Vinnufyrirkomulag starfsmanns

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, starfsmannadeild.

 

Tilgangur

Tengja þarf starfsmann við vinnufyrirkomulag til að kerfið fari að reikna út úr tímafærslum og reikna út vinnuskyldu.

Áður gert

Vera búinn að tengja starfsmann í VS

Skilgreina vinnufyrirkomulag

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja starfsmanninn sem tengja skal vinnufyrirkomulag við til að skoða hann nánar. Velja vinnufyrirkomulagsflipann og nýskrá  þar.

 

Mögulegar aðgerðir (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Vinnufyrirkomulag tengt á starfsmann

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnufyrirkomulag

Vinnufyrirkomulag lýsir því hvaða daga og hve marga tíma starfsmenn vinna.

 

 

Vinnufyrirkomulag (Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vinnufyrirkomulag)

Vinnufyrirkomulag er skráð á alla starfsmenn. Vinnufyrirkomulag lýsir því hvernig starfsmenn vinna á vikugrunni.

 

vinnufkl_tengja.gif

 

Til að nýskrá vinnufyrirkomulag er smellt á nýskrá hnappinn en breyta táknið til að gera breytingu á vinnufyrirkomulagi.

Hér fyrir neðan er skráningarmynd fyrir dagvinnumenn.

Ef vinnutímaskipulag er dagvinna þá þarf einnig að velja rétt vinnufyrirkomulag sem segir til um það hvernig starfsmaðurinn á að skila sinni vinnu (vinnufyrirkomulag er búið til undir Stýringar->Vinnufyrirkomulag).

 

vinnufkl_dagv_menn.gif

 

Hér er síðan skráningarmynd fyrir vaktavinnumenn.

Vaktaáætlun er vinnufyrirkomulag vaktavinnumanna, þess vegna þarf ekki að tengja við þá vinnufyrirkomulag.

Hins vegar þarf að taka afstöðu til kaffitíma vaktavinnumanna og hvort þeir eigi að fá bætingu eða ekki.

 

vinnufkl_vaktavinna.gif

 

Stimplunarfrávik gildir (já/nei). Í stýringum á stofnun/skipulagseiningu og starfsmann er hægt að setja stimplunarfrávik. Ef þær stýringar eiga að gilda fyrir starfsmanninn þá er sett já í svæðið stimplunarfrávik gildir. Ef sett er nei í svæðið stimplunarfrávik gildir þá er starfsmaður undanþeginn stimplunarfrávikum stofnunar/skipulagseiningar/starfsmanns.

 

Stimplunarfrávikum er skipt upp í annars vegar frávik fyrir vaktavinnumenn og dagvinnumenn með fastan vinnutíma og hins vegar upp í frávik fyrir dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma.

Aðeins er hægt að skilgreina frávik fyrir innstimplun fyrir dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma.

 

Kaffitímar og bæting.

Á vinnufyrirkomulagið eru einnig settar reglur um greiðslu kaffitíma og reglur um bætingu starfmanns. Þessar reglur eiga aðeins við um vaktavinnumenn.

Hægt er að skilgreina kaffitímana á þrjá vegu:

 

a) Kaffití­mar eru greiddir sem viðbót við vinnuskyldu

Kaffitímar greiddir í yfirvinnu

 

b) Autt

 Þá reiknast enginn kaffitími í Vinnustund.

 

c) Kaffitími í yfirvinnu, mörg störf (er óþarft, kaffitíminn reiknast alltaf sem yfirvinna óháð starfshlutfalli). Virkar eins og

Kaffitímar reiknast þá í yfirvinnu óháð því hvort starfið sé hlutastarf eða ekki. Ætlað þeim sem eru í fleiri en einu starfi sem samanlagt mynda 100% starfshlutfall.

 

d) Kaffitímar, reikniregla

Kaffitímar reiknast þá samkvæmt kaffitímareiknireglu á viðkomandi kjarasamningi.

 

Er starfsmaðurinn á greiðslu- eða fríreglu, þ.e. fær starfsmaður greidda bætingu eða fær hann helgidagafrí.

Ef starfsmaður er á helgidagafríi þá er sett nei í bæting en tengja þarf helgidagafrí á starfsmanninn. Það er gert í Starfsmenn -> Leyfi. Í flipanum vinnufyrirkomulag er birt síðasta skráning á helgidagafríi. Þessar upplýsingar sjást einnig í skráningarmynd vinnufyrirkomulags.

 

helgidagafr_flipinn_vinnufkomulag.gif

 

Fæðisfé

Á vinnufyrirkomulagi er því stýrt hvort greiða eigi starfsmanni fæðisfé eða ekki. Til þess að hægt að sé að nota fæðisfé þarf reikniregla fyrir fæðisfé að vera tengd á samning viðkomandi starfsmanns. Sjá nánar um fæðisfé.

 

Dags frá.

Frá og með þessari dagsetningu reiknar kerfið út viðveru starfsmanns og reiknað er út úr tímafærslum miðað við sömu dagsetningu.

 

Dags til.

Vinnufyrirkomulagið er ekki í gildi frá þessari dagsetningu.

 

lightbulb.gifAthugið að starfsmaður getur aðeins haft eitt vinnufyrirkomulag í gildi i einu. Ef skipta á um vinnufyrirkomulag þarf fyrst að setja lokadagsetningu á gildandi fyrirkomulag áður en hægt er að setja nýtt.

 

 

Aftur í gátlista