Afrita mönnunarforsendur yfir á mönnunardaga

Mönnunarforsendur eru afritaðar yfir á mönnunartímabil og þar með hefur hver dagur tímabilsins sína skilgreindu mönnunarþörf.

 

Síðan er hægt að breyta mönnunarþörf fyrir einstaka daga ef með þarf.

Það er gert með því að  afrita mönnunarforsendur frá einum mönnunardegi til annars.

Tilgangur

Afrita mönnunarsniðmát frá einum mönnunardegi yfir á annan.

Hver gerir

Vaktasmiðir.

Hvar gert

Fara í Vinnu. Velja úr vallista Stýringar->Mönnun->Forsendur.

Áður gert

Skilgreina mönnunardaga

Skilgreina mönnunarforsendur

Gátlisti

Opna þá mönnunarforsendu sem afrita á forsendur yfir á (Mynd 1)

Velja þann mönnunardag sem afrita á forsendur á(Mynd 1)

Smella á <Afrita> hnapp (Mynd 1)

Velja frá hvaða mönnunardegi á að afrita forsendur (Mynd 2)

Staðfesta afritun með því að smella á “Afrita” (Mynd 2)

Vista breytingar

 

 

Mynd 1. Valin mönnunarforsenda opin og mönnunardagur valinn

 

 

 

 

Mynd 2. Afrita mönnunarforsendur

 

Til þess að afrita forsendur er smellt á  “Afrita” hnappinn.

Þá afritast í þessu dæmi forsendur frá mönnunardeginum "föstudagar" yfir á "Helgar-helgidagar".

Smella þarf á “Vista” hnappinn til að afritunin taki gildi og staðfesta síðan vistun á breytingum.

 

Til baka efst í skjal