Skoða upplýsingar um starfsmann í vinnuborði

 

Ef tvísmellt er á nafn starfsmanns í vinnuborði, eða hægrismellt með mús og valið nánar, þá birtist gluggi með upplýsingum um starfsmanninn.

Í þessum glugga eru fimm flipar, Almennt, Skipting vakta, Villur, Stýringar, Staða leyfis og Símar og netföng.

 

 

Almennt

Undir flipanum "Almennt" er hægt að sjá hæfniþátt og færnistig starfsmanns sem lesið er úr starfsmannakerfinu.

Þar er einnig hægt að sjá vinnufyrirkomulag starfsmannsins eins og það er skráð í viðveruhlutanum Stund ásamt starfshlutfalli, kaffitímareglu og bætingareglu

 

starfsm_gluggi_almennt.gif

 

Skipting vakta

Undir flipanum "Skipting vakta" er tekið saman hvernig vaktir starfsmannsins skiptast á þau tímabil sólarhringsins sem skilgreind eru í vaktastýringunni "Vaktaflokkar". Þar er hægt að sjá fjölda vakta sem lenda á hverju tímabili, hlutfall hvers tímabils af heildarfjölda vakta og meðallengd vakta.

 

starfsmgluggi_skipting_vakta.gif

 

Villur

Undir flipanum "Villur" er hægt að sjá allar villur og ábendingar varðandi þær vaktir sem komnar eru á starfsmanninn.

Blár texti er ábending en rauður merkir að verið sé að brjóta vaktastýringar.

 

starfsmgluggi_villur.gif

 

Stýringar

Undir flipanum Stýringar er hægt að sjá á einum stað allar þær vaktastýringar sem áhrif hafa á starfsmanninn. Stýringarnar eru bæði úr viðveruhlutanum Stund (stýringar á starfsmann) og einnig í vaktahlutanum Vinnu(stýringar niður á skipulagseiningu.

 

vinnuborð_stmgluggi.gif

 

Staða leyfis

Í starfsmannaglugganum í vinnuborði vaktaáætlunar er búið að bæta við flipa þar sem hægt er að skoða

leyfisstöðu starfsmannsins.

 

vinnub_stm_leyfisstada.gif

 

Heiti dálka:

 

Símar og netföng

Í flipanum "Símar og netföng" eru birt þau símanúmer og netföng sem skráð eru í starfsmannakerfið.

 

vinnub_simar_netfong.gif