Stofna vaktahóp 

Tilgangur

Vaktahópur eru þeir starfsmenn sem eru á sömu vaktaáætlun.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir.

Áður

Skipulagseining tengd í viðveruhlutann Stund

Starfsmenn tengdir í viðveruhlutann Stund

 

Hvar gert

Í Vinnu kerfisins. Velja Forsendur>Vaktahópur

 

Gátlisti

Stofna vaktahóp.

Gefa vaktahóp heiti.

Velja starfsmenn inn í vaktahópinn.

Vista vaktahóp.

 

 

Heiti vaktahóps er skráð í svæðið Vaktahópur heiti.  Starfsmenn sem hægt er að setja í vaktahóp útfrá leitarskilyrðum eru í vinstra hluta myndarinnar (Starfsmenn), starfsmenn í vaktahóp eru í hægri listanum (Valdir starfsmenn).

 

Með því að velja skipulagseiningu og/eða nafn og smella á Sækja hnappinn þá er hægt að sækja nýjan lista starfsmanna útfrá leitarskilyrðum. Hægt er að fá starfsmenn af öðrum skipulagseiningum í listann og velja þá yfir í vaktahópinn. Til þess að ná í starfsmenn af annarri skipulagseiningu þarf að velja viðkomandi skipulagseiningu úr vallista og smella á Sækja hnappinn.

 

Starfsmenn sem velja á í vaktahóp eru valdir úr vinstri hluta myndar (listinn “Starfsmenn”) og fluttir yfir í listann “Valdir starfsmenn” með örvunum.

Ein ör flytur valda starfsmenn en tvær örvar flytja alla starfsmenn

 

Svæði

Lýsing

 Verður að skrá

Vaktahópur heiti

Heiti vaktahóps, t.d. læknar, sjúkraliðar, vaktmenn.

Skipulagseining

Skipulagseining valin ef önnur en sú sem kemur upp sjálfvirkt í myndinni

Nei

Nafn

Nafn starfsmanns sem á að finna

Nei

Starfsmenn valdir

Starfsmenn valdir úr listanum vinstra megin og færðir yfir í hægri lista (valdir starfsmenn)

Vista

Vaktahópur vistaður