Punktastaða gildir fyrir vaktavinnumenn sem óska sér vakta á vefnum.
Punktastaða er umbunarkerfi sem reiknast út frá því hvort starfsmaður fær óskir um vaktir eða staka frídaga uppfylltar eða ekki í vaktaáætlanagerð.
Sjá nánar um punktakerfið.
Stillanlegt á skipulagseiningu hvort punktastaða sé sýnileg í sjálfsþjónustu (Stýringar->Skipulagseining->"Punktastða sýnileg starfsmanni").
Þegar áætlun er sett í stöðuna " Í vinnslu" er vinsældarstuðull vakta reiknaður út, sem síðan er notaður við útreikning á punktastöðu starfsmanns.
Punktastaða starfsmanns er reiknuð út þegar vaktaáætlun er sett í stöðuna "Samþykkt". Sjá nánar um punktakerfið hér
Vaktasmiður,yfirmaður.
Láta kerfið sjá um að dreifa því hverjir fá óskir sínar uppfylltar til að koma í veg fyrir að sami aðili fái alltaf vinsælustu vaktirnar.
Vera búinn að tengja starfsmann í VS
Til er samþykkt vaktaáætlun með óskum starfsmanna sem búið er að keyra inn.
Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit að starfsmanni. Velja "Punktastaða" úr starfsmannamynd.
Einnig er hægt að skoða punktastöðu starfsmanna
í Vinnu. Fara í Vaktir->Opna vaktaáætlun->Smella á
og velja Punktastaða úr vallista.
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Punktastaða
Vaktir->Opna vaktaáætlun->Smella
á |
Skoða punktastöðu starfsmanns á hverjum tíma. |
Skoða punktastöðu í Stund(Starfsmenn -> Starfsmenn -> Punktastaða)
Skoða punktastöðu í Vinnu (Fara í Vaktir->Opna vaktaáætlun->Borðinn "Skýrslur" og velja "Punktastaða")
Dálkurinn "Punktar" undir "Upphafsstaða tímabils" birtir punktastöðu starfsmanns miðað við dagsetninguna í "Dagur".
Dálkurinn "Punktar" undir "Vistuð staða tímabils" sýnir punktastöðuna miðað við dagsetninguna í "Dagur".