Skýrslan er opnuð úr valslá eða innan úr vinnuborði.
Skýrslan birtir vaktaáætlun fyrir einn dag. Skýrslan birtist sjálfgefið í röð á vinnutíma en hægt er að raða eftir öðrum dálkum með því að smella á dálkahaus viðkomandi dálks.
Dálkastærðir og röð dálka er geymd á milli opnana.
Í grúppunni "Uppsetning" er hægt að velja um:
hvort birta eigi hæfniþátt og færnisstig
sýna lengri vaktir á undan (raðar eftir lengd vakta)
athugasemdir (sýna/fela dálkinn "Athugasemdir")
staðsetning (sýna/fela dálkinn "Staðsetning")
verkefni (sýna/fela dálkinn "Verkefni")
sýna hæfniþátt
sýna færnistig
.
Hægt er að velja um fleiri stillingar í uppsetningu og prentun:
1. Með því að smella á hnappinn með dagatalinu er hægt að velja að prenta út fleiri daga. Tímabilinu er breytt með því að breyta dagafjöldanum eða nota örvarnar til hliðar við dagafjöldann. Þeir dagar sem eru merktir svartir prentast út.
2. Með því að smella á skýrsluhnappinn er hægt að:
Setja inn auðar línur. Annars vegar innan grúppu eða neðst í skýrslu. Hægt að stýra því hvort línurnar birtist á skjá eða eingöngu í útprentun með hakinu í "Eingöngu í útprentun".
Hægt er að stilla línubreidd og stærð leturs.
Ef hakað er við "Síðuskil við breytingar á efstu grúppu" er ný síða í útprentun miðuð við breytingar á efstur grúppu.
Ef ekkert hak er þá eru engin síðuskil.
Grúppa eftir dálkum:
Hægt er að grúppa dagplanið eftir fleiri en einum dálki. Á myndinni hér fyrir neðan er grúppað eftir degi og tíma.
Grúppun vistast á milli opnana.
Með
þessum hnöppum er hægt að opna eða loka öllum grúppum Plúsinn opnar allt og mínusinn lokar öllu.
Þetta vistast líka á milli
Sjá nánar um grunnaðgerðir á skýrslum