Vaktaáætlun er gerð fyrir ákveðið tímabil og ákveðinn hóp starfsmanna sem kallast vaktahópur.
Athuga þarf að tímabil vaktaáætlana (dags frá og dags til) fyrir sama vaktahóp má ekki skarast.
Vaktasmiðir
Í Vinnu. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun
Skilgreina vaktastýringar fyrir skipulagseiningu
Skilgreina vaktastýringa fyrir starfsmann
Skilgreina þarf eftirfarandi stýringar á starfsmanninn í viðveruhlutanum Stund:
Opna lista yfir vaktaáætlanir
Stofna áætlun
Stofna framhald fyrir vaktahóp
Stofna nýja vaktaáætlun
Smella á hnappinn
Fylla út í svæðin:
Heiti
Vaktahópur
Dags frá
Dags til og með
Vaktastaða - velja Í vinnslu eða Óskir fyrst þegar áaætlun er búin til
Vista vaktaáætlun.
Listi yfir vaktaáætlanir opnast þegar farið er í Vaktir->Vaktaáætlun.
Listinn er flokkaður erftir ártölum. Smella á plúsinn fyrir framan ártal til að fá upp áætlanir sem tilheyra því ári.
Smellt er á hnappinn til
að stofna vaktaáætlun.
Svæði sem fylla þarf út þegar stofnuð er ný vaktaáætlun.
Þessi svæði þarf alltaf að fylla út:
Nafn á svæði |
Skýring |
Heiti |
Nafn á vaktaáætlun |
Vaktahópur |
Vaktahópur valinn úr fellilista |
Dags frá |
Byrjunardagsetning vaktaáætlunar.Sjálfgefið gildi er dagurinn í dag |
Dags til og með |
Lokadagsetning vaktaáætlunar. Athugið að þessi dagsetning er talin með í áætlun.Sjálfgefið gildi er dagurinn í dag. |
Vaktastaða |
Upphafsstaða vaktaáætlunar er "Í vinnslu” |
Lokað fyrir skráningu á sjálfsþjónustu á vef |
Hér er lokað fyrir skráningu í sjálfsþjónustu á vef. Þegar opnað er fyrir óskir þá þarf að taka hakið af þeim tegundum vaktam sem leyfa á skráningu óska á. |
Ef staða vaktaáætlunar er breytt í óskir þarf að fylla út þetta svæði:
Nafn á svæði |
Skýring |
Dags. frests á óskum |
Lokadagur til að skila inn óskum |
Opna fyrir þá skráningu sem leyfa á í sjálfsþjónustu á vef. |
Opnað er fyrir skráningu í sjálfsþjónustu á vef á þeim tegundum vakta sem leyfa á að skrá óskir á. |
Ef staða vaktaáætlunar er uppkast þarf að fylla út þessi svæði:
Nafn á svæði |
Skýring |
Dags frests á ath. |
Setja þarf inn lokadagsetningu á athugasemdum. |
Uppkast birtist á vef
|
Hvenær uppkast vaktaáætlunar er birt á vef. Starfsmenn sjá þá áætlun í sjálfsþjónustu og geta gert athugasemdir við hana. |
Ef staða vaktaáætlunar er samþykkt þarf að fylla út þetta svæði:
Nafn á svæði |
Skýring |
Dags útgefin |
Dagsetning á útgáfu vaktaáætlunar. Starfsmenn sjá samþykkta vaktaáætlun í sjálfsþjónustu. Vaktir birtast í tímauppgjörsmyndum starfsmanna. |
Athugið að vaktaáætlun tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið vistuð.