Breyta vaktarúllu

Tilgangur

Að breyta áður skilgreindri vaktarúllu.

Sjá nánar Vaktarúllur

Hver breytir vaktarúllu

Vaktasmiðir.

Áður

Stofna vaktarúllu

Hvar gert

Í Vinnu. Velja Vaktarúllur

Til athugunar

Gátlisti

Velja úr lista vaktarúllu sem á að breyta.

Velja breyta hnappinn

Breyta atriðum í vaktarúllunni.

Vista vaktarúllu (Vista hnappur verður virkur þegar búið er að gera einhverjar breytingar).

 

 

 

 

Til athugunar

 

Breyting á vaktarúllu tekur gildi við næstu vaktaáætlunargerð, þ.e. næst þegar vöktum er rúllað út.

 

Svæðið tegund vinnu er óvirkt ef einhver starfsmaður er tengdur við rúlluna.

 
 
 
Vikudagarúlla eða ekki ?
 
Ef vaktamynstur gengur upp á vikum þá er best að nota vikudagarúlla vegna þess að það er auðveldara að tengja starfsmenn inn á vikudagarúllu.
Á myndunum hér fyrir neðan er dæmi um vikudagarúllu og ekki vikudagarúllu.
 
Svæðið Vikudagarúlla er óvirkt.
Ef breyta á vaktarúllu í vikudagarúllu (með því að haka við vikudagarrúlla) þarf fyrst að eyða öllum línum í flipanum dagar í vaktarúllu. Þá verður svæðið Vikudagarúlla virkt og hægt að breyta því.
 
Með því að taka hakið af svæðinu Í gildi birtist viðkomandi vaktarúlla ekki í listanum yfir vaktarúllur nema að valið sé að skoða ógildar vaktarúllur.
Þetta er notað þegar lokadagsetning er sett á tengingu starfsmanns við vaktarúllu. Ekki er þá hægt að eyða rúllunni en hægt að taka hana úr gildi svo hún hverfi úr listum.
 

VIKUDAGARÚLLA

 
Haka þarf í svæðið Vikudagarúlla til að skilgreina rúlluna sem vikudagarúllu.

 

RÚLLA ÁN VIKUDAGA

 

Hér er ekki hakað í Vikudagarúlla.

Efst á síðu