Viðveruhluti kerfisins er tengdur starfsmannakerfi. Þaðan er náð í helstu upplýsingar um starfsmanninn.
Tengja þarf starfsmenn úr starfsmannakerfi inn í VinnuStund. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni þegar starfsmaður byrjar í nýju starfi.
Næsti yfirmaður.
Skoða allar stýringar sem skilgreindar eru á starfsmanninn.
Skrá starfsmann í starfsmannakerfi
Skrá starf starfsmanns í starfsmannakerfi
Skrá tegund starfs í starfsmannakerfi
Skrá kjarasamning starfs í starfsmannakerfi
Skrá starfshlutfall starfs í starfsmannakerfi
Skrá skipulagseiningu starfs í starfsmannakerfi
Skrá staðsetningu starfs í starfsmannakerfi
Skrá hæfnisþátt á starfsmann ef hann er vaktavinnumaður
Tengja skipulagseiningu í VinnuStund
Tengja kjarasamning í VinnuStund.
Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja hlekkinn 'Tengja' til að tengja starfsmann inn í VS eða smella á nafn hans. Við það eru öll gögn varðandi starf starfsmanns úr starfsmannakerfi aðgengileg í VS kerfinu. Eftirfarandi þarf að fara yfir þegar búið er að tengja starfsmann:
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Starfsmenn ->Starfsmenn |
Til að velja starfsmann til að skoða nánar. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Tengja |
VinnuStund þekkir starfsmann ekki fyrr en búið er að tengja hann, en eftir það þarf að skrá stýringar á hann eins og lýst er að neðan. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar |
Nánari upplýsingar um starfsmann |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar |
Skammstöfun birtist í ýmsum listum. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar |
Það auðkenni sem starfsmaður notar til að skrá sig inn í klukku. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar |
Lýsir aðgangi starfsmanna til að skrá fjarvistir. Starfsmenn geta skráð á sig fjarvistir með sama eða lægra gildi og skráningarleyfi segir til um. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar
|
Hve marga tíma sveigjanlegir starfsmenn mega eiga inni eða skulda við launauppgjör. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar
|
Hve marga tíma vaktavinnumenn mega eiga inni eða skulda í vinnuskyldu á milli vaktatímabila. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar |
Hér eru skráðar vinnustundir á viku ef annað en starfshlutfall og kjarasamningur segja til um. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Hlutfall |
Hér eru upplýsingar um starfshlutfall starfsmannsins eins og það er skráð í starfsmannakerfi |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Saga |
Breytingasaga starfsmannsins úr starfsmannakerfi. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnufyrirkomulag |
Á starfsmaðurinn að fá kaffitímana greidda sem viðbót eða eiga þeir að minnka vinnuskyldu. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnufyrirkomulag |
Vinnufyrirkomulag er tengt starfsmönnum. Vinnufyrirkomulag lýsir því hvaða daga og hve marga tíma starfsmenn vinna. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Yfirvinna |
Yfirvinnusamningar starfsmanns. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Yfirvinna |
Starfsmaður getur aðeins verið með einn yfirvinnusamning tengdan á sig í einu. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Aðgangur |
Aðgangur starfsmanns að ábyrgðasviðum og gögnum í kerfinu. |
|
Stimpilklukkur |
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Stimpilklukkur |
Listi yfir þær stimpilklukkur sem starfsmaðurinn má stimpla sig inn á. |
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Rúllur |
Vaktarúllur starfsmanna. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vaktastýringar |
Stýringar á tegund vinnu sem yfirtekur stýringar á skipulagseiningu og á einungis við viðkomandi starfsmann. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Utan vinnu |
Samningar starfsmanns um vinnutíma. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Punktastaða |
Punktastaða vegna vaktaóska. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnuskyldubanki |
Hér er birt staða í vaktavinnuskilum starfsmanns. Á hann inneign eða skuld. |
|
Starfsmenn->Starfsmenn -> Vinnuskil |
Upplýsingar um tímainneign sveigjanlegra starfsmanna. |
|
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Hæfni |
Upplýsingar um hæfni starfsmanns á starfseiningu. Geymt í starfsmannakerfi. |
Nánari upplýsingar um starfsmann (Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar)
Upplýsingar fyrir ofan flipamynd eru allar lesnar úr starfsmannakerfi.
Smellt á nánar flipann.
Þegar auðkenni starfsmanns í klukku er breytt eða nýr starfsamaður byrjar þá þarf að senda auðkenni hans í klukku (hlekkurinn Í klukku) svo starfsmaðurinn geti stimplað sig inn/út.
Ef breyta þarf auðkenni þá þarf fyrst að smella á Úr klukku (rauða örin), breyta auðkenninu, vista og smella síðan á Í klukku(græna örin) til að senda nýtt auðkenni í klukku.
Þegar starfsmaður hættir er auðkenni hans eytt með því að smella á hlekkinn úr klukku.
Upplýsingum í Nánar flipanum er breytt með því að smella á blýantinn neðst í hægra horninu.
Upplýsingar fyrir ofan flipa eru lesnar úr starfsmannakerfi og er þeim viðhaldið þar.
Svæði |
Lýsing |
Nafn |
Nafn starfsmannsins |
Kennitala |
Kennitala hans |
Skipulagseining |
Fyrir hvaða skipulagseiningu starfar hann |
Kyn |
Kyn starfsmannsins |
Byrjunardagsetning |
Hvenær hóf hann störf |
Endadagsetning |
Hvenær hætti starfsmaðurinn í starfi |
Kjarasamningur |
Á hvaða kjarasamningi er starfsmaðurinn |
Starfsheiti |
Hvert er starfsheiti hans |
Staðsetning |
Hvar starfar hann |
Yfirmaður |
Hver er næsti yfirmaður starfsmannsins |
Starfsnúmer |
Hvert er númer starfs hans |
Starfshlutfall |
Hvert er starfshlutfall hans |
Vinnutímaskipulag |
Hvers konar vinnutímaskipulagi vinnur hann eftir |
Skammstöfun |
Hver er skammstöfun starfsmannsins. Hægt er að leita að starfsmanni eftir skammstöfun og einnig er hún birt í ýmsum listum |
Athugasemd |
Hægt er að setja athugasemd við starfsmanninn |
Skráningaleyfi |
Skráningarleyfi segir til um það á hvaða fjarvistategundir starfsmaður má skrá. Starfsmaður má skrá á fjarvistategundir með lægra eða jafnt skráningarleyfi og skráningarleyfi starfsmanns. |
Vaktavinnuskil hámarksinneign í klst. |
Við bunkavinnslu eru vaktavinnuskilin gerð upp og ef inneignin fer upp fyrir hámarksinneign þá kemur upp villa í vinnslunni. Gildir eingöngu fyrir vaktavinnumenn. |
Vaktavinnuskil/vinnuskil hámarksskuld í klst. |
Við bunkavinnslu eru vaktavinnuskil- og vinnuskil gerðir upp og ef starfsmaður skuldar fleiri tíma en hér eru uppgefnir þá kemur villa í vinnslunni. |
Má óska vakta |
Má starfsmaðurinn óska eftir vöktum |
Vinnur vaktir |
Vinnur starfsmaðurinn vaktir eða ekki |
Vinnustundir á viku |
Hversu marga tíma vinnur starfsmaðurinn á viku ef annað en starfshlutfall og kjarasamningur segir til um |
Auðkenni í klukku |
Hvert er auðkenni starfsmannsins í stimpilklukku. Verður að vera einkvæmt innan stofnunar |
Kortanúmer |
Kortanúmer sem notað er í innstimplun |
Vinnuskil sýnileg starfsmanni |
Ef já þá eru vinnuskil sýnileg í sjálfsþjónustu |
Starfsmaður má breyta vakt |
Ef já þá hefur starfsmaður leyfi til að breyta vakt í sjálfsþjónustu |
Starfsmaður má skrá/skoða merkingar tímafæslna |
Ef já þá hefur starfsmaður leyfi til að skrá/skoða merkingar tímafærslna í sjálfsþjónustu |
Netfang |
Netfang starfsmanns, lesið úr starfsmannakerfi |
Símanúmer |
Símanúmer starfsmannsins, lesið úr starfsmannakerfi |
Stimplunarfrávik |
Hægt að stilla stimplunarfrávik niður á starfsmann. Einnig hægt að stilla þau á stofnun/skipulagseiningu. Sjá nánar hér. |