Mönnunarforsendur eru afritaðar yfir á mönnunartímabil og þar með hefur hver dagur tímabilsins sína skilgreindu mönnunarþörf. Síðan er hægt að breyta mönnunarþörf fyrir einstaka daga ef með þarf.
Aðeins ein mönnunarforsenda er í gildi fyrir hverja tegund vinnu.
Þegar forsendur eru afritaðar yfir á mönnunartímabil þá eru allar forsendur sem í gildi eru afritaðar í einu. Ekki er hægt að afrita mönnunarforsendur fyrir aðeins eina tegund vinnu.
Svartur texti í mönnunartímabili merkir að mönnunarforsendur séu á bakvið þá daga. Nöfn á þeim mönnunarforsendum sem voru afritaðar eru birtar í dálkinum Mönnunarforsendur.
Blár texti í mönnunartímabili merkir að engar mönnunarforsendur séu á bakvið þá daga. Dálkurinn Mönnunarforsendur er þá einnig auður.
Þegar ný vaktaáætlun er búin til afritar kerfið sjálfkrafa allar gildar mönnunarforsendur yfir á tímabilið. Notendur þurfa að afrita sjálfir ef gerðar eru breytingar á gildandi forsendum sem hafa verið afritaðar.
Afrita gild forsendusniðmát yfir á mönnunartímabil.
Vaktasmiðir
Fara í Vinnu. Velja úr vallista Forsendur->Mönnun->Almanak
Velja tímabil úr lista (Mynd 1)
Haka við þá daga sem á að afrita forsendur á (dálkurinn Val)..
Smella á <Afrita> hnapp (Mynd 1)
Afrita mönnunarforsendur sem eru í gildi (Mynd 2)
Staðfesta afritun(Mynd 2)
Mynd 1. Mönnunartímabil – listi
Hvítur bakgrunnslitur á færslum þýðir að um helgi sé að ræða.
Feitletraður texta merkir að engar forsendur séu á bakvið viðkomandi dag.
Svæði |
Lýsing |
Val |
Hakað við ef afrita á forsendur yfir á þennan dag |
Dagsetning |
Dagsetning |
Dagategund |
Dagategund skilgreind í kerfinu |
Mönnunardagur |
Mönnunardagur sem búið er að tengja við þennan dag. Hægt að breyta. |
Breytt |
Hefur mönnunarforsendum þessa dags verið breytt Já/Nei |
Almenn vakt |
Heiti á mönnunarforsendu sem er í gildi fyrir Almenna vakt |
Bakvakt |
Heiti á mönnunarforsendu sem er í gildi fyrir Bakvakt |
Bundin vakt |
Heiti á mönnunarforsendu sem er í gildi fyrir Bundna vakt |
Mynd 2. Mönnunartímabil – staðfesta afritun
Ef afritun er staðfest þá afritast þær mönnunarforsendur sem eru í gildi yfir á það mönnunartímabil sem hakað er við í lista.
Athugið að aðeins er hægt að afrita allar mönnunarforsendur sem eru í gildi.
|