Starfsmaður - Vinnuskil

Vinnuskil eru ætluð til þess að geyma tíma (skuld/inneign) sem starfsmaður (sveigjanlegur) hefur ekki fengið greidda, eða sem hann skuldar upp á vinnuskyldu. Í vinnuskil fara því tímar sem ekki hafa verið gerðir upp á annan hátt, t.d. með yfirvinnulaunum eða sem leyfisréttur.

 

Hjá starfsmönnum á yfirvinnusamningum fara í dag allir unnir yfirvinnutímar í vinnuskil, óháð því hvort tímarnir eru greiddir til launakerfis eða hafa verið fluttir í leyfi. Þessir starfsmenn eru því að safna í vinnuskil tímum, sem þeir hafa fengið greitt á annan hátt (þetta á sérstaklega við um starfsmenn á sigtis-yfirvinnusamningum sjá að neðan).

 

Hjá starfsmönnum sem ekki eru á yfirvinnusamningum fer einungis skuld á vinnutíma í vinnuskil (rétt meðhöndlun), þannig á starfsmaður aldrei inneign í vinnuskilum.

 

Þegar skipt eru um yfirvinnusamning á starfsmanni núllstillir kerfið alltaf stöðu í vinnuskilum. Eftir að nýr yfirvinnusamningur hefur verið tengdur við starfsmanninn er hægt að handskrá rétta stöðu í vinnuskil.

 

Hægt er að endurreikna vinnuskil aftur í tímann, t.d. ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli.

 

Hvar og hvernig gert

Starfsmaður -> Starfsmaður -> flipinn "Vinnuskil".

 

vinnuskil_stm.gif

 

Yfirvinnusamningar og vinnuskil

Yfirvinnusamningar skiptast í 2 flokka:

 

Föst yfirvinna greidd: Föst greiðsla óháð því hve margir tímar eru unnir.

 

Sigtissamningar: Hluti unninna yfirvinnutíma greiddir, unnin yfirvinna í raun sigtuð og hluti kemur til greiðslu.

 

Svæði í yfirvinnusamningi:

 

Föst yfirvinna

Fastir tímar – Óháð yfirvinnu sem unnin er

Hámark yfirvinnu

SÍA – Þak á yfirvinnu

Yfirvinna greidd eftir

SÍA - Lágmark uppgjörstímabil

Yfirvinna eftir klst í leyfi

SÍA - Yfirvinna greidd eftir að tímar eru fluttir í leyfi

Útkall greitt

SÍA - Útköll

Lágmark yfirvinna á dag

SÍA - Lágmark per dag

Umfram yfirvinna á dag

SÍA - Umfram per dag

Yfirvinna eftir í leyfi

SÍA - Umfram fer í leyfi

Yfirvinna ekki greidd - tímabil

SÍA - Tímabil

Yfirvinna ekki greidd daga

SÍA - Dagar

Kostnaðarfærsla greidd

SÍA - Yfirvinna sem er kostnaðarfærð er greidd

Föst yfirvinna dregst frá vinnuskilum

SÍA - Fastir tímar - láta föstu yfirvinnuna dragast frá vinnuskilum.

 

 

Nýtt: Opið fyrir alla sigtisyfirvinnusamninga að flytja umframtíma (þ.e. það sem á að greiða) í leyfi svo framarlega sem starfsmenn hafa leyfissamninginn ‘Frí í stað greiðslu fyrir yfirvinnu’.

 

 

 

 

 

Enginn yfirvinnusamningur - öll yfirvinna send yfir í launakerfi

 

Staða í vinnuskilum 0, öll yfirvinna greidd.

 

vinnuskil_enginn_yfirvinnusamningur.gif

 

Yfirvinnusamningar Sigti:

Ný staða í Vinnuskilum = Eldri staða í vinnuskilum + Staða vinnuskyldu – Greiddir tímar – Tímar fluttir í leyfi.

 

Í dæminu hér fyrir neðan eru 2 færslur fyrir tímabilið 19.7.-25.7. vegna þess að greiða á hluta yfirvinnunnar. Í bunkanum er merkt að það eigi að greiða 1.25 yfirvinnutíma (kostnaðarmerkt).  1.01 yfirvinnutími er ekki greiddur og fer því í vinnuskilin.

 

vinnuskil_yfirvinnusamningur.gif

 

Bunkinn

vinnuskil_yfirvinnusamningur_bunki.gif

 

 

Yfirvinnusamningar Fastir tímar:

Ný staða í Vinnuskilum = Eldri staða í vinnuskilum + staða vinnuskila. Sjá mynd.

 

Mynd úr bunka

vinnuskil_fastir_timar_til_launa_i_bunka.gif

 Samkvæmt yfirvinnusamningi eru 6 fastir tímar greiddir til launa ("Tímar greiddir skv samningi).

Í "Tímar unnir" eru unnir tímar á tímabilinu.

 

Mynd af vinnuskilum, sama dæmi og í bunkamyndinni hér að ofan.

vinnuskil_fastir_timar_til_launa.gif

 

 

Dálkaheiti Skýring
Vinnuskil (+/-) Staða vinnuskila yfir uppgjörstímabil
Flutt til launakerfis Tímar fluttir til launakerfis, í þessu dæmi eru greiddir fast 6 tímar í yfirvinnu á tímabili.
Mismunur Mismunur á þeim tímum sem greiddir eru og þeim tímum sem skilað er í vinnu. Í þessu dæmi 6-0,41 = -5,59. Þ.e. meira greitt en unnið í þessu tilfelli.
Samanlagður mismunur Samtala úr mismunadálki.
Ný staða í vinnuskilum Samtala úr dálkinum "Vinnuskil". Eldri staða úr vinnuskilum + staða vinnuskila ( í þessu tilfelli 55.87 + 0.41 = 56.28)