Tengja starfsmann við vaktarúllu

Rúllur starfsmanns segja til um hvernig vaktamynstur hans lítur út. Starfsmaður getur verið tengdur við fleiri en eina rúllu á sama tímabili þar sem rúllurnar geta verið yfir mismunandi vaktir eins og t.d. ein rúlla fyrir fastar vaktir önnnur fyrir helgarvaktir og kannski ennþá önnur fyrir bakvaktir.

Hver framkvæmir

Næsti yfirmaður, starfsmannadeild.

Tilgangur

Tengja ákveðna starfsmenn við ákveðnar vaktarúllur (vaktamunstur) sem búnar eru til í Vinnu.

Í Vinnu er síðan hægt að rúlla út vöktum á þessa starfsmenn samkvæmt þessum vaktamynstrum.

Áður gert

Vera búinn að tengja starfsmann í VS

Útbúa vaktarúllu í Vinnu

Hvar og hvernig gert

Stund->Starfsmenn->Starfsmenn->setja inn leitarskilyrði og smella á Leit.

Smella á nafn starfsmannsins sem á að vinna með.

Velja flipann "Rúllur" í starfsmannamynd.

 

Veldu "Nýskrá" hlekkinn síðan þá vaktarúllu sem þú ætlar að tengja við starfsmanninn. Ef þú vilt breyta þá smellir þú á blýantinn.

Settu inn byrjunardagsetningu, þ.e. hvenær rúllan tekur gildi.

Veldu síðan númer á fyrsta degi í rúllu ( þ.e. hvar í rúllunni starfsmaðurinn er staddur miðað við byrjunardagsetningu).

Smelltu á "Vista" hnappinn.

 

stund_rullur.gif

 

Svæði

Skýring

Þarf að fylla út

Skipulagseining

Velja skipulagseiningu rúllunnar

Rúlla

Velja rúllu úr lista. Rúllur eru skilgreindar í vaktahluta kerfisins.

Byrjunardagsetning rúllu

Hvenær rúllan byrjar miðað við númer á fyrsta degi í rúllu.

Endadagsetning

Hvenær rúllan hættir að vera tengd starfsmanni

Nei

Númer á fyrsta degi í rúllu

Hvar starfsmaðurinn er staddur í rúllunni miðað við byrjunardagsetningu