Yfirvinnusamningur starfsmanns

Hér má finna hvaða yfirvinnusamningar eru tengdir á starfsmanninn.

Ef yfirvinna er ekki greidd skv. kjarasamningum heldur gerður yfirvinnusamningur milli einstakra starfsmanna eða hópa og stofnunar, þá er yfirvinna greidd samkvæmt reglum sem skilgreindar eru í yfirvinnusamningi sem síðan er tengdur við starfsmann.

 

Dæmi um yfirvinnusamninga:

  1. Aðeins greitt fyrir yfirvinnu unna á laugardögum, sunnudögum og stórhátíðardögum. Yfirvinna er einnig greidd fyrir útköll sem taka að minnsta kosti 4 tíma í einu, sama hvaða degi þau lenda á.

  2. Aðeins greitt fyrir yfirvinnu unna á laugardögum, sunnudögum og stórhátíðardögum.

  3. Fyrstu tveir tímar af yfirvinnu, eftir að umsömdum vinnutíma lýkur, eru ekki greiddir, nema starfsmaður hafi skilað að fullu umsamdri vinnu yfir mánuðinn. Yfirvinna fyrir meira en tvo tíma er alltaf greidd.

  4. Engin yfirvinna er greidd.

  5. Aðeins greidd yfirvinna fyrir útköll sem taka meira en 4 tíma í einu.

 

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, starfsmannadeild.

 

Tilgangur

 Yfirmaður getur skráð/skoðað yfirvinnusamning starfs.

Áður gert

Vera búinn að tengja starf í VS

 

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni  starfsmanns. Velja yfirvinnuflipa í starfsmannamynd.

Mögulegar aðgerðir (Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Tengja yfirvinnusamning

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Yfirvinna -> Nýskrá

Tengja yfirvinnusamning við starfsmann. Yfirmaður og starfsmannadeild hafa aðgang til að framkvæma þessa aðgerð.

Skoða yfirvinnusamning starfsmanns

Starfsmenn ->Starfsmenn -> Yfirvinna

 

Skoða hvaða yfirvinnusamningur er tengdur á starfsmann.

Loka yfirvinnusamningi

Starfsmenn ->Starfsmenn -> Yfirvinna -> Breyta

 

Loka yfirvinnusamningi starfsmanns

 

 

Tengja yfirvinnusamning( Starfsmenn ->Starfsmenn -> Yfirvinna -> Nýskrá )

 

skra_yfirvinnusamning.gif

 

 

Svæði

Lýsing

Yfirvinnusamningur

Velja yfirvinnusamning úr vallista (skilgreindur í Stýringar->Yfirvinnusamningar)

Dags.frá

Dagsetning hvenær samningur tekur gildi. Nauðsynlegt að fylla út

Dags. til

Dagsetning hvenær yfirvinnusamningur fellur úr gildi

 

 

Skoða yfirvinnusamning starfsmanns(Starfsmenn->Starfsmenn->Yfirvinna)

 

Röðun, nýjasti samningur birtist efst. Aðeins hægt að breyta nýjasta samningi. Hægt að eyða samningi ef ekki er búið að gera upp til launa.

 

 

yfirvinnusamningar_stm.gif

 

Loka yfirvinnusamningi

 

Þegar yfirvinnusamning er lokað eru vinnuskil alltaf núllstillt ef til er inneign.

loka_yfirvinnusamningi_nullstilla_vinnuskil.gif

 

Ef starfsmaður á inneign í vinnuskilum er boðið uppá að núllstilla "samtals mismunadálk" þegar yfirvinnusamningi er lokað.

loka_yfirvinnusamningi_nullstilla_mismunadalk.gif