Starfsmaður sem gengur vaktir getur gert samning við yfirmann sinn um að hann vinni ekki á ákveðnum tímum, t.d. vegna tómstundaiðkunar ákveðin kvöld í viku.
Hægt er að setja upp mynstur sem nær yfir fleiri en eina viku. T.d. getur starfsmaður ekki unnið mánudagskvöld og miðvikudagsmorgna aðra hvora viku.
Þetta er einnig hægt að skrá í vinnuborði vaktaáætlunar.
Þessi ósk er birt í vinnuborði vaktaáætlunar (í Vinnu). Við vinnslu á vaktaáætlun sér vaktasmiður þessar óskir. Hann getur þó sett starfsmann á vaktir á þeim tíma sem hann óskar að vinna ekki.
Vaktarúllur taka ekki tillit til þessarar stýringar en það gerir sjálfvirknin og setur starfsmenn ekki á vaktir á þessum tíma.
Þessi stýring er sett niður á vikugrunni.
Næsti yfirmaður, starfsmannadeild.
Til að vaktasmiður geti reynt að koma til móts við óskir starfsmanna um að vera ekki settir á vaktir á þeim tímum sem henta þeim illa.
Tengja starfsmann við Stund
Skilgreina að starfsmaður vinni vaktir.
Fara í ábyrgðasvið Starfsmenn, aðgerðina Starfsmenn. Hrinda af stað leit eftir nafni starfsmanns. Velja flipann Utan vinnu í starfsmannamynd.
Á myndinni hér fyrir neðan er dæmi um starfsmann sem óskar eftir því að vera ekki settur á vaktir frá 16:30 til 23:00 á þriðjudagskvöldum.
Fara í flipann utan vinnu og nýskrá. Skrá heiti, lengd í vikum og frá hvaða degi þetta á að taka gildi. Vista.
Smella á heiti yfirfærslu (í þessu dæmi "3.hver miðvikudagur) og nýskrá í nýjum glugga.
Velja dagategund (vikudagar eða mönnunardagar)
Vikunúmer.
Númer vikudags (ef valinn er vikudagur). Mánudagur er vikudagur 1. Í þessu tilfelli er verið að skrá á miðvikudag sem er vikudagur númer 3.
Tími utan vinnu.