Skilgreina vaktaflokka

Hér eru skilgreindir kódar fyrir vaktaflokka sem síðan eru birtir á vaktaáætlun í sjálfsþjónustu.

 

Tímabilin sem eru skilgreind eru einnig notuð í sjálfvirkri vaktaáætlanagerð til að dreifa tímabilum jafnt á einstaklinga. Þetta á að koma í veg fyrir að einn starfsmaður fái t.d. hlutfallslega mun fleiri kvöldvaktir en morgunvaktir.

 

Þetta er ekki skilgreining á því hvenær vaktir eru heldur er verið að skilgreina undir hvaða tímabil sólarhrings vaktir falla.

 

Dæmi:

 

M Morguntími 07:30 - 15:00  þessi skilgreining segir að allar vaktir sem byrja frá  07.30 og fyrir 15:30 tilheyri morguntíma.

K Kvöldtími      15:30 -  19:00 þessi skilgreining segir að allar vaktir sem byrja frá 15:30 og fyrir 20:00  tilheyri kvöldtíma.

N Næturtími    20:00 -  07:00 þessi skilgreining segir að allar vaktir sem byrja frá 20:00 og fyrir 07:30 tilheyri næturtíma.

  

Einnig er skilgreint hvaða tími sólarhringsins er næturvinna.

 

Starfsmenn geta valið að vinna ekki næturvaktir.  Þá les kerfið hér hvaða tími er næturtími og setur þá starfsmenn sem ekki vinna næturvaktir ekki á vaktir á þeim tíma.

 

Tilgangur

 

Skilgreindur kódi tímabila er birtur á vaktaáætlun á vefnum. Einnig notað í sjálfvirkri vaktaáætlanagerð til að dreifa starfsmönnum jafnt á þau tímabil sem sólarhringnum er skipt uppí. Starfsmenn sem ekki vinna næturvaktir eru ekki settir á vaktir á skilgreindum næturtímabilum.

Hægt að prenta út skýrslu samkvæmt litum vaktaflokka.

Hver

Vaktasmiðir.

Hvar gert

Fara í Vinnu,  velja  Forsendur->Stýringar->Vaktastýringar -> Vaktaflokkar

Mögulegar aðgerðir

Nýskrá tímabil

Eyða tímabili

 

Gátlisti - nýskrá

Smelltu á   til að skilgreina nýtt tímabil

    Fylltu út í innsláttarsvæði

    Smelltu á Vista hnapp (hann verður virkur um leið og einhver breyting er gerð).

 

 

 

Svæði

Lýsing

Verður að fylla út

Kódi

Skilgreindur kóði fyrir tímabil

Lýsing

Lýsing á tímabili

Tími frá

Upphaf tímabils

Tími til

Lok tímabils

Litur

Litur sem tákna á tímabilið í skýrslu vaktaáætlunar

Nei, ef ekki fyllt út þá er notaður hvítur litur

Næturvinna

Skilgreint næturvinnutímabil

Aðeins eitt skilgreint næturvinnutímabil er til í einu

Nei

 

 

Gátlisti - eyða

Til að eyða skilgreindu tímabili veldu tímabil úr lista og smelltu á  hnappinn.

      Smella á Vista hnapp

 

 

Efst á síðu