Með því að halda niður "Ctrl" hnapp í lyklaborði og velja vaktir með músinni er hægt að velja fleiri en eina vakt.
Valdar vaktir birtast með bláum ramma. Með því að smella með hægri músarhnapp birtist vallisti með þeim aðgerðum sem hægt er að framkvæma á valdar vaktir.
Breyta hæfniþætti
Skrá staðsetningu
Eyða staðsetningu
Skrá verkefni
Eyða verkefni
Eyða vöktum
Skrá viðbótarhæfni
Eyða viðbótarhæfni
Skrá aukastaðsetningu
Eyða aukastaðsetningu
Úr vallista er viðeigandi skráning valin.
Í dæminu er valið að skrá verkefnið „Námskeið“ frá klukkan 16:00 – 18:00.
Staðfesti breytingarnar.
Verkefnið birtist á völdum vöktum.
Með því að haka við "Öll vakt" er hægt að velja vaktir með mismunandi tíma. Samkvæmt myndinni hér að neðan væri N1 (námskeið) skráð á valdar vaktir.