Í vinnuborði vaktaáætlunar er hægt að lesa stöðu á vaktavinnuskilum vaktavinnumanna.
Starfsmaður getur skoðað stöðu sína í vaktavinnuskilum í Stund (flipinn Vaktavinnuskil í starfsmannamynd)
Vaktasmiður vill fá að sjá stöðu vaktavinnuskila þegar hann gerir vaktaáætlun.
Vaktasmiðir.
Í Vinnu kerfisins. Velja Vaktir->Vaktaáætlun->Lesa vaktavinnuskil.
Athugið að þessi aðgerð er tímafrek.
Opna þá áætlun sem vinna á með.
Smella á hnappinn "Lesa vaktavinnuskil" fyrir ofan summugluggann.
Staðan sem birtist er fengin með því að:
1.Lesa stöðu á vinnuskyldu starfsmanns frá því síðast var sent til launa.
2.Reikna út vinnuskyldu starfsmanns frá þeim degi sem síðast var sent til launa fram að byrjunardegi vaktaáætlunar.
3.Dregnar eru frá samþykktar vaktir yfir sama tímabil.
4.Staðan úr lið 1 er lögð við niðurstöðuna úr lið 3.
Dæmi um vaktaáætlun sem byrjar 1.sept :
Það sem gerist þegar staða vaktavinnuskila er lesin fyrir áætlun sem byrjar 1.sept. er eftirfarandi (miðað er við að sent sé til launa 15.og í lok hvers mánaðar):
Vaktaáætlanir
|
Notar stöðu úr vaktavinnuskilum frá |
Síðast flutt til launa |
1.sept - 30.sept |
15.ágúst (ekki búið að senda til launa eftir það) |
15.ágúst |
1.ágúst - 31.ágúst |
|
31.júlí |
1.júlí - 31.júlí |
|
30.júní |
Til að fá stöðu í vaktavinnuskila þann 1.sept. þá er :
reiknuð út vinnuskylda starfsmannsins frá 16.ágúst - 31.ágúst(A)
síðan eru dregnar frá samþykktar vaktir á þessu tímabili (B)
að lokum er stöðunni í vaktavinnuskilum bætt við (C) (lesin staðan 15.ágúst (síðast sent til launa))
Sem sagt A - B + C sem gefur okkur stöðu á vinnuskyldu starfsmanns þann 1.sept.
Á myndinni hér fyrir neðan er summuglugginn eftir að búið er að lesa vaktavinnuskilin.
Tveir nýjir dálkar hafa bæst við (tveir fyrstu), sjá nánar hér.