Summutölur vaktaáætlunar niður á starfsmann

Tilgangur

Í vinnuborði vaktaáætlunar er hægt að skoða hve mörgum tímum hver starfsmaður skilar á viku á hverja tegund vinnu.

Einnig er hægt að sjá hve marga tíma hver starfsmaður vinnur á hverja tegund vinnu yfir alla vaktaáætlunina.

Hver framkvæmir

Vaktasmiðir.

Hvar gert

Í vaktahluta kerfisins. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun ->Summur->Starfsmaður

 

Gátlisti

Opna vaktaáætlun

Smella á summu táknið summa.gif

Velja Starfsmenn úr vallista

Prenta út summutölur starfsmanna með því að smella á prenthnappinn.

Sjá nánari útskýringar í summutölur í vinnuborði

 

starfsmenn_summa.gif

 

Útskýringar við mynd:

 

Athugið að summerað er niður á tegund vinnu.

 

Dálkur

Skýring

Tb.fyrir

Áætluð staða vinnuskyldu í upphafi vaktaáætlunar

Tb.eftir

Áætluð staða vinnuskyldu í lok vaktaáætlunar

+/-

Hvítar tölur tákna áætlaða vinnuskyldu starfsmannsins á vaktaáætlun. Bláar tölur sýnir fjölda tíma sem starfsmaður hefur skilað umfram vinnuskyldu. Rauðar tölur sýna fjölda tíma sem vantar upp á vinnuskyldu starfsmannsins.

AL

Samtals tölur niður á tegund vinnu.

Dæmi: AL (vinnuskyldan) - Samtals fjöldi tíma sem starfsmaðurinn hefur uppfyllt af vinnuskyldunni. Prósentutala sýnir hve mörg prósent er uppfyllt af vinnuskyldunni.

Samskonar dálkur er fyrir óskir, þar kemur fram hve margir tímar voru settir niður af óskum og hve mörg prósenta óska var uppfyllt.

Starfsmaður

Nöfn starfsmanna á vaktkaáætlun (í vaktahóp)

Sk.st.

Skammstöfun starfsmanns úr "Nánar" flipa í Stund.

Starfshlutfall

Starfshlutfall starfsmanns úr starfsmannakerfi.

Kyn

Lesið úr starfsmannakerfi

Rest af dálkum

Dálkar sem sýna fjölda tíma niður á viku niður á hverja tegund vakta