Stofna vaktaáætlun

Vaktaáætlun er gerð fyrir ákveðið tímabil og ákveðinn hóp starfsmanna sem kallast vaktahópur. 

Athuga þarf að tímabil vaktaáætlana (dags frá og dags til) fyrir sama vaktahóp má ekki skarast.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir

Hvar gert

Í Vinnu. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun

Áður gert

Skilgreina vaktastýringar fyrir skipulagseiningu

Skilgreina vaktastýringa fyrir starfsmann

Skilgreina þarf eftirfarandi stýringar á starfsmanninn í viðveruhlutanum Stund:

  1. Vinnutímaskipulag( Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn vinnufyrirkomulag),á starfsmaður að fá greidda bætingu eða ekki.
  2. Hvort starfsmaður vinni vaktir(Starfsmenn->Starfsmenn-> Nánar myndin)
  3. Setja þarf vaktastýringar á starfsmann ef við á (Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn Vaktastýringar)
  4. Ef starfsmaður á að fá helgidagafrí þarf að tengja þá leyfistegund á hann (Starfsmenn->Leyfi)

Vaktahópur stofnaður

Gátlisti

Opna lista yfir vaktaáætlanir

 

 

Stofna áætlun

 

 

Stofna framhald fyrir vaktahóp

 

Stofna nýja vaktaáætlun

Smella á hnappinn

 

Fylla út í svæðin:

Heiti

Vaktahópur

 Dags frá

 Dags til og með

 Vaktastaða - velja Í vinnslu eða Óskir fyrst þegar áaætlun er búin til

 

Vista vaktaáætlun.

 

Listi yfir vaktaáætlanir opnast þegar farið er í Vaktir->Vaktaáætlun.

Listinn er flokkaður erftir ártölum. Smella á plúsinn fyrir framan ártal til að fá upp áætlanir sem tilheyra því ári.

 

 

 

Smellt er á hnappinn  til að stofna vaktaáætlun.

 

 

 

Svæði sem fylla þarf út þegar stofnuð er ný vaktaáætlun.

 

 

Þessi svæði þarf alltaf að fylla út:

 

Nafn á svæði

Skýring

Heiti

Nafn á vaktaáætlun

Vaktahópur

Vaktahópur valinn úr fellilista

Dags frá

Byrjunardagsetning vaktaáætlunar.Sjálfgefið gildi er dagurinn í dag

Dags til og með

Lokadagsetning vaktaáætlunar. Athugið að þessi dagsetning er talin með í áætlun.Sjálfgefið gildi er dagurinn í dag.

Vaktastaða

Upphafsstaða vaktaáætlunar er "Í vinnslu”

Lokað fyrir skráningu á sjálfsþjónustu á vef

Hér er lokað fyrir skráningu í sjálfsþjónustu á vef. Þegar opnað er fyrir óskir þá þarf að taka hakið af þeim tegundum vaktam sem leyfa á skráningu óska á.

 

Ef staða vaktaáætlunar er breytt í óskir þarf að fylla út þetta svæði:

Nafn á svæði

Skýring

Dags. frests á óskum

Lokadagur til að skila inn óskum

Opna fyrir þá skráningu sem leyfa á í sjálfsþjónustu á vef.

Opnað er fyrir skráningu í sjálfsþjónustu á vef á þeim tegundum vakta

sem leyfa á að skrá óskir á.

 

Ef staða vaktaáætlunar er uppkast þarf að fylla út þessi svæði:

Nafn á svæði

Skýring

Dags frests á ath.

Setja þarf inn lokadagsetningu á athugasemdum.

Uppkast birtist á vef

 

Hvenær uppkast vaktaáætlunar er birt á vef.

Starfsmenn sjá þá áætlun í sjálfsþjónustu og geta gert athugasemdir við hana.

 

Ef staða vaktaáætlunar er samþykkt þarf að fylla út þetta svæði:

Nafn á svæði

Skýring

Dags útgefin

Dagsetning á útgáfu vaktaáætlunar.

Starfsmenn sjá samþykkta vaktaáætlun í sjálfsþjónustu. Vaktir birtast í tímauppgjörsmyndum starfsmanna.

 

Athugið að vaktaáætlun tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið vistuð.

 

Efst á síðu