Vaktahópur eru þeir starfsmenn sem eru á sömu vaktaáætlun.
Vaktasmiðir.
Skipulagseining tengd í viðveruhlutann Stund
Starfsmenn tengdir í viðveruhlutann Stund
Í Vinnu kerfisins. Velja Forsendur>Vaktahópur
Stofna vaktahóp.
Gefa vaktahóp heiti.
Velja starfsmenn inn í vaktahópinn.
Vista vaktahóp.
Heiti vaktahóps er skráð í svæðið Vaktahópur heiti. Starfsmenn sem hægt er að setja í vaktahóp útfrá leitarskilyrðum eru í vinstra hluta myndarinnar (Starfsmenn), starfsmenn í vaktahóp eru í hægri listanum (Valdir starfsmenn).
Með því að velja skipulagseiningu og/eða nafn og smella á Sækja hnappinn þá er hægt að sækja nýjan lista starfsmanna útfrá leitarskilyrðum. Hægt er að fá starfsmenn af öðrum skipulagseiningum í listann og velja þá yfir í vaktahópinn. Til þess að ná í starfsmenn af annarri skipulagseiningu þarf að velja viðkomandi skipulagseiningu úr vallista og smella á Sækja hnappinn.
Starfsmenn sem velja á í vaktahóp eru valdir úr vinstri hluta myndar (listinn “Starfsmenn”) og fluttir yfir í listann “Valdir starfsmenn” með örvunum.
Ein ör flytur valda starfsmenn en tvær örvar flytja alla starfsmenn
Svæði |
Lýsing |
Verður að skrá |
Vaktahópur heiti |
Heiti vaktahóps, t.d. læknar, sjúkraliðar, vaktmenn. |
Já |
Skipulagseining |
Skipulagseining valin ef önnur en sú sem kemur upp sjálfvirkt í myndinni |
Nei |
Nafn |
Nafn starfsmanns sem á að finna |
Nei |
Starfsmenn valdir |
Starfsmenn valdir úr listanum vinstra megin og færðir yfir í hægri lista (valdir starfsmenn) |
Já |
Vista |
Vaktahópur vistaður |
Já |