Uppástunga um almenna vakt - Hver getur tekið vakt

Ef manna þarf vakt vegna fjarveru starfsmanns er hægt að láta kerfið stinga upp á því hver geti tekið vaktina.

 

Uppástunga úr vinnuborði

Smellt með hægri músarhnapp á þann dag sem setja á vakt niður.

 

uppastunga_smellt_a_dag.gif

 

Uppástunga úr mönnunargrafi

Smellt með hægri músarhnapp á þann dag sem setja á vakt niður.

 

uppastunga_ur_grafi.gif

 

 

Þá kemur uppástunguglugginn.

 

image72.jpg

 

Fyrst þarf að velja tegund vinnu og hæfni. Sjálfgefið er að í valmyndina birtist það sem er valið í síuglugga.

Þegar smellt er á þá hæfni sem setja á vakt á birtist gluggi með vöktum valins dags. Tíminn er lesinn úr vaktastýringum, "

 

stinga_upp_a_velja_vaktir.gif

 

Í síðustu tveimur dálkunum birtist fjöldi starfsmanna sem vantar á vaktina. Fyrri dálkurinn miðar við æskilega mönnun en sá síðari við lágmarksmönnun.

Mínustölur þýða að um yfirmönnun sé að ræða.

 

Hér þar að velja hvar á að setja niður vakt, þ.e. velja þarf eina vakt og flytja yfir í dálkinn valdar vaktir. Vakt er flutt yfir með því að tvísmella á hana eða með því að velja vakt og smella á örvahanppinn. Síðan er smellt á Áfram hnappinn.

 

uppastunga_al_almennt.gif

 

Í vinstri dálk er starfsmannalistinn:

 

Hér birtir kerfið í hægri dálki (Valdir starfsmenn) þá starfsmenn sem hafa hæsta vægi miðað við útreikning á forsendum.

Til að fá upp/fela forsendugluggann er smellt á bláu píluna neðst í vinstra horninu.

 

Í forsendum eru fliparnir "Starfsmenn" (sjá mynd hér að neðan) og "Almennt", sjá mynd hér að ofan.

uppastunga_al_starfsmenn.gif

 

Hægt er að breyta forsendum og uppreiknast þá stuðullinn sjálfkrafa ef valið er "Lifandi" í uppreikna eða þegar smellt er á "Reikna" hnappinn.

 

Vakt er síðan sett niður með því að smella á Nýskrá hnappinn.

 

Nánari upplýsingar um útreikning á forgangi starfsmanna er hægt að sjá hér.