Fastur tímafjöldi greiddur fyrir þá sem hafa ekki aðgang að mötuneyti og eiga vinnuskyldu á ákveðnu tímabili sem skilgreint er í reiknireglu fyrir fæðisfé.
Reiknast ekki hlutfallslega.
Eingöngu fyrir starfsmenn í 50% eða hærra starfshlutfalli.
Skilgreint í reiknireglu hve margar einingar eigi að greiða fyrir mætingu.
1. Skilgreina þarf reiknireglu fyrir fæðisfé. Vinnuleið: Samningar->Reiknireglur->Nýskrá
2. Tengja þarf reikniregluna við þá kjarasamninga sem við á.Vinnuleið: Samningar->Samningar->Flipinn reiknireglur->Nýskrá hnappur
3. Tengja reiknireglu við starfsmann. Vinnuleið:Starfsmenn->Vinnufyrirkomulag starfsmanns.
Hér fyrir neðan er dæmi um reiknireglu fyrir fæðisfé. Í þessu dæmi á að greiða eina einingu í fæðisfé ef starfsmaður á vinnuskyldu á bilinu 11:00 - 14:00.
Starfsmaður fær aðeins greitt fæðis- og flutningsgjald ef hann er stimplaður inn á allan tímann, í þessu dæmi frá 11:00 - 14:00.
Tengja þarf reikniregluna við kjarasamning og að lokum þarf að skilgreina hvaða starfsmenn eiga rétt á því að fá fæðisfé.
Á vinnufyrirkomulagi starfsmanns er því stýrt hvort starfsmaður eigi rétt á fæðisfé eða ekki, sjá mynd hér fyrir neðan.