Reiknireglurnar eru stofnaðar og þeim viðhaldið miðlægt í kerfinu samkvæmt ákvæðum kjarasamninga.
Hver kjarasamningur inniheldur reiknireglur um eftirfarandi atriði:
Yfirvinnu - eftir hvaða reglum reiknast yfirvinna
Álagsgreiðslur - eftir tegund vinnu, dagategundum og tíma
Aukatímagreiðslur (t.d.kaffitímar) - eftir tegund vinnu, dagategundum og tíma
Leyfi - hvaða leyfisréttindi hefur starfsmaður
Veikindarétt - hvaða rétt starfsmenn hafa í veikindum
Undir reikniregluna eru síðan skráðar eftirfarandi regluforsendur:
Vikudagur
Dagategund
Frá kl:
Til kl:
Launategund
Hlutfallsleg vinna (Já/Nei/autt)
Tímafjöldi/Margföldunarstuðull
Tímafjöldi vegna útkalls (v/útkalls)
Frávik við upphaf vinnutíma (v/útkalls)
Frávik við lok vinnutíma (v/útkalls)
Viðbót ef innan fráviks (v/útkalls)
Launategund útkalls
Reiknireglurnar reikna út viðveru starfsmanna niður á launategund.
Skilgreina reiknireglu:
Nýskrá:
Vinnuleið: Samningar -> Reiknireglur nýskrá hnappur efst í hægra horni myndarinna.
Í upphafi þarf að skilgreina fyrstu reikniregluna frá grunni en síðan er hægt að afrita reiknireglur til að flýta fyrir skráningu.
Afrita:
Vinnuleið: Samningar -> Afrita reiknireglu.
Tengja reiknireglur við samning
Skráningarmynd reiknireglu opnast þegar smellt er á plúsinn efst í hægra horni Samningar -> Reiknireglur.
Hægt er að hafa reiknireglu í gildi hluta úr ári til þess að það verði virkt þarf að fylla inn í svæðin Tímabil frá og Tímabil til. Ef þessi svæði eru auð gildir reiknireglan allt árið.
Nafn |
Skýring |
Heiti |
Sex stafa heiti á reiknireglu. |
Lýsing |
Textasvæði, lýsing á reiknireglu. |
Gildir frá |
Hvenær reiknireglan tekur gildi. |
Gildir til |
Hvenær reiknireglan fellur úr gildi. |
Tegund vinnu |
Fyrir hvaða tegund vinnu reiknireglan gildir. Verður að vera útfyllt. |
Vinnutímaskipulag |
Fyrir hvaða vinnutímaskipulag reiknireglan gildir. Ef autt þá gildir hún fyrir allar tegundir |
Helgidagafrí |
Gildir reiknireglan fyrir þá sem eru á helgidagafríi eða ekki. Ef autt þá gildir hún fyrir alla óháð helgidagafríi. Svæðið er aðeins virkt fyrir vaktavinnumenn. |
Reiknast utan aukatíma |
Á að reiknast utan skilgreindra aukatíma (matar- og kaffitíma). |
Fæðisfé |
Ef já þá er þetta reikniregla sem gildir fyrir fæðisfé. |
Ef Já þá gildir reiknireglan sem kaffitímar, ef skilgreining kaffitíma á vinnufyrirkomulagi er: "Kaffitími reikniregla" |
|
Tímabil frá |
Upphafsgildistími reiknireglur ef hún er aðeins í gildi hluta af ári (dd.mm) |
Álag |
Ef já þá á að skipta út launategundum. Nýr flipi verður til á samningi, "Álag". Þar er skráð hvaða lauanategundum á að skipta út (tengist læknasamningum 2016). Ef valið er Talning þá triggerar reiknireglan að viðkomandi tegund vinnu telst með í álagstalningu. Dæmi: Reiknireglur fyrir G1 og G2 eru merktar talning, þá teljast þær með í talningu á gæsluvöktum. |
Álag fjöldi mán |
Ef álag, hvað á að telja marga mánuði aftur (tengist læknasamningum 2016). |
Álag lengd vaktar |
Lágmarkslengd vaktar til að vera tekin með í álagstalningu (tengist læknasamningum 2016). |
Tímabil til |
Lokagildistími reiknireglu ef hún er aðeins í gildi hluta af ári (dd.mm) |
Útreikningur á vinnutíma |
Ef já þá gildir reiknireglan sem tímar upp í vinnuskyldu. |
Skrá þarf síðan forsendur á reikniregluna. Það er gert með því að opna reikniregluna og skrá á hana forsendur.
Á myndinni hér fyrir neðan eru t.d. forsendur fyrir því hvernig reikna á vaktaálag hjá vaktavinnumönnum sem hafa helgidagafrí.
Er hægt að nota ef t.d. starfsmaður á að fá ákveðinn tíma ef hann er í vinnu að tilgreindu lágmarki yfir einhvern tíma dagsins.
Dæmi: Starfsmaður á að fá 0.25 klst í yfirvinnu ef hann er að lágmarki við í 2 tíma á tímabilinu 8 – 12.
Ef svæðið er óútfyllt hefur þetta engin áhrif.
Hlutfallsleg vinna
Það verður að skrá annaðhvort "Já" eða "Nei" í hlutfallsleg vinna. Ef svæðið er autt þá reiknast ekkert.
Hlutfallsleg vinna = Já þá miðast útreikningur við lengd stimplunar/vaktar.
Dæmi á mynd hér fyrir neðan. Frá 00:00 - 00:00 á vikudögum er viðvera margfölduð með 1.2.
Fyrir hvern klukkutíma reiknast því 1.2 á launategundina yfirvinna.
Hlutfallsleg vinna = Nei, þá er útreikningur óháður lengd stimplunar/vaktar.
Dæmi á mynd hér fyrir neðan. Ef starfsmaður er stimplaður inn frá 00:00 - 00:01 þá reiknast 0.33 á launategundina yfirvinna. Óháð því hvað stimplunin er löng.
Tengja reiknireglu við samning:
Reiknireglur eru tengdar einum eða fleiri kjarasamningum.
Vinnuleið: Samningar->Samningar, velja samning, velja flipann reiknireglur og smella á Nýskrá hnappinn þar.
Þá birtist skráningargluggi þar sem velja þarf reiknireglu sem á að tengja við samning og skilgreina frá hvaða dagsetningu hún gildir.
Athugið að ef verið er að tengja reiknireglu við tímabil þar sem til eru tímafærslur þarf að endurreikna til að útreikningurinn miðist við nýjustu breytingar á reiknireglum.