Útreikningur á forgangi í sjálfvirkni

Vaktasmiður getur haft áhrif á það hvað það er sem stýrir forgangsröðun á starfsmönnum sem koma til greina að fá vakt.

Forgangurinn skiptist í :

 

 

sjalfvirkni_allir_forgangsrofar.gif

 

Hér fyrir neðan verður hver og einn forgangur útskýrður og samspil þeirra.

 

Yfir-forgangur

sjalfvirkni_yfirforgangur.gif

 

Yfir-forgangur hefur forgang yfir allar aðrar forsendur.

 

Kerfið byrjar alltaf að athuga hvort einhver forgangur sé merktur yfir-forgangi.

 

Ef svo er fær sá starfsmaður sem uppfyllir yfir-forgang vaktina.

Ef enginn starfsmaður er með yfir-forgang 1 þá er athugað hvort einhver sé með yfir-forgang 2 o.s.frv.

 

Ef fleiri en einn starfsmaður er með yfir-forgang 1 þá er athugað með yfir-forgang 2. Sá sem uppfyllir líka yfir-forgang 2 fær þá vaktina o.s.frv.

Ef búið er að fara í gegnum alla yfir-forgangsrofana sem eru settir og fleiri en einn starfsmaður hafa uppfyllt þá alla, sem sagt jafnir, þá er farið í að skoða stuðlana og þá fær sá vaktina sem hefur hærri stuðul.

 

Yfir-forgangsrofarnir eru settir á eða teknir af með því að tvísmella á yfir-forgangsdálkana fyrir framan viðkomandi forgang.

Einnig er hægt að setja yfir-forgangsorfana á með því að draga þá yfir viðkomandi forgangsdálka.

 

Innbyrðis hlutfall

 

Hér er því stýrt hvernig starfsmönnum er forgangsraðað útfrá stuðli og forgangi þegar verið er að velja hver eigi að fá vakt.

 

%

Ef valið er % þá fer valið eftir samanlögðu vægi stuðuls og forgangs hjá hverjum starfsmanni.

Val á starfsmanni sem taka á vakt fer sem sagt eingöngu eftir prósentuhlutfalli sem sett í forsendur.

 

sjalfvirkni_prosentuval.gif

 

Reiknað er út stuðlum fyrir hvern starfsmann.

Reiknað er út úr forgangi fyrir hvern starfsmann.

Reiknað er út hvað stuðull hefur mikið vægi (prósentuglugginn í grúppunni Stuðull)

Reiknað er út hvað forgangur hefur mikið vægi (prósentuglugginn í grúppunni Forgangur)

Þetta er allt lagt saman og út úr því fæst stuðull fyrir hvern starfsmann.

Starfsmönnum er raðað eftir þessari útkomu og sá sem er efstur í hvert sinn fær vaktina.

 

Efstu

 

Hér er fyrst reiknað út úr stuðli fyrir hvern og einn starfsmann (grúppan Stuðull(vægi)) og þeir settir í valhóp.

 

sjalfvirkni_efstuval.gif

 

 

Síðan er síað úr valhópnum hverjir fara áfram í forgangsútreikning (grúppan forgangur).

Þar er reiknað út úr forgangi hjá hverjum starfsmanni fyrir sig samkvæmt forsendum þar.

Sá starfsmaður sem fær síðan hæstan forgangsútreikning fær vaktina.

Athugið að hér eru engin prósentuhlutföll sett á forgang og stuðul.

 

% er valin þá er viðkomandi prósentufjöldi starfsmanna tekinn úr valhópnum og haldið áfram með hann í forgangsútreikningi.

Ef t.d 10 aðilar eru í valhópnum og sett er inn 50% þá eru það 5 efstu sem fara áfram í forgangsútreikning

 

Fjöldi er valinn þá eru sá fjöldi sem sleginn er inn tekinn áfram í forgangsútreikning (miðað við þá efstu í valhóp).

Ef t.d 10 aðilar eru í valhópnum og talan 5 er í fjölda. Þá fara efstu 5 aðilar úr valhópnum áfram í forgangsútreikning.

 

Ef Allir eru valdir þá fara allir úr valhóp áfram í forgangsútreikning.

 

 

Stuðull (vægi)

 

Ef % er valin í Innbyrðis hlutfalli, þá er hægt að setja vægi á útkomuna úr þessari grúppu, þ.e. hvaða vægi hún hefur á móti því sem kemur úr grúppunni Forgangur.

 

Athugið að ef einhver yfir-forgangur er settur þá er hann tekinn fram yfir þessar stýringar.

 

Hægt er að setja vægi á eftirfarandi atriðið:

 

Hvaða vægi hefur sú prósenta sem starfsmaður á eftir að uppfylla af vinnuskyldunni. Á starfsmaður sem á eftir að uppfylla 30% af vinnuskyldunni að hafa meira vægi en sá sem á eftir að uppfylla 10% af vinnuskyldunni.

Ef ekki er hakað við þá er það ekki tekið með í útreikninginn.

 

Hvaða vægi hefur sá tímafjöldi sem starfsmaður é eftir að uppfylla af vinnuskyldunni. Á starfsmaður sem á eftir að uppfylla 50 tíma að hafa meira vægi en sá sem á eftir að uppfylla 10 tíma af vinnuskyldunni?

Ef ekki er hakað við þá er það ekki tekið með í útreikninginn.

 

Hefur starfsprósenta starfsmannsins eitthvað vægi í útreikningi. Á starfsmaður sem er í 100% starfi að hafa meira vægi en sá sem er í 30 % starfi?

Ef ekki er hakað við þá er það ekki tekið með í útreikninginn.

 

Forgangur:

 

Ef % er valin í Innbyrðis hlutfalli, þá er hægt að setja vægi á útkomuna úr þessari grúppu, þ.e. hvaða vægi hún hefur á móti því sem kemur úr grúppunni Stuðull.

 

Athugið að ef einhver yfir-forgangur er settur þá er hann tekinn fram yfir þessar stýringar.

 

Hægt er að setja eftirfarandi atriði í forgang þegar verið er að velja hver eigi að fá vakt:

 

Reynt að hafa jafna skiptingu vakta eftir vaktaflokkum á milli starfsmanna. Reynt að koma í veg fyrir að einn starfsmaður lendi t.d. nær eingöngu á næturvöktum en annar nær eingöngu á morgunvöktum. Skilgreining á vaktaflokkum er sett í vaktastýringum.

Ef ekki er hakað við þá er ekkert reynt að jafna skiptingu á milli starfsmanna í útreikningi á forgangi starfsmanna.

 

Reynt að setja helgarvakt á starfsmann sem á aðra vakt sömu helgi. Leitast við að koma í veg fyrir að aðeins sé sett ein vakt á starfsmann um helgi.

Hægt að setja yfir-forgang á þennan forgang.

Ef ekki hakað við þá hefur þetta ekkert gildi í útreikningi á forgangi starfsmanna.

 

Reynt að setja næturvakt á þá starfsmenn sem þegar eru komnir með næturvakt. Leitast við að koma í veg fyrir að sett sé ein og ein næturvakt á starfsmann.

Hægt að setja yfir-forgang á þennan forgang.

Ef ekki hakað við þá hefur þetta ekkert gildi í útreikningi á forgangi starfsmanna.

 

Reynt að setja morgunvakt á starfsmann sama dag og næturvakt hefst.

Hægt að setja yfir-forgang á þennan forgang.

Ef ekki hakað við þá hefur þetta ekkert gildi í útreikningi á forgangi starfsmanna.

 

Reynt að setja vakt úr völdum vaktaflokki á starfsmann daginn fyrir óska-frídag.

Hægt að setja yfir-forgang á þennan forgang.

Ef ekki hakað við þá hefur þetta ekkert gildi í útreikningi á forgangi starfsmanna.