir. Þetta var lagfært.

 

Dagplan

Sjálfgefið layout = “portrait”, var “landscape”.

 

Mönnun per dag

Villa við útprentun á skýrslu löguð.

 

Almennt í skýrslum

“Caption” og “Footers” ekki prentað á skýrslum nema þar sem það á við

          Breidd dálka o.fl. smávægilegar lagfæringar v/útprentunar á skýrslum

Hnappnum “Loka skýrslu” bætt við allar skýrslu.

 

7. Application error – Villur gripnar af kerfinu í stað þess að  henda notendum út.

Fleiri application error gripnar af kerfinu í stað þess að henda notendum út.

Villur m.a. gripnar:

 

8. Vaktaáætlun – Eyða samþykktri vaktaáætlun án óska / vakta

Hægt að eyða samþykktri vaktaáætlun ef engar vaktir eða óskir tilheyra henni.

 

9. Vinnuborð – Lestur fríhelga í vinnuborði

Fríhelgar á vinnuborði, lesið 90 daga aftur í tímann. Var áður lesið 30 daga aftur í tímann.

 

10. Vinnuborð – Ýmsar breytingar

Vinnslugluggi sýndur þegar vinnuskyldubanki er lesinn úr grunni.

Mönnunargraf lagfært. Þegar yfirvinna er valin er sýnd mönnunarþörf fyrir AL.

Bætt við heiti ”undo_grúppu” þegar stopp merki er sett.

 

11. Sjálfvirkni – Óskir - Yfirvinnuvaktir

Hægt að keyra inn yfirvinnuóskir. Áður var bara hægt að setja inn óskir um yfirvinnu, ekki hægt að keyra sjálfvirkni.

Lagfæring v/sjálfvirkni yfirvinnuóska: YF telur í mönnun fyrir AL

Lagfæring v/sjálfvirkni yfirvinnuóska. YF vaktasett úr AL notuð

 

12. Sjálfvirkni – Óskir  

Ef sveigja á upphafstíma óska nær yfir miðnætti á lokadagsetningu vaktatímabils þá er einungis reynt að setja niður vaktir sem byrja

innan virks vaktatímabils. Áður kom upp villa þegar reynt var að setja niður vaktir sem tilheyrðu næsta tímabili, þ.e. fór yfir miðnætti á síðasta degi áætlunar..

 

13. Login gluggi– Val um skipulagseiningu

Val um skipulagseiningu kemur í login glugga.

 

14. Login gluggi– Stillingar fyrir innskráningu

Notandi getur sett upp stillingar fyrir innskráningu og birtingu á forriti.

 

15. Innskráningargluggi– Breidd vallista

Breidd á vallistum í starfseiningaglugga aöðlöguð að löngum nöfnum.

 

16. Villa í innskráningu

Villa í innskráningu þegar brot var í sögu starfsmanns eða starfsmaður á lokadegi í starfi.

 

 

Útgáfa 2.2.1

 

Vinnuborð:

 

1. Síugluggi.

Eftirtaldar breytingar gerðar á síuglugga:

Síðast valið í síu (hæfniþætti og færni bætt við)

Breidd síu á skjá

 

nyr_siugluggi.gif          ny_sia_einfalt.gif

 

2. Samtals vikur.

Til að fá upp gluggann er Vikur valið úr summuvallista vinnuborði.

summur_vikur.gif

 

Prentun bætt við og framsetning einfölduð.

summa_vikur_prentun.gif

 

3. Starfsmannagluggi

Talning á vöktum (skipting vakta í starfsmannaglugga) lagfærð. Taldi áður með meðaltalsvaktir.

 

4. Hint

Hint lengur sýnilegt og starfseining vakta sem tilheyra ekki virkri áætlun sýnd í hinti.

 

5. Lesa vinnuskyldubanka

Dálkurinn Tb.fyrir birti ekki rétta áætlun fyrir dagvinnumenn á vöktum með ákveðnar stýringar.

 

6. Vaktir - sjálfvirkni

Rofar haldast á milli opnana á vaktaáætlun. Sjálfstætt fyrir vaktir, óskir og uppástungu glugga.

Flipar sýnilegir.

 

7. Skráning á álagi.

Álag á vakt skráðist ekki þegar stillt var a´stutta dagsetnigu á vinnustöð. Þetta var lagað

 

 

Vaktaáætlun:

 

1. Dagsetningar.

Núna er hægt að breyta upphafs- og endadagsetningum á samþykktri vaktaáætlun svo lengi sem engar vaktir eða vaktaóskir lendi ekki utan tímabilsins.

 

breyta_timabili_aaetlunar.gif

 

2. Flokkun.

Vaktaáætlanir flokkaðar eftir árum.

 

aaetlun_rada_eftir_ari.gif

 

 

Vaktarúllur:

 

1. Hæfniþáttur og færnistig.

Hægt að setja hæfniþátt og færnistig á vaktir í rúllu.

 

vaktarulla_haefnithaettir.gif

 

Skýrslur:

 

1. Heildarvaktaáætlun.

Preview bætt við. Hægt að velja fjölda vikna á blaðsíðu. Sía tengd við skýrsluna. Stillingar haldast milli opnana.

 

skyrslur_siugluggi.gif

 

2. Mönnun per dag.

Preview bætt við. Hægt að velja fjölda vikna á blaðsíðu. Sía tengd við skýrsluna. Stillingar haldast milli opnana.

Hægt að vista yfir í excel.

 

3. Almennt.

Ýmsar smávægilegar útlitsbreytingar.

Löng heiti fjarvistartegunda birtast ekki.

 

 

Útgáfa 2.1.0

 

Helstu breytingar í útgáfu eru:

 

1. Vaktaáætlun – Vinnuskylda dagvinnumanna á vöktum

Ef síðasti dagur á vaktaáætlun var frídagur dagvinnumanns á vöktum þá birtist vinnuskylda hans röng.

Búið að laga þetta þannig að vinnuskyldan birtist nú rétt.

 

2. Vaktaáætlun – Vinnuskylda vaktavinnumanna með autt í bætingu og nei í helgidagafrí

Mismunur var á því hvernig vinnuskylda vaktavinnumann með autt í bætingu og nei í helgidagafrí var reiknuð út í Vinnu og Stund. Útreikningur í Vinnu var samræmdur þeim sem er í Stund, þ.e. þeir eru með vinnuskyldu vaktavinnumanna (voru eins og vaktavinnumenn í dagvinnu).

 

3. Vaktaáætlun – Sjálfvirkni í vaktaóskum - Nýir rofar

Rofum bætt við í sjálfvirkni í vaktaóskum.

Ef hakað er við þennan rofa þá eru óskir sem brjóta vaktastýringar ekki settar niður.

Hámarksfjöldi vinnustunda á viku sem er settur í vaktastýringum er aldrei brotinn.

Ef hakað er þennan rofa þá eru ekki settar niður vaktir sem brjóta hámarksfjölda vinustunda á kjarasamningi.

Hvað á að teljast uppfyllt ósk:

Dæmi:

Ef starfsmaður á ósk frá 08:00 – 16:00 en er settur á vakt frá 07:30 – 15:30 þá telst óskin uppfyllt ef sveigja í óskum (í vaktastýringum) er hálftími.

Ef ekki er hakað við þennan rofa þá eru aðeins þær óskir sem hafa sama upphafs- og endatíma og vaktin taldar uppfylltar.

Dæmi:

Starfsmaður á ósk frá 08:00 – 16:00 en er settur á vakt frá 07:30 – 15:30. Þessi ósk yrði ekki talin uppfyllt ef ekki væri hakað í þennan rofa.

Rofi sem stýrir því hvort nota eigi sveigju í stýringum óska þegar kerfið reynir að uppfylla vaktaóskir.

Dæmi:

 

A: Ósk 08:00 - 16:00

 

 

B: Ósk 08:00 - 16:00

 

 

C: Ósk 08:00 - 16:00

 

 

Mönnun gerir ráð fyrir 2 starfsmönnum milli 15:00 - 16:00.

Ef ekki er hakað í rofann sem leyfir að uppfylla óskir með tilliti til sveigju væri ekki hægt að uppfylla nema 2 óskir, einni yrði hafnað.

Ef hakað er við rofann og sveigjan er klukkutími þá er hægt að uppfylla allar óskirnar með því að stytta eða lengja eina ósk.

Ef t.d. ósk B yrði stytt um klukkutíma, þá væri hægt að uppfylla allar óskirnar.

Dæmi:

Starfsmaður setur inn vaktaósk frá 8:00 – 16:00.

Í sveigju eru settar 30 mín. Í báðar áttir, það má sem sagt færa vaktina hálftíma fyrr og/eða  láta hana ljúka hálftíma fyrr eða seinna.

 

         oskir_rofar_i_sveigju.gif

 

4. Vaktaáætlun – Stinga upp á vak

Hægt að komast í starfsmannagluggann með því að smella með hægri músarhnapp á nafn starfsmanns í aðgerðinni stinga upp á vakt

Þar er m.a. hægt að sjá símanúmer starfsmanns.

 

5. Vaktaáætlun – Skipta upp áætlun

Leiðrétting. Ef vaktaáætlun er skipt upp þá fylgja óskirnar með.

 

6. Starfsmannaglugginn - Nýr flipi

Nýr flipi í starfsmannaglugganum, birtir síma og netföng starfsmanna.

 

starfsm_simar_netfong.gif

 

7. Skýrsla - Vaktaáætlun - Útprentun

Birta frí- og orlofsóskir með vaktaóskum í útprentun.

 

8. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Ekki hægt að setja vakt yfir L og S merkar tímafærslur

Ekki lengur leyft að setja niður vaktir í vinnuborði sem skara L eða S merktar tímafærslur.

Þetta er gert til að koma í veg fyrri villur komi við vistun vakta og kerfið komi í veg fyrir að hægt sé að setja niður óleyfilegar vaktir.

 

9. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Hægt að skoða tímafærslur í vinnuborði

Tímafærslur sjást í vinnuborði. Hægt að velja um að sjá þær í síu undir Vaktir.  Tímafærslur er birtar á grænlituðum bakgrunni.

Tímafærslurnar birtast með ljósgrænum bakgrunni, ef farið er með músarbendilinn yfir birtist tíminn og staða tímafærslunnar.

 

timafaerslur_i_vinnubordi.gif

 

10. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Skoða uppfylltar óskir

Rofi ”Uppf.óskir”. Ef hakað er við hann er hægt að sjá þær vaktir sem uppfylltu óskir.  

Á vöktunum sem uppfylla óskir teiknast lítil vaktaósk.

 

uppfylling_oska.gif

 

11. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Færa vaktir á milli starfsmanna

Komin ný vinnuleið til að færa vaktir á milli starfsmanna. Hægri smellt á vakt sem á að flytja á annan starfsmann. Úr vallista er valið Skipta á vöktum. Velja hina vaktina sem á að skipta á og hægrismella á hana.

 

vinnubord_skipta_a_voktum.gif

 

12. Vinna – Nýtt útlit.

 

vinna_nytt_utlit.gif

 

13. Afrita vaktarúllu

Lagfæring á villu sem kom við afritun þegar vakt byrjaði á miðnætti.

 

 

Útgáfa 2.0.0

 

Helstu breytingar í útgáfu eru:

 

1. Vaktarúllur - Afrita vaktarúllu - Ný táknmynd

Þegar það er verið að nýskrá vaktarúllu þá virkjast afrita takki þar sem hægt er að afrita vaktarúllu frá sömu/annari skipulagseiningu innan stofnunar.

 

Vaktarullur_afrita_hnappur.gif

 

Ný táknmynd fyrir vaktarúllur

 

vaktarullur_icon.gif

 

2. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Afturkalla (undo) nýtt tákn

Nýtt tákn fyrir afturkalla (undo), birtist í öllum gluggum þar sem hægt er að nota afturkalla.

undo_takn.gif

 

3. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Sjálfvirkni í óskum

Hægt er að velja um hvort farið sé á milli glugga með því að nota flipamyndir eða Áfram og Bakka hnapp.

Nýir gluggar:

 

Hér er hægt að velja tímabil innan vaktaáætlunar (nýtt val) og tegund vinnu. Hak í Nota í vaktáætlun stýrir því hvort vinna eigi með alla vaktaáætlunina eða valið tímabil innan hennar.

Hér er hægt að velja úr þá hæfniþætti sem nota á í óskum.

Hér er hægt að velja þá tíma úr vaktasetti sem nota á í óskum.

Hér er hægt að velja úr þá starfsmenn sem nota á í óskum.

Hægt að velja um að ósk sé villuprófuð áður en henni er breytt í vakt. Á við þegar óskir eru keyrðar inn í hlutum. Farið er á milli sjálfvirkni í óskum og sjálfvirkri vaktagerð.

Hér er hægt að skoða hvaða skilyrði notandi hefur valið áður en sjáflvirknin er keyrð. Einnig er sýnt niður á starfsmann hve margar óskir voru keyrðar inn ásamt því hve mikið hefur verið uppfyllt af vinnuskyldu starfsmannsins.

 

 

4. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Sjálfvirkni

Breytingar hafa verið gerðar á sjálfvirkni.

Hægt að velja um hvort valmyndir séu í flipum eða áfram hnappar notaðir. Hak í svæðið Sýna flipa stýrir því.

Nýir gluggar:

Hér er hægt að velja tímabil innan vaktaáætlunar (nýtt val) og tegund vinnu. Hak í Nota í vaktáætlun stýrir því hvort vinna eigi með alla vaktaáætlunina eða valið tímabil innan hennar.

Hér er hægt að velja úr þá hæfniþætti sem nota á í sjálfvirkni.

Hér er hægt að velja þá tíma úr vaktasetti sem nota á í sjálfvirkni

Hér er hægt að velja úr þá starfsmenn sem setja á vaktir á í sjálfvirkni

Ef lína starfsmanns hefur gráan lit í texta þá munu engar vaktir koma á hann í sjálfvirkni. Hægt er sjá ástæðu þess á stm.

Hvíld milli vakta – ný grúppa með 2 nýjum svæðum.

Lágmark 11:00  í hvild eftir næturvinnuvakt. Hægt að virkja/ afvirkja þessa stýringu.

Val um fjölda skipta sem má hafa 8 tima hvíld milli vakta í viku.

Hægt er að hafa áhrif á hvað stýrir forgangsröðun á starfsmönnum sem koma til greina að fá vakt.

Hér eru sýnd hvaða skilyrði notandi hefur valið áður en sjálfvirkni er keyrð. Einnig er sýnt niður á starfsmann hve margar vaktir eru keyrðar inn ásamt uppfyllingu á vinnuskyldu sem sýnd er grafískt með prósentu.

 

5. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Síðustu breytingar sjáanlegar.

Síðustu breytingar í vinnuborði sýndar með ljósgrænum ramma vakt_sidasta_breyting.gif.

 

6. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Hverjir geta tekið vakt.

Ef einhvern vantar á vakt t.d. vegna veikinda, þá stingur Vinna upp á því hverjir geti tekið vaktina.

Uppástunguglugginn er ræstur úr vinnuborðinu með því að hægrismella á dagsetninguna eða á daginn í mönnunargrafi.

 

7. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Nýr dálkur í summur

Komin nýr dálkur sem sýnir stöðu vinnuskyldubanka við lok vaktaáætlunar.

Kemur við hlið þess sem sýnir áætlaða stöðu vinnuskyldubanka í upphafi.

 

8. Vaktaáætlun - Vinnuborð - Skrá fjarvistir

Það var hægt að skrá allar fjarvistir á vinnuborði. Nú er einungis hægt að skrá leyfilegar fjarvistir á starfsmenn.

 

9. Vaktaáætlun - Upphafsgluggi

Þegar komið er inn í Vinnu þá birtist vaktaáætlunargluggi sem sjálfvalinn.

 

10. Vaktaáætlun - ekki hægt að opna ósamþykkta vaktaáætlun

Ef vaktaáætlun er hafin og hún ósamþykkt þá er ekki hægt að opna hana. Til að hægt sé að opna hana þarf að breyta stöðu hennar í "Samþykkt".

Í vaktaáætlunarlista birtast þær vaktaáætlanir sem eru læstar með gráum lit en með rauðum lit í dags frá og vaktastöðu svæði.

 

laest_vaktaaaetlun.gif

 

11. Vaktaáætlun – Vinnuborð – Litir á vöktum

Komin ný grúppa ( Litir ) inn á vinnuborði hægra megin yfir ofan vinnuborð. Þar er hægt að skipta yfir á að birta vaktir eftir litum á vaktaflokkum.  

Hægt er að haka bæði við tegund vakta og vaktaflokka og birtast þá vaktirnar með báðum litum.

 

vinnubord_litir_a_voktum.gif

 

Vaktastýringar - Flýtileið

Flýtileið komin í vaktastýringar. Birt í grúppunni Vaktir, fyrir neðan Vaktaáætlun.

 

vaktastyringar_flytileid.gif

 

 

Útgáfa 1.2.0 dagsetning 02.04.2006

 

Helstu breytingar í útgáfu eru:

 

1. Vaktaáætlun - vinnuborð - Afturkalla (undo)

 

undo_vallisti.gif

 

 2. Vaktaáætlun - vinnuborð - Leyfisstaða starfsmanna birt

Í starfsmannaglugganum í vinnuborði vaktaáætlunar er búið að bæta við flipa þar sem hægt er að skoða leyfisstöðu starfsmannsins.

 

vinnub_stm_leyfisstada.gif

 

 

3. Vaktaáætlun - vinnuborð - Sýna hvaða óskir eru uppfylltar

Í vinnuborði er núna teiknaður breiðari rammi utanum þær óskir sem eru uppfylltar.

 

upfyllt_osk.GIF

 

4. Vaktaáætlun - vinnuborð - Birting á ósamþykktri leyfisósk

Ósamþykktar leyfisóskir birtar á vinnuborði í svipuðum lit og samþykktar leyfisóskir. Hægt er að skrá vaktir inn á það tímabil sem inniheldur ósamþykktar leyfisóskir.

 

5. Skýrslur – mönnunarþörf yfir tímabil

Nú er hægt að taka út mönnunarþörf fyrir tímabil óháð vaktaáætlunum og fyrir margar skipulagseiningar. Þessi skýrsla er opnuð úr valslánni vinstra megin í glugga með því að velja Skýrslur - Mönnunarþörf (sjá mynd).

 

skyrslur_monnun_timabil.GIF  

 

6. Vaktastýringar – Hámark í sveigju á óskum

 

Komin er 6 ný svæði inn í Vaktastýringar. Þar eru skilgreind hámörk á sveigju í samþykkt á óskum( í mín). Aðeins notað í óskaferlinu.

Svæðin eru :

 

lengdirvakta.gif

 

Útgáfa 1.1.6 dagsetning 30.11.2005

 

Helstu breytingar í útgáfu eru:

 

1. Vaktaáætlun - Nánar(Breyting á stöðu)

   stofna áætlun fyrir og ef svo er og til er gild mönnunarforsenda þá er hún afrituð niður á þá daga sem vantar mönnunarþörf á.

 

2. Vaktarúllur - Tengja starfsmann við vaktarúllu.

   Í glugganum Vaktarúllur, flipanum  Starfsmenn tengdir rúllu er núna hægt að.

 

tengja_stm_rullu.gif

 

3. Forsendur nýskrá

 

4. Vaktaáætlun

Vaktaáætlun án mönnunarþarfar

 Þeir birtast í rauðleitum lit.

 birtast þá í hægri músarhnapp.

 Áður rúllaðist einungis fyrsta vaktarúllan en ekki sú sem skipt var yfir á.

   

   

Útgáfa 1.1.5 dagsetning 15.9.2005

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í Um glugganum:

 

Útgáfa : 1.1.5

Dagur : 15.9.2005

 

Vaktaáætlun - vinnuborð - Skrá  handvirkt vaktir.

     Birting á færnistigi í vallista þegar það er verið að skrá vaktir á vinnuborði. Færnistig 0 birtist ekki lengur ef sýna allt er valið í síu.

 

Útgáfa 1.1.4 dagsetning 30.8.2005

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í Um glugganum:

 

Útgáfa : 1.1.4

Dagur : 30.8.2005

 

1. Vaktaáætlun - Samþykkja vaktaáætlun.

Núna birtist vinnslugluggi þegar vaktaáætlun er samþykkt eða sett í vinnslu. Samþykktarferli vaktaáætlunar er einfaldað.

 

2. Opna vaktahópa

Hröðun á þessari aðgerð.

 

Útgáfa 1.1.3 dagsetning 1.7.2005

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í Um glugganum:

 

Útgáfa : 1.1.3

Dagur : 1.7.2005

 

1. Vaktaáætlun - Mönnun per dag.

  Útprentun birtir núna hálfan mánuð í einu.

 

2. Vaktarúllur

   Lagfæring á teiknun á löngum vöktum í vaktarúllum.

   Fjöldi vikna svæðið. Hægt sé að tabba sig út úr reitt.

 

3. Vaktaáætlun

   Vinnuborð. Lagfæring - Vaktir birtast í popup glugga ef hægri smellt var á síðasta dag á vaktaáætlun.

   Birting fjarvista dagvinnumanna á vinnuborði. Núna kemur rauður rammi utan um vinnutíma dagvinnumanna á vinnuborði.

 

4. Hjálpin

   Lagfæringar á linkum sem virkuðu ekki.

 

5. Vaktaáætlun - Breyta vöktum

  Bæta við í Færnistig að birta þau færnistig sem eru í mönnun í stað þeirra sem eru skráð á stm.

 

6. Vaktaáætlun - Vinnuborð

  Ekki hægt að skrá fjarvist ef það er óvistaðar vaktir á vinnuborði.

 

 

Útgáfa 1.1.2 dagsetning 16.03.2005

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í Um glugganum:

 

Útgáfa : 1.1.2

Dagur : 16.03.2005

 

1. Vaktaáætlun

Lagfæring á  að rúlla út vöktum á vinnuborði.

Það rúllaðist ekki vakt á fyrsta dag á vaktaáætlun þegar síðasti dagur í vaktarúllu átti að fara á hann.

 

 Lagfæring á sjálfvirkni í óskum.

  Sjálfvirknin ofmannaði stundum þegar óskir voru keyrðar inn sjálfvirkt.

 

Hröðun á opnun vaktaáætlunar.

 

Lagfæring á birtingu fríhelga starfsmanna.

Stundum birtust ekki fríhelgar á ákveðna starfsmenn.

 

Birting á starfshlutfalli á vinnuborði.

Svigi birtist aðeins ef starfsmaður hefur skipt um starfshlutfall innan vaktaáætlunar.

   

Endurhlaða vaktaáætlun.

Stillingar haldast inni. Sama virkni og á milli opnana vaktaáætlunar.

 

Vaktaáætlun röðun.

Hægt að raða starfsmönnum á vinnuborði eftir starfshlutfalli og nafni.

 

2. Vaktarúllur

Komið fellival efst í vaktarúllulista þar sem hægt er að velja rúllur í gildi, ógildar rúllur eða allar rúllur.

 

 

Útgáfa 1.1.1 dagsetning 22.02.2005

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í Um glugganum:

 

Útgáfa : 1.1.1

Dagur : 22.02.2005

 

1. Vinnuborð - Álag utan sumartímabil

Ef skráð er leyfi utan sumartímabils kemur upp gluggi með leyfisstöðu starfsmanns og þar er hægt að velja hvort leyfi er skráð með álagi eður ei.

Samskonar og í Stund.

 

Starfsmadur_fjarvist_alag.gif

 

 

2. Vaktaáætlun - Þrjár nýjar tegundir af vöktum í Vinnu

Gæsluvakt 1, Gæsluvakt 2, Staðarvakt.

Þetta eru valvaktir sem hægt er að skrá á skipulagseininguna í Stund.

Þær vaktir sem eru valdar í Stund birtast í Vinnu.

Það er hægt að skrá stýringar og mönnun á þessar nýju vaktir.

Villuprófun í vaktaáætlun er með sömu virkni og villuprófun á bakvöktum.

 

nyjar_val_vaktir.gif

 

 

3. Vaktaáætlun - Stytta og lengja vaktaáætlun

Núna er  hægt að stytta og lengja vaktaáætlun.

Kominn nýr takki, Lengd, inn í gluggann þar sem staða vaktaáætlunar er breytt.

Hann er virkur ef það eru komnar vaktir á vaktaáætlun og vaktaáætlun ekki samþykkt.

Aðeins er hægt að breyta annari dagsetningunni í einu.

 

breyta_timabili_aaetlunar.gif

 

 

4. Vaktaáætlun

Rúlla út bakvöktum á dagvinnumenn á vöktum.

Núna koma bakvaktir á helgar þegar rúllað er út bakvöktum.

Þegar verið er að eyða vaktaáætlun og það eru komnar vaktaóskir á hana.

Þá kemur melding um að það séu skráðar óskir á vaktaáætlun og val um hvort eigi að halda áfram eða hætta við. Ef haldið er áfram þá er vaktaóskunum eytt.

 

5. Vaktastýringar

Hægt að stækka(resize) gluggann og listar inn í glugga stækka með.

   Inn í vaktasetti er hægt að stækka eftir hluta myndar með splitter sem skiptir glugganum í tvennt.

Skipt um heiti flipa. Vaktasett í sjálfvirkni heitir núna Vaktasett.

 

Vaktastyringar_-_splitter.gif

 

 

6. Login á Vinnu fyrir FJS

Þegar Launafulltrúi FJS loggar sig á kerfið getur hann valið um hvaða stofnun hann vill fara inn á.

 

7. Skýrslan mönnun per dag

Kominn nýr listi hér inn sem birtir yfir og undirmönnun á dag út frá lágmarksmönnun.

Það var bætt við nýju haki þar sem valið er á milli hvort sé verið að skoða

 

Val_Monnun_YUmonnun.gif

 

  Í listanum eru bara birtir þeir dagar þar sem yfir/undirmönnum er meiri heldur en sá fjöldi sem settur er inn í lágm.   klst.

  Undir hverjum degi í listanum eru 2 dálkar Y og U. Y stendur fyrir Yfirmönnun og U undirmönnun.

Neðst í hverjum dálki eru birtar summutölur.

 

YU_dalkar.gif

 

8. Vaktarúllur - Í gildi

Núna er hægt að taka vaktarúllu úr gildi og birtist hún þá ekki í vaktaáætlun.

Í listanum vaktarúllur er hægt að sjá hvort vaktarúlla sé í gildi eða ekki. Já/Nei.

 

Rullur_i_gildi.gif

 

Inn í vaktarúllunni eru komnir 2 nýjir flipar

   Birtir þá starfsmenn sem eru tengdir henni(óháð skipulagseiningu)

   starfsmenn_tengdir_vid_rullu.gif

 

Útgáfa 1.1.0 dagsetning 18.01.2005

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.1.0

Dagur : 18.01.2005

 

1. Vaktaáætlun - Skrá fjarvistir.  

 

      Skrá/Eyða fjarvist  á tímabil.

      Ef hægri smellt er á starfsmann og valið er Skrá / breyta fjarvist þá er hægt að skrá/eyða fjarvist á tímabil.

      

       vinnub_skra_fjarvistir_timabil.gif

      

      Skrá/Eyða fjarvist á vakt.

      Ef hægri smellt er á vakt þá er hægt að skrá/eyða fjarvist á vakt.

      Inn í vakt - nánar glugganum er komin nýr flipi með fjarvistum þar sem birtar eru fjarvistir á vakt.

 

      skra_fjarvist_vakt_valgluggi.gif

 

 2. Vaktaáætlun - Skýrsla - Val um liti á vöktum eftir vaktaflokkum.  

      Inn í vaktastýringum - vaktaflokkar er komið nýtt svæði sem heitir litur. Þar er hægt að velja lit á vaktaflokk.

      Inn í skýrsla áætlun er komið nýtt val sem heitir litir. Þar er hægt að velja um lit eftir tegund vaktar / vaktaflokkum.

      Skýrslan birtist í þeim litum sem valdir eru.

       

      val_uppsetning_skyrsla_aaetlun.gif

 

3.   Vaktaáætlun - Breyta mörgum vöktum.

      Í aðgerðinni Breyta vöktum í vinnuborði er núna hægt að búa til nýjar vaktir. Hægt er að bæta við vöktum fyrir farman

      eða aftan valdar vaktir.

     

      framhaldsvaktir.gif

 

4. Hröðun á skýrslunni mönnun per dag.

    Hröðun þegar verið er að rúlla út vöktum / keyra vaktir sjálfvirkt eða vista vaktir.

 

5. Fellival stækkað í glugganum Skipta um skipulagseiningu.

 

6. Eyða mörgum vöktum starfsmanns.

Opnað fyrir aðgerðina að eyða mörgum vöktum starfsmanns á vaktaáætlun á samþykktum vaktaáætlunum.

 

     image23.gif

 

 

Útgáfa 1.0.18 dagsetning 30.11.2004

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.18

Dagur : 30.11.2004

 

1. Vaktaáætlun - dagplan.

Breyting á texta sem birtist við aukalínur kemur x í staðinn fyrir textann.

Þessi breyting er líka í Vaktaáætlun - skýrsla.

 

2. Vaktaáætlun - vinnuborð.

Það kemur skilaboðagluggi ef reynt er að skrá vakt daginn fyrir byrjunardag áætlunar eða daginn eftir lokadag áætlunar.

 

 

Útgáfa 1.0.17 dagsetning 26.11.2004

 

Útgáfa : 1.0.17

Dagur : 26.11.2004

 

1. Vaktaáætlun - Mönnun per dag.

 

2. Vaktaáætlun

 

3. Vaktaáætlun - Handskráning vakta - Mikil breyting

    Þá birtist sú hæfni og færnistig sem er valin þar.

    Ef 1 hæfni starfsmanns er valin þá birtist hún ekki, heldur bara færnistigin fyrir neðan.

    Ef 1 færnistig starfsmanns er valið þá birtast bara tímar í vaktasetti ekki færnistig

 

4. Vaktaáætlun - skýrsla

 

Útgáfa 1.0.16 dagsetning 27.10.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.16

Dagur : 27.10.2004

 

1. Aðalgluggi

 

2. Vaktaáætlun

Breyting á lestri á vöktum og álagi á vöktum þannig að bakfærslur og færslan sem var bakfærð birtast ekki

  Leiðréttinga á sjálfvirkni í óskum og vöktum sem enda á miðnætti.

Ákveðin skilaboð betrumbætt.

Búið að flýta opnun á skýrslunni þegar verið er að vinna í áætlunum sem ná yfir 2 mán. eða lengri tíma.

Hæfniþáttur og færnistig eru föst í fremstu dálkum þegar farið er fram og tilbaka í skýrslunni.

Nýtt útlit á takka

Starfsmenn sem eru tengdir einhverri rúllu koma í stafrófsröð.

 

3. Vaktahópar

Birtist núna Jón Jónsson nr. 2-1 í stað Jón Jónsson(2-1)

 

4. Skýrslan Símar/hæfni starfsmanna.

 

5. Skýrslan Breytingasaga vaktaáætlunar.

 

 

Útgáfa 1.0.15 dagsetning 8.9.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.15

Dagur : 8.9.2004

 

1. Ný skýrsla Mönnun per dag.

Talningar á vöktum út frá Vaktaflokkum (áður Dag-,kvöld-og næturvinnustýringu).

Talning niður á hvert færnistig niður á hvern dag.

 

2. Stillingar haldist inni á Vaktaáætlun.

Ákveðnar stillingar á vinnuborði,mönnunargrafi og síu haldast núna inni á milli opnana á vaktaáætlun.

Eftirfarandi val á svæðum geymist á milli opnana.

a. Vinnuborð

     Hak við summur.

     Val á upplausn á i vinnuborði

     Upplýsingar í Tími

     Upplýsingar í Val við stofnun vaktar.

b. Mönnunargraf.

     Fylgja vinnuborði

     Fjöldi daga á grafi.

     Summutakki

     Vikudagatakki

      Fjöldatölutakki

      Fela lágmark takki

c.  Sía

     Allt undir Tegund vinnu

     Vaktir - Dagvinna

     Allt undir Óskir.

 

3. Vaktaátætlun

- Sjálfvirkni

  Hægt að keyra sjálfvirkt bak og bundnar vaktir á dagvinnumenn.

  Vaktir eru ekki settar yfir vinnutíma dagvinnumanna.

- Rúlla út vöktum.

  Það kom villa þegar rúllað var út vöktum ef það var ekki búið að skrá tíma

  í vaktarúlluna. Núna kemur melding um það ef reynt er að rúlla út vöktum á tóma rúllu.

  Núna er hægt rúlla út vöktum á hluta vaktaáætlunar.

 

- Melding um Ekki í vinnu.

  Það kom melding á vaktir sem ekki er vinnuskylda á (bak, bundnar og yfir) ef það var sett á helgar

  eða frídaga. Komin lagfæring á þessu.

 

 - Breyttur lestur á vöktum inn í vaktaáætlun.

Vaktir sem birtust ekki áður voru vaktir án vaktaáætlunar sem voru ekki með fjarvist á sér. Þær birtast núna.

 

- Nýr Skilaboðagluggi sem birtist stundum þegar vaktaáætlun er opnuð    

  Hann birtist ef vaktaáætlun er hafin og hún er ósamþykkt.

  Birtist líka ef vaktaáætlun er ósamþykkt og innan við vika til þangað til hún hefst.

  Hann birtist líka ef það er eitthvað óeðlilegt við gögn á vaktaáætlun.

  t.d. vaktir sem tilheyra vaktaáætlun en starfsmaður finnst ekki.

  Starfsmaður með vaktir á ákveðnum hæfniþætti sem er ekki skráður á starfsmann.

 

- Summugluggi birtist ekki í ákveðnum tilfellum. -  Búið að lagfæra.

  Hann birtist ekki þegar hakað var við á mönnunargrafi að fylgja vinnuborði.

 

- Komin ný heiti á 2 skýrslum inn í vaktaáætlun.

Dreifing vakta heitir nú Stm. vaktir

Dreifing færnistiga heitir nú Stm. færnistig

 

- Komið nýtt val inn í takkann gleraugu í vaktaátætlun.

    Vinnuborð og mönnun per dag.

    Það sem er valið þar síðast verður default stilling þegar vaktaáætlun er opnuð næst.

 

4. Vaktastýringar

          - Dag-,kvöld og næturvinnu stýringin heitir nú Vaktaflokkar.

            Texti tímaeining í vaktagerð heitir nú tímaeining í óskum.

 

Útgáfa 1.0.14 dagsetning 30.6.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.14

Dagur : 30.6.2004

 

Skýrsla Dagplan

Settur inn staðfestingarhnappur í stýringarglugga.

Bætt við stýringar þannig að hægt sé að velja um að birta hæfniþátt eða ekki í texta í dagplani.

Bæta við valið auðar línur neðst í dagplani.

 

Útgáfa 1.0.13 dagsetning 24.6.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.13

Dagur : 24.6.2004

 

Leiðréttingarútgáfa vegna útgáfu 1.0.12

 

 

Útgáfa 1.0.12 dagsetning 18.6.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.12

Dagur : 18.6.2004

 

1. Skýrsla áætlun

- Hægt að velja inn tómar aukalínur sem birtast neðst.

- Hægt að velja saman ákveðnar tegundir vinnu til birtingar.(t.d. BA og BU)

- Villa löguð sem kom upp í prentun hjá LSH.

 

2. Vaktaáætlun.

- Vaktavinnumenn sem eru með nei í helgidagafrí og nei í bætingu vinna um helgar en ekki rauða daga.

- Skrá álag á starfsmenn.

Stundum birtist ekkert í listanum þar sem álag er skráð. Það er búið að laga það.

- Sjálfvirkni í óskum og vöktum

Ef valið er að færa óskir á lægra færnistig eða skrá stm á vaktir með lægra færnistigi, þá þurfa ekki öll færnistigin að vera valin innan hæfniþáttarins eins og áður var.

- Vaktarúllur

Þegar er komið inn í vaktarúllugluggann í sjálfvirkni þá er Allar rúllur valið í stað valdar.

 

- Breyting á texta þegar vakt er stofnuð með hægri mús.

Þegar það er hakað við tegund vinnu í val  við stofnun vaktar.  Þá kemur kódi tegund vinnu í stað texta þegar það er hægri smellt með mús.

Gert til að spar pláss.

 

3. Skýrsla dagplan

- Hægt að velja hæfnisþátt

- Hægt að velja inn tómar viðbótarlínur sem birtast innan hverrar grúppu.

 

4. Skýrslan - Dreifing vakta

- Búið að virkja vista takkann þar inni. Var óvirkur áður.

 

 

Útgáfa 1.0.11 dagsetning 12.5.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.11

Dagur : 12.5.2004

 

Breytingar frá síðustu útgáfu:

1.  Vaktaáætlun

- Hægt er að láta mönnunargraf fylgja vinnuborði vaktaáætlunar.

  Kominn rofi á mönnunargraf Fylgja vinnuborði .  

  Ef það er hakað við hann þá fylgir upphafsdagur mönnunargrafs við upphafsdag vinnuborðs.

  Hægt er að fletta í vinnuborði fram og til baka og fylgir graf með. En ekki er hægt að fletta í grafi á grafinu nema taka hakið  af.

 

- Sjálfgefið hak við tímar fyrir ofan vinnuborð farið.

 

- Vaktavinnumenn eru með nei í helgidagafrí og nei í bætingu.

Þeir hegða sér eins og Dagvinnumenn á vöktum.

 

- Dagvinnumenn á vöktum.

Rétt vinnuskylda þeirri birtist í vinnuborðinu.(Vinna ekki á rauðum dögum og um helgar. En vinna hálfan gamlársdag og hálfan aðfangadag).

Það kemur villa á almenna vakt ef hún er sett á þá daga sem þeir vinna ekki á.

 Vöktum er ekki rúllað á þá daga sem þeir hafa ekki vinnuskyldu á.

                     Sjálfvirknin setur ekki vaktir á þá daga sem þeir hafa ekki vinnuskyldu á.

 

-  Gert ráð fyrir að starfsmenn geti farið á milli vinnufyrirkomulaga á vaktaáætlun.

 

-  Kominn gildistími inn í vaktaáætlunina fyrir hæfniþætti og færnistig starfsmanna þannig að skráður upphafs-  og endadagur   

á hæfniþætti og færnistigi er ekki lengur háð upphafs- og endadagsetningu vaktaáætlunar.

 

- Sía lagfærð .Teikning á vinnuborði þegar allt er valið í síu er orðin hraðvirkari.

 

- Sjálfvirkni í óskum og sjálfvirkni á vöktum.

  Kominn nýr takki inn í þá glugga þar sem hægt er að velja tíma úr vaktasettum þegar vaktir eru keyrðar inn.

  Hægt er að velja hæfniþætti og tíma úr vaktasettum þegar vaktir eru settar niður með sjálfvirkninni.

  Hægt er að velja hæfniþætti og tíma úr vaktasettum þegar óskir eru keyrðar inn sjálfvirkt.

 

- Ný aðgerð undir séraðgerðir til að breyta mörgum vöktum.

  Hægt að setja inn skilyrðin

- Val á dögum(mönnunardagar,dagategundir,dagsetningar,vikudagar).

- Vaktatíma sem á að breyta og hvað hann á að breytast í.

- Val á starfsmönnum

 

 - Nýr gluggi fyrir starfsmann á vaktaáætlun.

Ef tvísmellt er á starfsmann eða hægrismellt með mús og valið nánar birtist gluggi með upplýsingum um   starfsmanninn.

 Í þessum glugga eru 4 flipar(Almennt, Skipting vakta ,Stýringar og Villur)

 Í flipanum Almennt er hægt að skoða hæfniþætti, vinnufyrirkomulag, starfshlutfall og reglur starfsmanns.

 Í flipanum Stýringar er hægt að sjá allar stýringar sem hafa áhrif á vaktir starfsmannsins. Bæði þær vaktastýringar sem skráðar eru á skipulagseininguna og einnig þær sem skráðar eru á starfsmanninn í viðveruhluta.

 

2. Vaktastýringar

- Leyfilegt að tengja yfirvinnuvakt við vaktasett.

 

3. Skýrsla - áætlun

- Vaktir sem ná yfir meira en 1 sólarhring birtast núna á skýrslunni.

 

4. Skýrsla - Dreifing vakta

- Nýr dálkur í skýrslunni sem telur saman óskilgreindar vaktir. Þ.e. þær vaktir sem ekki falla undir skilgreinda tíma í vaktastýringunum Dag-kvöld- og næturvinna .

 

 

Útgáfa 1.0.10 dagsetning 27.4.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.10

Dagur : 27.4.2004

 

Breytingar frá síðustu útgáfu:

 

1. Komið nýtt heiti og ný icon í kerfið.

Kerfið heitir nú Vinna og er hluti af Vinnustund.

2. Vaktaáætlun

 - Dagvinnumenn á vöktum

Birtir rétta vinnuskyldu hjá þeim.(Vinna ekki á rauðum dögum og um helgar. En vinna hálfan gamlársdag og hálfan aðfangadag).

Það kemur villa á almenna vakt ef hún er sett á þá daga sem þeir vinna ekki á.

          Það rúllast ekki vaktir á þá daga sem þeir eru ekki með vinnuskyldu á.

          Það eru ekki settar vaktir í sjálfvirkni þá daga sem þeir ekki með vinnuskyldu á.

 

- Sjálfvirkni

Vaktir sem byrja á sama tíma og helgartímabil endar eru ekki skilgreindar sem helgarvaktir.

 

- Búið að létta þegar vakt er nýskráð á vinnuborð. Reyndist vera hægvirkt á stórum áætlunum.

 

- Vinnutími dagvinnumanna sem eru á vinnufyrirkomulagi á X vikum birtist núna rétt á vinnuborði í vaktaáætlun.

  

3. Skýrsla - dagplan

- Stilling á útliti á skýrslu heldur sér þegar verið að prenta út marga daga.

 

4. Vaktastýringar

-  Bætt við valinu "Yfir á þarþarnæsta dag"  inn í fellivalið daga inn í Vaktasett skrá tíma.

                     

5. Ný skýrsla inn í vaktaáætlun sem heitir Dreifing færnistiga.

-Sýnir dreifingu vakta eftir því á hvaða færnistigi starfsmenn eru að vinna.

 

6. Skýrsla áætlun

- Lagfæringar á því þegar skýrslan er vistuð í excel skrá.

 

 

Útgáfa 1.0.9 dagsetning 22.3.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.9

Dagur : 22.3.2004

 

Breytingar frá síðustu útgáfu:

 

1. Vaktaáætlun

- Vinnufyrirkomulag starfsmanna úr viðverukerfið notað.

- Hægt að skrá allar vaktir á Vaktavinnumenn, Dagvinnumenn á vöktum og Tímavinnumenn á vöktum

- Fyrir önnur vinnufyrirkomulög er hægt að skrá yfirvinnuvakt, bakvakt og bundna vakt.

- Fyrir tímavinnumann á vöktum er engin vinnuskylda.

- Til að sjá hvaða vinnufyrirkomulagi starfsmaður tilheyrir er hægt að fara með músarbendil yfir starfsmann á vaktaáætlun og þá birtist hint um það.

- Breytingar á lestri á starfsmönnum. Birtir alla sem eru í vaktahóp þó þeir séu hættir í starfi.

- Fjarvistir dagvinnumanna ekki lesnar.

- Hreinsa vaktir. Núna hverfa ekki læstar vaktir þegar þessi aðgerð er framkvæmd.

 

2. Skýrsla - dagplan

- Dagplan birtir núna vaktir á dagvinnumenn. Gerði ekki áður.

 

3. Vaktarúllur

- Hámark á fjölda daga í rúllu hækkað úr 200 í 300.

 

4. Skýrsla - dreifing vakta

Ný skýrsla inn í vaktaáætlun sem heitir Dreifing vakta.

Sýnir dreifinu vakta eftir dag-, kvöld og næturvinnu stýringu.

 

5. Skýrsla - áætlun

- Allar fjarvistir birtast í sama lit.

- Tegund fjarvistar er komi á leyfisblokkina. Það er sú tegund leyfis sem stm. bað um.

- Hægt að leita eftir ákveðnum hæfnisþætti í skýrslu þannig að það er hægt að prenta út fyrir hvern hæfnisþátt sér.

- Búið að taka örvar út.

- og það birtast núna skammstafanir fyrir aðrar vaktir en almennar vaktir. Þarf að vera fyrir þá sem eru ekki með litaprentara.

 

Útgáfa 1.0.8 dagsetning 27.2.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.8

Dagur : 27.2.2004

 

Breytingar frá síðustu útgáfu:

 

1. Vaktaáætlun

- Leiðrétting á birtingu á starfslokum starfsmanns á vinnuborði vaktaáætlunar.

  Birtist ekki í síðustu útgáfu þegar við settum inn að starfsmaður getur verið í mörgum starfshlutföllum á sömu vaktaáætlun.

- Þegar er verið að breyta samþykktri vaktaáætlun þá hefur stundum komið villa þegar er verið að eyða og breyta vöktum á  vaktaáætlunum. Búið að laga.

- Endurhlaða vaktir

  Ef aðgerðin endurhlaða vaktir var notuð þá varð vista takki virkur. Búið að laga.

- Endurhlaða

  Ef valið var að endurhlaða allt þá margfaldaðist valið inn í fellivalinu gleraugu.

- Birting á orlofi

  Var smáskekkja í birtingu á orlof sem skaraði út fyrir vaktaáætlun(Dags til á áætlun)

  Það birtist ekki réttur tímafjöldi í orlofinu því það vantaði tímafjöldann fyrir síðasta daginn á vaktaáætluninni.

- Ekki birtar fjarvistir sem eru af annarri vaktaáætlun.

  

 

2. Vaktaáætlun - dagplan

    Breytt útlit.

- taka út starfshlutfall, halda dálkinum og setja textann Yv. (sem þýðir yfirvinna í staðinn fyrir %)

- breikka fyrri athugasemdadálkinn.

- stækka letur um 2 punkta

- sleppa textanum 'Aætlun-Dagplan og láta daginn og dags birtast þar - þ.e lengst til hægri. Margar deildar klemma þetta á spjald og þá sást ekki dagurinn

- Hægt að velja um hvort færnistig sé birt á dagplani.

- Ef starfsmaður er á 2 vöktum á sama degi þá koma 2 línur fyrir þann starfsmann.

 

Útgáfa 1.0.7 dagsetning 9.2.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.7

Dagur : 9.2.2004

 

Breytingar frá síðustu útgáfu:

 

Vaktaáætlun - vinnuborð

Vaktaáætlun - dagplan

Vaktaáætlun - skýrsla

Login gluggi

 

 

Útgáfa 1.0.6 dagsetning 4.2.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.6

Dagur : 4.2.2004

 

Breytingar frá síðustu útgáfu:

 

 

 

 

Útgáfa 1.0.5

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.5

Dagur : 02.2.2004

 

Leiðréttingar frá síðustu útgáfu:

 

 

 

 

Útgáfa 1.0.4 dagsetning 21.1.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.4

Dagur :  21.1.2004

 

Lagfæringar og viðbætur í nýjustu útgáfunni eru:

 

Útgáfa 1.0.3 dagsetning 9.1.2004

 

Til þess að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfuna uppsetta skaltu fara í valröndina og velja Hjálp -> Um kerfið.

Þá birtist gluggi þar sem fram kemur útgáfunúmer og dagsetning.

 

Í nýjustu útgáfunni á eftirfarandi að koma fram í glugganum:

 

Útgáfa : 1.0.3

Dagur :  9.1.2004

 

Ef útgáfunúmer og dagsetning stemma ekki við það sem er glugganum Um kerfið hjá þér þá þarftu að sækja nýjustu útgáfuna af vaktakerfinu sjá hér

 

Lagfæringar og viðbætur í nýjustu útgáfunni eru:

 

1. Vaktaáætlun - Skýrsla - áætlun

 

2. Skýrsla - dagplan

3. Vaktaáætlun - mönnunargraf.

Komið nýtt svæði í síuna undir vaktir ef það eru dagvinnumenn á vaktaáætlun.

Svæðið heitir Dagvinna og ef það er hakað við það þá birtast vinnutímar dagvinnumanna á vinnuborði með hvítum bakgrunni.

4.  Vaktaáætlun almenn

 

 

Útgáfa 1.0.2.

 

Breytingar frá útgáfu 1.0.1:

 

1. Vaktaáætlun

2. Skýrsla - áætlun

 

Útgáfa 1.0.1.

 

Breytingar frá útgáfu 1.0.0:

 

1. Vaktaáætlun