Vaktastýringar starfsmanns

Hér má setja inn stýringar á starfsmann sem yfirtaka stýringar sem settar voru fyrir tegund vinnu á viðkomandi skipulagseiningu í vaktahlutanum.

Hægt er að setja inn vaktastýringar fyrir hverja tegund vinnu.

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, starfsmannadeild.

 

Tilgangur

Tekið er mið af vaktastýringum starfsmanns við vaktagerð.

Áður gert

Starfsmaður tengdur í VS

Starfsmaður með Já í svæðinu Vinnur vaktir í Nánar flipanum.

 

Hvar og hvernig gert

Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja vaktastýringaflipa í starfsmannamynd.

 

Mögulegar aðgerðir(Aðgerðirnar eru hlekkir til að komast beint í nánari upplýsingar um þær)

 

Aðgerð

Vinnuleið

Skýring

Skoða vaktastýringar starfsmanns

Starfsmenn ->Starfsmenn -> Vaktastýringar

 

Ég -> Vaktastýringar

Skoða hvaða vaktastýringar eru á starfsmanni.

Vaktstýringar starfsmanns yfirtaka vaktastýringar á starfseiningu.

Skrá vaktastýringar

Starfsmenn ->Starfsmenn -> Vaktastýringar -> Nýskrá

Skrá vaktastýringar á starfsmann

Breyta/eyða vaktastýringum

Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vaktastýringar -> Breyta

Breyta/eyða vaktastýringum starfsmanns

 

 

 

Vaktastýringar starfsmanns (Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vaktastýringar)

 

Breyta eða eyða má vaktastýringum með því að smella á blýantinn.

 

Ef engar vaktastýringar eru skráðar á starfsmann gilda þær vaktastýringar sem eru skilgreindar fyrir skipulagseiningu í vaktahluta.

 

Starfsmaður verður að hafa aðgang að ábyrgðarsviðinu "Yfirmaður" til að geta sett vaktastýringar á aðra starfsmenn.

 

Aðeins er hægt að hafa eina vaktastýringu í gildi fyrir hverja tegund vinnu.

Þær stýringar sem settar eru í þessum flipa gilda eingöngu fyrir viðkomandi starfsmann.

 

vaktastyringar1.gif

 

 

Nýskrá vaktastýringar (Starfsmenn -> Starfsmenn -> Vaktastýringar -> Nýskrá)

 

nyskra_vaktastyringar.gif

 

 

 

Svæði

Skýring

Tegund vinnu

Vaktastýringar eru skilgreindar fyrir hverja tegund vinnu

Hámarkslengd vaktar í klst

Hve marga tíma hver vakt má taka í klukkustundum

Lágmarkslengd vakta í klst

Lágmarkstími vaktar í klukkustundum

Hámarksfjöldi vakta í lotu

Hve margar vaktir má setja á starfsmann í einni lotu

Næturvinna

Vinnur starfsmaður um nætur eða ekki

Hámarksfjöldi samliggjandi næturvakta

Hve margar nætur í röð má setja starfsmann á næturvakt ( aðeins notað ef starfsmaður vinnur næturvaktir)

Fjöldi daga milli næturvaktaraða

Hve margir dagar verða að líða á milli næturvaktaraða

Vinnur helgar

Vinnur starfsmaður um helgar eða ekki

 

Tíðni helgarvakta

Hve oft vinnur starfsmaður um helgar (aðeins notað ef starfsmaður vinnur um helgar)