Skilgreina mönnunarforsendur

Mönnunarforsendur segja til um hve marga starfsmenn með ákveðna hæfni þarf á á hverjum tíma á hvern skilgreindan mönnunardag.

 

Aðeins ein mönnunarforsenda getur verið gild fyrir hverja tegund vinnu í einu. Gild mönnunarforsenda er tengd mönnunartímabili.

 

Sjálfvirk vaktagerð notar þá mönnunarþörf sem skilgreind er í mönnunarforsendum við að setja fólk á vaktir.

Tilgangur

Skilgreina þarf mönnunarforsendur fyrir hvern skilgreindan mönnunardag til þess að hægt sé síðan að tengja þær við mönnunartímabil.

Hver

Vaktasmiðir.

Hvar gert

Fara í Vinnu. Velja úr vallista Stýringar->Mönnun->Forsendur

Áður gert

Skilgreina mönnunardaga

Mögulegar aðgerðir

Nýskrá mönnunarforsendu

Skrá forsendur á mönnunardag

Eyða mönnunarforsendu

Skoða graf           

 

Gátlisti - Nýskrá mönnunarforsendu

Smella á hnapp (Mynd1)

Skrá heiti, tegund vinnu og haka við "Í gildi" ef mönnunarforsendan er í gildi. (Mynd1)

Vista færslu

Loka glugga

 

 

 

 

Mynd 1. Nýskrá mönnunarforsendur

 

Setja inn nafn, tegund vinnu og haka við "Í gildi" ef forsendan er í gildi. Athugið að það er aðeins hægt að hafa eina forsenda fyrir hverja tegund vinnu  í gildi í einu.

Vista hnappurinn verður virkur um leið og einhver breyting er gerð.

 

 

Gátlisti - Skrá forsendur á mönnunardag

Opna mönnunarforsendu (breyta hnappur / tvísmella á lista)

Smella á <plús> hnappinn

Skrá í svæði (Mynd 2)

Vista færslu

 

Mönnunarforsendur eru skilgreindar niður á tegund vinnu, hæfniþátt og færnisstig.

Settur er inn sá fjöldi starfsmanna með ákveðna hæfni og getu sem þarf á hverjum tíma sólarhringsins.

Í skráningarglugga er birt sú hæfni og færni sem valin er í flipum fyrir neðan skráningarmyndina, sjá Mynd 2.

 

 

Mynd 2. Skrá forsendur á mönnunardaga. Mönnunarforsendur skilgreindar eftir tegund vinnu, hæfni og getu

 

Nýskrá

Ef ekki er búið að skrá neitt á mönnunardaginn þarf fyrst að velja hæfni til að virkja skráningarhnapp.

 

 

Hæfniþáttur og færnistig valið, skráningarhnappur orðinn virkur.

 

Smellt á nýskrá hnappinn.

Ný færsla verður til undir þeirri færni sem er valin í skráningarglugga.

Sjá mynd, þar verður til ný færsla undir færni 2.

 

 

 

Skrá mönnun á hæfni og færni sem ekki er til fyrir.

 

Smella á þennan hnapp til að fá upp vallista yfir hæfni og færni.

 

Velja hæfni og færni sem ekki er til í skráningarglugga fyrir.

 

Eyða

Færsla sem á að eyða er valin og smellt á eyða hnappinn.

 

 

 

Svæði

Skýring

Verður að skrá

Tími frá

Hvenær forsendan tekur gildi á skilgreindum mönnunardegi.

Tími til

Hvenær forsendan hættir að vera í gildi innan skilgreinds mönnunardags

Fjöldi

Æskilegur fjöldi starfsmanna á tímabili

Lágmarksfjöldi

Lágmarksfjöldi starfsmanna á tímabili.

 

Gátlisti - Skoða graf

Birt er graf þar sem fram kemur lágmarksmönnun (rautt) og æskileg mönnun (rautt + grænt).

Mönnunargraf birtir mönnun niður á valda hæfni og færni (hæfni og færni er valin undir skráningarglugganum)

 

 

Mynd  3. Graf sem sýnir lágmarksmönnun og æskilega mönnun niður á færnistig.

 

 

 

Gátlisti - Eyða mönnunarforsendu

Velja forsendu úr lista

Smella á Eyða hnapp (mínus hnappur)

Staðfesta eyðingu á færslu

 

 

Efst á síðu