Almennt um vaktarúllur

Vaktarúllur er vaktamynstur sem endurtaka sig með ákveðnu daga/vikna millibili. Vaktarúllur geta verið óháðar vikudögum og endurtekur þá mynstrið sig óháð því hvort vakt lendir t.d. á mánudegi eða þriðjudegi. Vaktarúllur geta einnig verið bundnar við ákveðna vikudaga og eru þá vaktir tengdar vikudögum.

 

Hægt er að tengja vaktarúllur við ákveðna starfsmenn.

Ekki á að slá inn frídaga þegar verið er að skilgreina vaktarúllur í Vinnu.

 

Vaktarúllur eru útbúnar í upphafi þegar notkun kerfisins hefst, þegar vaktamynstur starfsmanna breytist eða nýr starfsmaður byrjar.

Vaktrúllur eru skilgreindar fyrir ákveðna tegund vinnu.

 

Dæmi um 12 daga vaktarúllu sem er óháð vikudögum:

Í þessu dæmi er frí 5. og 6. dag rúllunnar og 11. og 12. Það þarf því ekki að skrá þá daga þegar vaktarúllan er skilgreind.

 

Dagur númer

Vakt

1

08:00 – 16:00

2

08:00 – 16:00

3

08:00 – 16:00

4

16:00 – 00:00

 5

Frí

6

Frí

7

16:00 – 00:00

8

16:00 – 00:00

9

00:00 – 08:00

 

10

00:00 - 08:00

11

Frí

12

Frí

 

 

Dæmi um 7 daga vaktarúllu sem er bundin vikudögum:

Hér eru laugardagar og sunnudagar frídagar þannig að ekki þarf að skrá þá þegar vaktarúllan er skilgreind.

 

Vikudagur

Vakt

Mánudagur

08:00 – 16:00

Þriðjudagur

08:00 – 16:00

Miðvikudagur

08:00 – 16:00

Fimmtudagur

08:00 – 16:00

Föstudagur

08:00 – 16:00

Laugardagur

Frí

Sunnudagur

Frí

 

 

Starfsmaður getur verið á fleiri en einni vaktarúllu og fleiri en einni tegund. T.d. einni fyrir helgarvaktir og annarri fyrir bakvaktir.

Starfsmaður getur verið á fleiri en einni vaktarúllu á sömu vaktaáætlun.

Dagvinnumenn geta tekið aðrar vaktir en almennar vaktir, t.d. bakvaktir.

 

 

 

 

 

Tilgangur

Í sjálfvirkri vaktagerð eru vaktir settar samkvæmt skilgreindum rúllum.

Hver gerir vaktarúllur

Vaktasmiðir.

Hvar gert

Í Vinnu. Velja Vaktarúllur->Vaktarúllur

Mögulegar aðgerðir

Stofna vaktarúllur

Breyta vaktarúllu

Eyða vaktarúllu

 

 

 

Aðgerð

Lýsing

Breyta vaktarúllu, t.d. bæta við dögum eða breyta tíma vakta.

Nýskrá vaktarúllu

Eyða vaktarúllu. Athugið að ef vaktarúlla er tengd starfsmanni  þá er ekki hægt að eyða henni. En það er hægt að gera hana ógilda.

Prenta út lista.

 

 

 

Ekki er hægt að eyða vaktarúllu ef hún er tengd starfsmanni.

 

 
 

Efst á síðu