Staða vaktaáætlunar

 

Staða vaktaáætlunar lýsir því á hvaða stigi vinna við vaktaáætlun er.

 

Nauðsynlegt er að setja vaktaáætlun í stöðuna samþykkt. Ekki er reiknað út úr vöktum starfsmannafyrr en búið er að samþykkja áætlunina.

 

Ef vaktaáætlun er hafin og hún ósamþykkt þá er ekki hægt að opna hana. Til að hægt sé að opna hana þarf að breyta stöðu hennar í "Samþykkt".

Í vaktaáætlunarlista birtast þær vaktaáætlanir sem eru læstar með gráum lit en með rauðum lit í dags frá og vaktastöðu svæði.

 

 

 

Staða áætlunar

  

Skýring

Óskir

Starfsmenn setja fram vaktaóskir í sjálfsþjónustu. Áður en starfsmenn setja fram vaktaóskir þarf vaktasmiður að rúlla út vaktarúllum ef einhverjar eru.

Í vinnslu

Vaktasmiður tekur vaktaáætlun til sín og vinnur uppkast að áætlun. Starfsmenn sjá ekki vaktaáætlun í sjálfsþjónustu

Uppkast

Vaktasmiður er kominn með uppkast af áætlun, starfsmenn sjá áætlun í sjálfsþjónustu og geta gert athugasemdir við hana.

Samþykkt

Vaktasmiður hefur lokið vinnu við vaktaáætlun og gefur hana út. Starfsmenn sjá samþykkta vaktaáætlun í sjálfsþjónustu. Vaktir birtast í tímauppgjörsmyndum starfsmanna.

                      

Hver staða hefur sínar dagsetningar:

 

Í vinnslu - notuð þegar vaktasmiðir eru að vinna í áætluninni. Engin ákveðin dagsetning fylgir þessari stöðu.

Óskir - setja þarf inn dagsetningu um skilafrest á óskum og opna fyrir einhverjar óskir.

Uppkast - setja þarf inn skilafrest á athugasemdum starfsmanna og hvaða dag áætlunin birtist sem uppkast á vef.

Samþykkt - setja þarf inn útgáfudagsetningu áætlunar, þ.e. hvenær hún birtist starfsmönnum á vef.

 

 

Þegar vaktaáætlun er samþykkt er framkvæmdur útreikningur á vöktum og punktastaða starfsmanna uppfærð.

 

Þegar vaktaáætlun er sett í vinnslu er reiknaður  vinsældarstuðull vakta sem síðan er notaður við útreikning á punktastöðu starfsmanna.

 

 

Frekari upplýsingar:

Ferli við gerð vaktaáætlunar

Gera vaktaáætlun