Gera vaktaáætlun úr vaktaóskum

Starfsmaður getur skráð inn óskir um vaktir eða frí í sjálfsþjónustu.

 

Í sjálfvirkri vaktagerð er hægt að breyta óskum um vaktir í vaktir. Óskunum er þá breytt í vaktir eftir þeim mönnunarforsendum sem skilgreindar eru fyrir það tímabil sem óskirnar ná yfir.

 

Punktastaða starfsmanna ásamt mönnunarþörf ræður því hvort hægt sé að uppfylla óskirnar.

Þeir starfsmenn sem hafa hæsta punktastöðu fá þær vaktir sem eru vinsælastar.

Sjá punktakerfi starfsmanns.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir

Hvar gert

Í vaktahluta kerfisins. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun -> Sjálfvirkni -> Vaktaóskir

Áður gert

Skilgreina vaktastýringar

Skilgreina mönnunardaga

Skilgreina mönnunarforsendur

Skilgreina mönnunartímabil

Stofna vaktaáætlun

Setja vaktaáætlun í stöðuna "Óskir" og opna fyrir einhvers konar óskir.

Skrá vaktaóskir

Gátlisti

Velja vaktaáætlun

Setja vaktaáætlun í stöðuna Í vinnslu áður en kerfið er látið úthluta vöktum samkvæmt óskum.

Opna vinnuborð

Velja Vaktaóskir úr borðanum Aðgerðir (Mynd 2)

Velja hvort nota eiga flipa eða Áfram hnapp (Mynd 3a og 3b)

Velja tímabil sem vinna á með og tegund vinnu (Mynd 4)

Velja hæfni (Mynd 5)

Velja tíma úr vaktasettum (Mynd 6)

Velja starfsmenn og keyra óskir (Mynd 7)

Úttaksglugginn (Mynd 8)

 

 

ATHUGIÐ AÐ VAKTAÁÆTLUN VERÐUR AÐ VERA Í STÖÐUNNI "Í VINNSLU" ÞEGAR VAKTAÓSKIR ERU KEYRÐAR INN. Í ÞEIRRI STÖÐU ER VINSÆLDARSTUÐULL VAKTA REIKNAÐUR ÚT.

 

 

 

 

 

 

Mynd  2. Velja Óskir í flipanum Aðgerðir.

 

Fyrst þarf að velja hvort nota eigi flipa til að fara á milli glugga eða Áfram og Bakka hnappa.

 

 

 

Mynd 3a. Hér er hakað við að nota eigi flipa. Þá er flakkað á milli glugga með því að smella á viðkomandi flipa.

 

 

 

Mynd 3b. Hér er ekki hakað við Sýna flipa, Áfram hnappur því sýnilegur en engir flipar. Áfram og Bakka hnappar eru þá notaðir við að fara á milli glugga.

 

 

 

Mynd 4. Hér þarf að velja tímabil sem setja á vaktir á.

 

  1. Ef hakað er við Nota vaktaáætlun þá er allt tímabil vaktaáætlunar notað. Ef ekki virkjast hnappar 2,3 og 4 og hægt er að velja tímabil innan vaktaáætlunar. Sjálfgefin stilling er hak í Nota vaktaáætlun.

  2. -  4.  Með þessum hnöppum er hægt að fara fremst og aftast í áætlun og færa sig fram og tilbaka um einn dag í einu.

5.  Velja þarf þá tegund vinnu sem vinna á með. Hvernig vaktir á að setja niður. Fara í næsta glugga.

 

 

Mynd 5. Velja hæfniþættir sem vinna á með.

 

Mögulegir hæfniþættir birtast í listanum vinstra megin. Mönnunarforsendur stýra því hvaða hæfniþættir birtast í lista. Aðeins þeir hæfniþættir og færnistig sem mönnun hefur verið skilgreind fyrir koma til greina.

 

Hægt er að færa hæfniþættina á milli með því að velja þá úr lista og smella á hnappinn með einni ör. Þá flytjast valdir hænfiþættir yfir. Hægt er að velja marga með því að halda niðri Ctrl eða shift hnappnum.

Allir hæfniþættir eru fluttir á milli dálka með því að smella á hnappinn með tveimur örvum.

 

Hægt er að velja um hvort breyta megi óskum í vaktir með lægra færnistigi en skráð er á starfsmann,haka í “Leyfa að breyta óskum í vaktir með lægra færnistig en skráð er á starfsmann”.

Það þýðir að ef fleiri sækja um vakt en mönnunarþörf segir til um má setja starfsmann á vakt með lægri færni en skráð er á hann.

 

Örin Rofar(neðst til vinstri) felur/birtir rofa.

Fara í næstu mynd eftir að hæfniþættir hafa verið valdir.

 

 

Sjálfgefið kemur glugginn Tímar úr vaktasetti auður, þ.e. reynt er að uppfylla vaktaóskir miðað við mönnunarþörf, óháð vaktasettum.

Ef hakað er í Nota val þá kemur upp valgluggi þar sem hægt er að velja ákveðnar vaktir úr vaktasettum.

 

 

Mynd 6. Velja tíma úr vaktasetti til að setja vaktir á.

 

Hér er hægt að velja ákveðnar vaktir. Aðeins er reynt að uppfylla óskir um valda vaktatíma. Vaktir eru fluttar úr vinstri dálki (Vaktir) yfir í dálkinn hægra megin (Valdar vaktir).

 

Hægt er að velja úr lista með músinni (hægt að velja margar með því að halda niðri Ctrl hnappnum) og smella á örvarhnapp (ein ör) og flyst valið yfir í dálkinn Valdar vaktir. Hægt er að flytja allar vaktirnar með því að smella á hnappinn með tveimur örvum.

 

Fara í næstu mynd.

 

 

Mynd 7. Velja starfsmenn sem setja á vaktir á.

 

Velja starfsmenn, reynt verður að uppfylla óskir valinna starfsmanna.

Hægt er að velja úr lista með músinni (hægt að velja marga með því að halda niðri Ctrl eða shift hnappnum).

Smella á hnappinn með einni ör, þá flyst valið yfir í dálkinn Valdir starfsmenn. Hægt er að flytja alla með því að smella á hnappinn með tveimur örvum.

 

Fara í næstu mynd.

 

 

Mynd 8. Úttaksglugginn

 

Þegar smellt er á "Keyra" hnappinn er leitast við að breyta vaktaóskum valinna starfsmanna í vaktir útfrá mönnun, punktastöðu, vaktastýringum og rofum.

Í úttaksglugganum sést hvað hefur verið valið í hverjum glugga, tegund vinnu, hæfni og starfsmenn (smella á plúsana til að opna val).

 

Óskirnar eru keyrðar inn vélrænt.

 

Birtar eru niðurstöður, þ.e. hve margar vaktir voru settar niður og á hve marga starfsmenn.

Hve margar vaktir voru settar á hvern starfsmann og hve mikið af hans vinnuskyldu er uppfyllt.

Efst í hægra horninu er hægt að afturkalla síðustu keyrslu, breyta stýringum keyra síðan aftur.

 

Rofar:

Villuleita: Ef hakað við þá er athugað hvort vaktaóskin brjóti einhverjar vaktastýringar áður en vaktin er sett niður. Ef hún brýtur einhverjar stýringar er hún ekki uppfyllt.

 

Virða vinnuskyldu á viku: Hámarksfjöldi vinnustunda á viku  í vaktastýringum er aldrei brotinn.

Ef hakað er þennan rofa þá eru ekki settar niður vaktir sem brjóta hámarksfjölda vinnustunda á kjarasamningi (stýring í Stund).

 

Sveigja í mati á uppfyllingu óska: Ef hakað við þá á að  taka tillit til  sveigju við mat á því hvaða óskir teljist uppfylltar óskir.

Hvað á að teljast uppfyllt ósk:

Dæmi:

Ef starfsmaður á ósk frá 08:00 – 16:00 en er settur á vakt frá 07:30 – 15:30 þá telst óskin uppfyllt ef sveigja í óskum (í vaktastýringum) er hálftími.

Ef ekki er hakað við þennan rofa þá eru aðeins þær óskir sem hafa sama upphafs- og endatíma og vaktin taldar uppfylltar.

Dæmi:

Starfsmaður á ósk frá 08:00 – 16:00 en er settur á vakt frá 07:30 – 15:30. Þessi ósk yrði ekki talin uppfyllt ef ekki væri hakað í þennan rofa.

 

Sveigja vaktir: Rofi sem stýrir því hvort nota eigi sveigju í stýringum við uppfyllingu vaktaóska..

Dæmi:

A: Ósk 08:00 - 16:00

B: Ósk 08:00 - 16:00

C: Ósk 08:00 - 16:00

 

Mönnun gerir ráð fyrir 2 starfsmönnum milli 15:00 - 16:00.

Ef ekki er hakað í rofann sem leyfir að uppfylla óskir með tilliti til sveigju væri

ekki hægt að uppfylla nema 2 óskir, einni yrði hafnað.

Ef hakað er við rofann og sveigjan er klukkutími þá er hægt að uppfylla allar óskirnar

með því að stytta eða lengja eina ósk.

Ef t.d. ósk B yrði stytt um klukkutíma, þá væri hægt að uppfylla allar óskirnar.

 

Dæmi:

Starfsmaður setur inn vaktaósk frá 8:00 – 16:00.

Í sveigju eru settar 60 mín.í flýtingu á endatíma og 60 mín í styttingu. Það má sem sagt færa vaktina, stytta hana um klukkutíma og láta henni ljúka klukkutíma fyrr.

 

Hægt er að sýna/fela rofa í sjálfvirkni með því að smella á bláu örina neðst í vinstra

horninu.

 

ATHUGIÐ AÐ VAKTAÁÆTLUN VERÐUR AÐ VERA Í STÖÐUNNI "Í VINNSLU" ÞEGAR VAKTAÓSKIR ERU KEYRÐAR INN. Í ÞEIRRI STÖÐU ER VINSÆLDARSTUÐULL VAKTA REIKNAÐUR ÚT.

 

 

 

 

Efst á síðu