Summugluggi í vinnuborði

 

Í summuglugga er haldið utanum stöðu vaktavinnuskila, samtölur allra tegunda vakta, hve mikið hefur verið uppfyllt af óskum og hve mikið er uppfyllt af vinnuskyldu.

Í borðanum "Vinnuborð" er summugluggi opnaður og lokaður með því að ýta á "Summur" aftast í borðanum.

 

vinnuborð_opna-loka_summuglugga.gif

 

Summuglugginn

Birtir summutölur niður á tegund vakta.

 

1. dálkurinn "+/- á núverandi áætlun" birtir stöðu vinnuskyldu á núverandi vaktaáætlun.

 

Vinnuskylda starfsmanns yfir tímabil vaktaáætlunar.

 

Mismunur á vinnuskyldu starfsmanns og tímafjölda þeirra vakta sem komnar eru á hann. Bláar tölur, sá tímafjöldi sem starfsmaður er með vaktir umfram vinnuskyldu.

Rauðar tölur, sá tímafjöldi sem starfsmaður er undir vinnuskyldu á vaktatímabili.

 

2. dálkurinn "AL" birtir vinnuskyldu á núverandi vaktaáætlun og hve mikið er búið að uppfylla af vinnuskyldu starfsmanns á vaktatímabilinu.

 

vinnuborð_summugluggi.gif

 

Þær vaktir sem búið er að setja á starfsmanninn fyrir hverja tegund vinnu.

Almennar vaktir telja uppí vinnuskylduna.

 

Sýnir hve mörg prósent er búið að uppfylla af vinnuskyldu starfsmanns yfir vaktatímabilið.

 

Sér dálkur birtist fyrir hverja tegund vinnu.

 

3. dálkurinn "Óskir"

 

Ósk telst aðeins uppfyllt ef öll óskin er uppfyllt eða ef hún er uppfyllt innan þeirra sveigju sem hægt er að skilgreina í vaktastýringum.

 

Óskadálkur birtur fyrir hverja tegund. Tímar eru birtir í klukkustundum og mín.

 

Dálkar fyrir aftan "Óskir" birta summutölur vakta niður á viku.

Vaktavinnuskil

vinnubord_hnappur_lesa_vaktavinnuskil.gif

 

Ef smellt er á hnappinn "Lesa vaktavinnuskil" (sjá mynd ) þá er staðan á vaktavinnuskilum starfsmanns frá síðasta uppgjöri til launa (fyrir þessa vaktaáætlun) lesin. Síðan er bætt við áætluðum vaktavinnuskilum (almennar vaktir) fram að þessari vaktaáætlun og dregnar frá samþykktar vaktir fram að þessari vaktaáætlun. Athugið áætlaðar tölur.

 

Eftirfarandi upplýsingar birtast þegar smellt er á hnappinn:

vinnuborð_summugluggi_vaktavinnuskil_lesin.gif

 

Prenta summugluggann

Með því að fá summugluggann upp á skýrsluformi er hægt að prenta hann út.

Farið í borðann "Skýrslur" og þar valið "Starfsmenn".

 

vinnuborð_prenta_summuglugga.gif

 

Summugluggi birtur sem skýrsla, hægt að prenta út.

Með því að haka við "Sýna frávik frá vinnuskyldu" er sveigja vaktavinnuskila sýnileg í summuglugga, sjá nánar.

summugluggi_sem_skýrsla.gif

 

 

Sveigja vaktavinnuskila sýnileg í summuglugga

 

Þegar smellt er á hnappinn "Lesa vaktavinnuskil" er einnig hægt að fá birt hvort starfsmaður er innan eða utan sveigju í vaktavinnuskilum, fyrir og eftir vaktatímabil. Það er virkjað í skýrslusýn á summuglugga.

Sjá myndi hér að ofan.

 

Dæmi:

Í nánar flipa er viðkomandi starfsmaður með 30 tíma í hámarksinneing í vaktavinnuskilum og 30 tíma í hámarksskuld.

 

sveigja_vaktavinnuskil.gif

 

Gulu tölurnar í summuglugganum sýna sveigjuna.

 

Dálkur eitt sýnir stöðu vaktavinnuskila í upphafi áætlunar:

Í upphafi áætlunar er staðan í vaktavinnuskilum -07.51. Hámarksskuld er 30 tímar. Starfsmaður á þá 22.10 tíma eftir innan sveigjunnar (30 tímar - 7 klst og 51 mín).

 

Dálkur tvö sýnir stöðu vaktavinnuskila í lok áætlunar:

Staða vaktavinnuskila er -01.33. Samkvæmt því á starfsmaður 28.27 tíma eftir innan sveigju ( 30 tímar - 1 klst og 33 mín).

 

Vaktavinnuskil eru ekki sýnileg hjá tímavinnumönnum á vöktum.