Almennt um mönnunarþörf

Mönnunarþörfin stýrir því hve marga starfsmenn þarf með ákveðna hæfni til vinnu á hverjum tíma.

Mönnunarþörfin er samsett úr mönnunardögum, mönnunarforsendum og mönnunartímabili. Þessir þættir saman ákveða mönnunarþörfina í hvert sinn.

 

Mönnunarþörfin er notuð til að deila vöktum niður á starfsmenn þegar vaktaáætlun er gerð þannig að hægt sé að setja starfsmenn með ákveðna hæfni á vaktir samkvæmt þörf á hverjum tíma.

 

Áður en hægt er að setja vaktir á starfsmann þarf að skilgreina hæfni fyrir hann. Hæfni er ýmist skráð á starsfmann í starfsmannakerfi eða í VinnuStund, það fer eftir uppsetningu.

 

Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir hvaða skref þarf að framkvæma við skilgreiningu á mönnunarþörf.

 

 

 

Mönnunardagur

Fyrir hvern mönnunardag eru skilgreindar mönnunarforsendur. Mönnunardagar eru síðan tengdir við mönnunartímabil.

Mönnunarforsendur

Fyrir hvern tíma mönnunardags er skilgreint hve marga starfsmenn þarf með ákveðna hæfni

Mönnunartímabil

Mönnunardagar eru tengdir við dagategundir í mönnunartímabili.

 

Mönnunarforsendur eru afritaðar yfir á valið tímabil og verður þá til mönnunartímabil.

Þetta gerist sjálfkrafa. Þegar vaktaáætlun er búin til er sú mönnunarþörf sem er í gildi afrituð yfir tímabil vaktaáætlunar.