Að búa til vaktarúllu sem síðan má tengja við starfsmenn.
Sjá nánar Vaktarúllur
Vaktasmiðir.
Í Vinnu. Velja Vaktarúllur
frá sömu skipulagseiningu eða annarri skipulagseiningu
1. Opna nýskráningarglugga vaktarúllu. Fara í Forsendur->Vaktarúllur. Velja plús hnappinn í glugganum "Vaktarúllur".
2. Smella á hnappinn "Afrita".
Velja skipulagseiningu úr vinstra dálki. Þá birtast í hægra dálki allar rúllur á þeirri skipulagseiningu.
Velja vaktarúllu sem afrita á úr hægra dálki og smella á "Afrita" hnapp.
Hæfniþáttur og færnistig á vaktarúllu
Opna skráningarglugga vaktarúllu.
Nú opnast skráningargluggi.
Gefa vaktarúllu heiti.
Velja tegund vinnu fyrir rúllu, þ.e. almenn vakt, bakvakt, yfirvinna eða bundin vakt.
Velja hvort rúlla er vikudagarúlla (tengd vikudögum) eða óháð vikudögum.
Setja inn dagafjölda fyrir vaktarúlluna ef hún er óháð vikudögum.
Ef vikudagarúlla haka þá við Vikudagarúlla og setja inn þann fjölda vikna sem rúllan nær yfir.
Haka við Í gildi.
Rúllur sem eru í gildi birtast í vallista þegar rúlla á út vöktum í vinnuborði.
Skrá vinnutíma á hvern vinnudag rúllunnar. Ekki á að skrá frídaga, aðeins þá daga sem á að vinna.
Ef rúllan er háð vikudögum þá þarf að velja vikudag úr dálkinum vikudagur.
Hægt er að að tengja rúlluna við starfsmenn.
Best er að hafa þær rúllur sem ganga upp á heilum vikum sem vikudagarúllur.
Vikudagarúllur eru háðar vikudögum. Eins og í myndinni hér að ofan þá er verið að skilgreina rúllu sem nær yfir 3 vikur. Unnið er þá daga sem eru skilgreindir í flipanum Dagar í vaktarúllu. Í grafinu er vinnan teiknuð sem grænir ferningar. Ekkert er unnið þá daga sem ekki hafa neinn ferning.
Þær rúllur sem ekki ganga uppá heilum vikum eru skilgreindar sem rúllur óháðar vikudögum. Sjá mynd hér fyrir ofan þar sem verið er að skilgreina rúllu sem gengur upp á 9 dögum
Svæði |
Lýsing |
Verður að skrá |
Heiti |
Heiti vaktarúllu. Gott að hafa heitið sem mest lýsandi. |
Já |
Tegund vinnu |
Velja tegund vinnu fyrir rúllu, þ.e. almenn vakt, bakvaktir, yfirvinna eða bundnar vaktir. |
Já |
Vikudagarúlla |
Hvort vaktarúlla er bundin vikudögum eða ekki. Hakað við ef vikudagarúlla. |
Nei |
Fjöldi daga í hring |
Fjöldi daga sem vaktarúlla nær yfir. |
Já í rúllum óháðum vikudögum |
Vikur |
Notað í vikudagarúllum.Fjöldi vikna sem rúllan nær yfir. |
Já í vikudagarúllum |
Dagar í vaktarúllu |
Vaktir skráðar inn. Ekki þarf að skrá inn frídaga |
Já |
Vista |
Vaktarúlla vistuð |
Já |
Hægt er að skilgreina hæfniþætti á vaktarúllu.
Haka þarf við svæðið Hæfniþættir.
Við það bætast við tveir dálkar, hæfniþáttur og færnistig. Í þá er valið sú hæfni og færni sem fylgja þarf vöktunum.
Kerfið setur aðeins niður vaktir á þá starfsmenn sem hafa viðkomandi hæfni og færni.
|
|