Í vinnuborði vaktaáætlunar er hægt að skrá og eyða fjarvistum.
Hægt er skrá / eyða fjarvistum á tiltekna vakt eða yfir ákveðið tímabil.
Þegar búið er að skrá fjarvist á vakt teiknast rauður rammi í kringum vaktina. Með því að halda músinni yfir vaktinni er hægt að sjá hvaða fjarvist er skráð á vaktina. Einnig er hægt að sjá upplýsingar um fjarvistir á vakt í vaktaglugga sem opanst þegar tvísmellt er á vakt með músarhnapp eða velja "Nánar" í valglugga þegar smellt er á vaktinga með hægri músarhnapp.
Hægri smelltu á vakt sem skrá á fjarvist á eða eyða fjarvist af. Þá birtist vallisti þar sem valið er Skrá fjarvist ef skrá á fjarvist á vakt eða Eyða fjarvist ef eyða á fjarvist sem búið er að skrá á vakt.
Hægri smelltu á vakt sem ekki er búið að skrá fjarvist á og þá birtist þessi vallisti, hér velur þú "Skrá fjarvist".
Eyða fjarvist
Hægri smelltu á vakt sem búið að skrá fjarvist á og þá birtist þessi vallisti, hér velur þú "Eyða fjarvist".
Skráningargluggi fjarvistar birtist eftir að búið er að velja úr vallista.
Veldu fjarvistategund úr vallista.
Ef skrá á fjarvist á vaktina er Skrá hnappurinn virkur.
Ef eyða á fjarvist af vakt er Eyða hnappurinn virkur.
Einnig er hægt að skrá eyða fjarvist á vakt í vaktaglugganum.
Vaktagluggi birtist þegar tvísmellt er á vaktina eða valið er "Nánar" úr vallista þegar smellt er með hægri músarhnapp á vakt. Veldu flipann fjarvistir og hægri smelltu á fjarvistargluggann.
Þar birtist þá listi þar sem hægt er að skrá eða eyða fjarvist sem er á vaktinni.
Ef skráð er leyfi utan sumartímabils kemur upp gluggi með leyfisstöðu starfsmanns og þar þarf að velja hvort að skrá eigi orlof með eða án álags.
Hægri smelltu á nafn starfsmanns og smelltu á Skrá/Breyta fjarvistum í valglugga.
Þá birtist skráningargluggi fjarvista yfir tímabil.
Hér þarf að velja fjarvistartegund úr valglugga.
Setja inn tímabil fjarvistar.
Ef starfsmaður á vinnutíma fyrir þá eru settar fjarvistir á þær vaktir sem starfsmaður á fyrir.
Ef starfsmaður á ekki vinnutíma fyrir þá eru settar niður vaktir sem kerfið býr til á dagtíma útfrá starfshlutfalli.