Í vinnuborði vaktaáætlunar og flestum öðrum gluggum þar sem hægt er að setja niður vaktir er hægt að afturkalla síðustu breytingar.
Ef keyrð er sjálfvirkni eða vöktum rúllað út þá er hægt að afturkalla allar breytingarnar í einu, annars er bakkað um eina breytingu í einu eða að næsta merki.
Vaktasmiðir
Í
Vinnu kerfisins. Velja Vaktir->Vaktaáætlun->Afturkalla. Einnig er
hægt að afturkalla breytingar í öllum gluggum þar sem afturkalla táknið
er birt .
Afturkalla táknið lítur svona út
Í þessum hnappi eru afturkalla aðgerðirnar. Ef hægri smellt er á hnappinn birtist vallisti yfir þær aðgerðir sem eru mögulegar.
Hægt er að að afturkalla síðustu breytingu, ef verið var að keyra sjálfvirkni eða rúllur eru allar nýskráningar afturkallaðar í einu, annars ein og ein breyting.
Hægt er að setja merki eftir breytingar og bakka síðan um eitt merki í einu.
Dæmi:
Keyrð er niður sjálfvirkni og merki 1 sett.
Settar eru niður 3 vaktir og merki 2 sett.
3 vöktum eytt og merki 3 sett.
Þegar afturkallað er að merki 3 þá er eyðing vaktanna þriggja afturkölluð.
Þegar afturkallað er að merki 2, þá eru nýskráningarnar 3 afturkallaðar.
Ef sjálfvirknin er afturkölluð, þá eru allar vaktirnar sem settar voru niður í sjálfvirkninni afturkallaðar.
Síðasta breyting sem var gerð er birt undir afturkalla merkinu, í þessu tilfelli "Afturkalla eyðingu" þar sem eyðing vakta var síðasta aðgerðin sem gerð var í vinnuborði.
Smellt á "Merkja". Númer á merki birtist, hægt að bæta við texta til nánari skýringar.
Hér er búið að setja 3 merki, hægt að bakka um eitt merki í einu.