Punktastaða er umbunarkerfi sem reiknast út frá því hvort starfsmaður fær óskir um vaktir eða staka frídaga uppfylltar eða ekki.
Starfsmenn geta sett fram óskir um vinnu eða um frí á tilteknum dögum. Þannig skrá þeir í sjálfsafgreiðslu óskir fyrir tiltekna daga.
Við sjálfvirka áætlunargerð er tekið tillit til óska starfsmanna og punktafjölda þeirra. Punktastaða starfsmanna breytist eftir því hvort óskir eru uppfylltar eða ekki og eftir vinsældum vinnutíma sem beðið er um.
Punktastaðan ræður forgangsröðun starfsmanna til vinnutíma. Ef fleiri biðja um vakt eða vinnutíma en þörf er á, fá þeir starfsmenn sem eru með bestu punktastöðuna vinnutímann, öðrum er hafnað. Þetta sama gildir líka um óskir um frídaga.
Starfsmenn óska sér vakta og fría af vefnum.
Óskir um vaktir eru eftir tegund vinnu.
Óskir um frí eru óháðar tegund vinnu.
Vaktasmiður eða yfirmaður skipulagseiningar getur síðan keyrt inn óskir sjálfvirkt í vaktahlutanum Vinnu. Kerfið tekur mið af punktastöðu starfsmanns, hæfniþætti og færnistigi.
Þegar vaktaáætlun er samþykkt þá er punktastaða starfsmanna uppfærð miðað við óskir um frí og vaktir sem hann fékk uppfyllt á tímabilinu.
Vaktaósk telst uppfyllt ef starfsmaður hefur samsvarandi vakt (sömu byrjunar og endatímar), fyrir sömu tegund vinnu. (Óháð því hvort vaktin er skráð á lægri getu).
Í vaktastýringum er hægt að setja inn sveigju við uppfyllingu vaktaóska.
Fríósk telst uppfyllt ef starfsmaður er í fríi allan þann tíma sem sem óskin nær yfir.
Ef starfsmaður fær vinsæla vakt fær hann mínuspunkta (umframóskir miðað við mönnunarforsendur)
Ef starfsmaður biður um óvinsæla vakt fær hann plúspunkta (óskir ná ekki upp í mönnunarþörf).
Ef starfsmaður fær ekki vaktaósk uppfyllta verður engin breyting á punktastöðu ef vinnutíminn er vinsæll. Punktarnir sem hann fær taka mið af vinsæld vinnutímans (hve margir biðja um vaktina ).
Reiknaður er út vinsældarstuðull fyrir hvern klukkutíma á vaktatímabilinu eftir því hvort óskir eru fleiri eða færri en mönnunarþörf gerir ráð fyrir.
Taflan að neðan sýnir hvernig vinsældarstuðull er fundinn út:
Tímaskeið |
23:00-8:00 |
8:00-16:00 |
16:00-23:00 |
Mönnunarþörf |
2 |
6 |
4 |
Fjöldi óska |
3 |
3 |
4 |
Vinsældarstuðull (umfram eða undir) |
50% (-0,5) |
-50% (0,5) |
0% (0) |
Breyting á punktastöðu hjá þeim sem fá vakt |
-0,5 |
0,5 |
0 |
Breyting á punktastöðu hjá þeim sem fá ekki vakt |
0 |
0,5
|
|