Hæfniþættir og færnistig starfsmanna eru geymd í starfsmannakerfi eða Vinnustund, fer eftir uppsetningu.
Þessir þættir eru notaðir við vaktaáætlanagerð þar sem mönnunarþörf gerir ráð fyrir tilteknum fjölda starfsmanna með ákveðna hæfniþætti og ákveðið færnistig á hverjum tíma.
Hæfni og færni er skráð á vaktir.
Starfsmaður, næsti yfirmaður, starfsmannadeild.
Til að hægt sé að skoða hvaða hæfni og færnistig er skráð á starfsmann. Nýtist við gerð vaktaáætlunar.
Skrá starfsmann í starfsmannakerfi
Skrá hæfni á starfsmann í starfsmannakerfi
Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja hæfniflipa í starfsmannamynd.
Aðgerð |
Vinnuleið |
Skýring |
Starfsmenn -> Starfsmenn -> Hæfni |
Skoða hvaða hæfni og færnistig er skráð á starfsmann. |
Hæfni starfsmanns(Starfsmenn->Starfsmenn->Hæfni)
Starfsmaður getur haft fleiri en einn hæfniþátt og fleiri en eitt færnistig innan hæfniþáttar.
Hæfniþáttur starfsmanna er skráður í starfsmannakerfi eða Vinnustund.
Starfsmenn eru skráðir á vaktir miðað við þá hæfni sem skráð er á þá.
Flipinn Hæfni birtist eingöngu hjá þeim starfsmönnum sem vinna vaktir. Þeir þurfa að hafa Já í svæðinu "Vinnur vaktir" í "Nánar" flipanum.