Byrjað er á að skilgreina mönnunardaga áður en hægt er að skilgreina mönnunarforsendur. Fyrir hvern mönnunardag eru mönnunarforsendur skilgreindar og dagurinn síðan tengdur mönnunartímabili. Mönnunardagur er tengdur mönnunartímabili með dagategundum sem skilgreindar eru í kerfinu. Hægt er að breyta þessari tengingu handvirkt.
Í vinstri hluta gluggans á Mynd 1 að neðan eru mönnunardagar skilgreindir. Í hægri hluta gluggans er stýring á því hvernig mönnunardagar eru tengdir dögum í mönnunartímabili.
Ef allir dagar á skipulagseiningu eru með eins mönnun þá þarf bara að skilgreina einn mönnunardag. Þessi dagur væri þá tengdur við allar dagategundir í kerfinu.
Ef mönnun um helgar er t.d. öðruvísi en mönnun virka daga þá þarf að skilgreina tvo mönnunardaga, þ.e. Helgarmönnun og Virkir dagar.
Helgarmönnun væri þá tengd við vikudagana laugardaga og sunnudaga (sjá Mynd 1.).
Virkir dagar væru þá tengdir við aðra vikudaga (sjá Mynd 1.)
Skilgreina þarf mönnunardaga áður en hægt er að skilgreina mönnunarforsendur.
Vaktasmiðir.
Tvær leiðir til að skilgreina mönnunardaga.
Fara í Vinnu. Velja úr vallista Forsendur ->Stýringar->Mönnunardagar
Fara í Vinnu. Velja Forsendur->Stýringar -> Vaktastýringar -> Mönnunardagar.
Smelltu á Skrifaðu
heiti á nýjum mönnunardegi. Vista hnappurinn verður virkur ef einhver
breyting er gerð.
Mynd 1. Nýr mönnunardagur skráður.
Smelltu
á hnapp eða tvísmelltu á kassa
undir "Litur" til að velja lit á mönnunardag. Liturinn er notaður
til að tákna mönnunardaginn í vinnuborði vaktaáætlunar og í sjálfsþjónustu
á vef.
Undir "Vikudagur" eru vikudagar tengdir við mönnunardaga sem búið er að búa til (eru í listanum vinstra megin).
Undir "Hátíðis- og sérstakir frídagar" eru hátíðis og sérstakir frídagar tengdir við mönnunardaga sem hafa verið skilgeindir (listinn lengst til vinstri í glugganum).
Smella verður á “Vista” hnapp til að tenging mönnunardags við daga í mönnunartímabili taki gildi.
Með því að smella á "Nánar" er
hægt að tengja hátíðis- og sérstaka frídaga niður á vikudaga.
Í þessu dæmi er búið að velja "Sérstakur frídagur" hægt er að tengja hann við mismunandi mönnunardaga niður á vikudaga.
Hér er sérstakur frídagur sem lendir á mánudegi tengdur við mönnunardaginn "Virkir dagar" en sérstakur frídagur sem lendir á laugardegi tengdur við mönnunardaginn "Laugardagar".
|
Til þess að eyða tengingu við mönnunartímabil skaltu velja dag sem þú vilt aftengja og taka hakið af viðkomandi tengingu. Í dæminu hér á myndinni er mönnunardagurinn "Laugardagar" valinn, ef hakið við vikudaginn laugardag er tekið af hefur tengingu verið eytt. Staðfesta þarf eyðingu með því að smella á "Vista" hnappinn.
Mynd 2. Aftengja mönnunardaga við daga í mönnunartímabili.
Til þess að eyða mönnunardegi veldu mönnuunardag
til að eyða úr lista og smelltu á hnappinn
og staðfestu síðan hvort eyða eigi valinni færslu
Smella verður á “Vista” hnapp til að eyðing á mönnunardegi taki gildi.
Mynd 3. Völdum mönnunardegi eytt.
|