Skoða starfsmann

Viðveruhluti kerfisins er tengdur starfsmannakerfi. Þaðan er náð í helstu upplýsingar um starfsmanninn.

Tengja þarf starfsmenn úr starfsmannakerfi inn í VinnuStund. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni þegar starfsmaður byrjar í nýju starfi.

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður.

Tilgangur

Skoða allar stýringar sem skilgreindar eru á starfsmanninn.

Áður gert

Skrá starfsmann í starfsmannakerfi

Skrá starf starfsmanns í starfsmannakerfi

Skrá tegund starfs í starfsmannakerfi

Skrá kjarasamning starfs í starfsmannakerfi

Skrá starfshlutfall starfs í starfsmannakerfi

Skrá skipulagseiningu starfs í starfsmannakerfi

Skrá staðsetningu starfs í starfsmannakerfi

Skrá hæfnisþátt á starfsmann ef hann er  vaktavinnumaður

Tengja skipulagseiningu í VinnuStund

Tengja kjarasamning í VinnuStund.

 

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja hlekkinn 'Tengja' til að tengja starfsmann inn í VS eða smella á nafn hans. Við það eru öll gögn varðandi starf starfsmanns úr starfsmannakerfi aðgengileg í VS kerfinu. Eftirfarandi þarf að fara yfir þegar búið er að tengja starfsmann:

 

Mögulegar aðgerðir (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Finna starfsmann

Starfsmenn ->Starfsmenn

Til að velja starfsmann til að skoða nánar.

Tengja nýjan starfsmann

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Tengja

VinnuStund þekkir starfsmann ekki fyrr en búið er að tengja hann, en eftir það þarf að skrá stýringar á hann eins og lýst er að neðan.

Nánari upplýsingar um starfsmann

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

Nánari upplýsingar um starfsmann

Skammstöfun

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

Skammstöfun birtist í ýmsum listum.

Auðkenni í klukku

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

Það auðkenni sem starfsmaður notar til að skrá sig inn í klukku.

Skráningarleyfi

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

Lýsir aðgangi starfsmanna til að skrá fjarvistir. Starfsmenn geta skráð á sig fjarvistir með sama eða lægra gildi og skráningarleyfi segir til um.

Leyfi fyrir inneign og skuld í vinnuskilum

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

 

Hve marga tíma sveigjanlegir starfsmenn mega eiga inni eða skulda við launauppgjör.

Leyfi fyrir inneign og skuld í vaktavinnuskilum

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

 

Hve marga tíma vaktavinnumenn mega eiga inni eða skulda í vinnuskyldu á milli vaktatímabila.

Vinnustundir á viku

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar

Hér eru skráðar vinnustundir á viku ef annað en starfshlutfall og kjarasamningur segja til um.

Hlutfall

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Hlutfall

Hér eru upplýsingar um starfshlutfall starfsmannsins eins og það er skráð í starfsmannakerfi

Saga

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Saga

Breytingasaga starfsmannsins úr starfsmannakerfi.

Reglur um greiðslur kaffitíma

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnufyrirkomulag

Á starfsmaðurinn að fá kaffitímana greidda sem viðbót eða eiga þeir að minnka vinnuskyldu.

Vinnufyrirkomulag

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnufyrirkomulag

Vinnufyrirkomulag er tengt starfsmönnum. Vinnufyrirkomulag lýsir því hvaða daga og hve marga tíma starfsmenn vinna.

Yfirvinna

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Yfirvinna

Yfirvinnusamningar starfsmanns.

Tengja yfirvinnusamning við starfsmann

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Yfirvinna

Starfsmaður getur aðeins verið með einn yfirvinnusamning tengdan á sig í einu.

Aðgangur

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Aðgangur

Aðgangur starfsmanns að ábyrgðasviðum og gögnum í kerfinu.

Stimpilklukkur

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Stimpilklukkur

Listi yfir þær stimpilklukkur sem starfsmaðurinn má stimpla sig inn á.

Rúllur

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Rúllur

Vaktarúllur starfsmanna.

Vaktastýringar

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vaktastýringar

Stýringar á tegund vinnu sem yfirtekur stýringar á skipulagseiningu og á einungis við viðkomandi starfsmann.

Utan vinnu

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Utan vinnu

Samningar starfsmanns um vinnutíma.

Punktastaða

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Punktastaða

Punktastaða vegna vaktaóska.

Vaktavinnuskil

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnuskyldubanki

Hér er birt staða í vaktavinnuskilum starfsmanns.

Á hann inneign eða skuld.

Vinnuskil

Starfsmenn->Starfsmenn -> Vinnuskil

Upplýsingar um tímainneign sveigjanlegra starfsmanna.

Hæfni starfsmanns

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Hæfni

Upplýsingar um hæfni starfsmanns á starfseiningu. Geymt í starfsmannakerfi.

 

 

Nánari upplýsingar um starfsmann (Starfsmenn -> Starfsmenn -> Nánar)

 

Upplýsingar fyrir ofan flipamynd eru allar lesnar úr starfsmannakerfi.

Smellt á nánar flipann.

Þegar auðkenni starfsmanns í klukku er breytt eða nýr starfsamaður byrjar þá þarf að senda auðkenni hans í klukku (hlekkurinn Í klukku) svo starfsmaðurinn geti stimplað sig inn/út.

Ef breyta þarf auðkenni þá þarf fyrst að smella á Úr klukku (rauða örin), breyta auðkenninu, vista og smella síðan á Í klukku(græna örin) til að senda nýtt auðkenni í klukku.

Þegar starfsmaður hættir er auðkenni hans eytt með því að smella á hlekkinn úr klukku.

Upplýsingum í Nánar flipanum er breytt með því að smella á blýantinn neðst í hægra horninu.

 

nanar_flipi_starfsmanns.gif

 

Upplýsingar fyrir ofan flipa eru lesnar úr starfsmannakerfi og er þeim viðhaldið þar.

 

Svæði

Lýsing

Nafn

Nafn starfsmannsins

Kennitala

Kennitala hans

Skipulagseining

Fyrir hvaða skipulagseiningu starfar hann

Kyn

Kyn starfsmannsins

Byrjunardagsetning

Hvenær hóf hann störf

Endadagsetning

Hvenær hætti starfsmaðurinn í starfi

Kjarasamningur

Á hvaða kjarasamningi er starfsmaðurinn

Starfsheiti

Hvert er starfsheiti hans

Staðsetning

Hvar starfar hann

Yfirmaður

Hver er næsti yfirmaður starfsmannsins

Starfsnúmer

Hvert er númer starfs hans

Starfshlutfall

Hvert er starfshlutfall hans

Vinnutímaskipulag

Hvers konar vinnutímaskipulagi vinnur hann eftir

Skammstöfun

Hver er skammstöfun starfsmannsins. Hægt er að leita að starfsmanni eftir skammstöfun og einnig er hún birt í ýmsum listum

Athugasemd

Hægt er að setja athugasemd við starfsmanninn

Skráningaleyfi

Skráningarleyfi segir til um það á hvaða fjarvistategundir starfsmaður má skrá. Starfsmaður má skrá á fjarvistategundir með lægra eða jafnt skráningarleyfi og skráningarleyfi starfsmanns.

Vaktavinnuskil hámarksinneign í klst.

Við bunkavinnslu eru vaktavinnuskilin gerð upp og ef inneignin fer upp fyrir hámarksinneign þá kemur upp villa í vinnslunni. Gildir eingöngu fyrir vaktavinnumenn.

Vaktavinnuskil/vinnuskil

hámarksskuld í klst.

Við bunkavinnslu eru vaktavinnuskil- og vinnuskil gerðir upp og ef starfsmaður skuldar fleiri tíma en hér eru uppgefnir þá kemur villa í vinnslunni.

Má óska vakta

Má starfsmaðurinn óska eftir vöktum

Vinnur vaktir

Vinnur starfsmaðurinn vaktir eða ekki

Vinnustundir á viku

Hversu marga tíma vinnur starfsmaðurinn á viku ef annað en starfshlutfall og kjarasamningur segir til um

Auðkenni í klukku

Hvert er auðkenni starfsmannsins í stimpilklukku. Verður að vera einkvæmt innan stofnunar

Kortanúmer

Kortanúmer sem notað er í innstimplun

Vinnuskil sýnileg starfsmanni

Ef já þá eru vinnuskil sýnileg í sjálfsþjónustu

Starfsmaður má breyta vakt

Ef já þá hefur starfsmaður leyfi til að breyta vakt í sjálfsþjónustu

Starfsmaður má skrá/skoða merkingar tímafæslna

Ef já þá hefur starfsmaður leyfi til að skrá/skoða merkingar tímafærslna í sjálfsþjónustu

Netfang

Netfang starfsmanns, lesið úr starfsmannakerfi

Símanúmer

Símanúmer starfsmannsins, lesið úr starfsmannakerfi

Stimplunarfrávik

Hægt að  stilla stimplunarfrávik niður á starfsmann. Einnig hægt að stilla þau á stofnun/skipulagseiningu. Sjá nánar hér.

 

Aftur í gátlista