Nýjasta útgáfan af Vinnustund

Hægt er að sjá útgáfunúmer með því að smella á Um kerfið

 

Útgáfa 2023.3

Fyrning orlofs - frestun fyrningar á einstaka starfsmenn - Athugið þessi virkni á ekki við um ríkisstofnanir

Launafulltrúar geta skráð fyrningu orlofs hjá einstaka starfsmönnum sem eru í langtímafjarvistum t.d. vegna veikinda eða fæðingarorlofs. Skráning frestar allri fyrningu á tímabilinu en gefur ekki möguleika á að skrá ákveðinn fjölda tíma. Frestun fyrningar er skráð í leyfismynd starfsmanns (Starfsmenn-Leyfi-Frestun fyrningar). 

Sjá nánar Fyrning orlofs 2024

 

Bunkar - vaktahvati á 2 störf og flutningur á milli skipulagseininga

Nú er hægt að keyra sér bunka í lok uppgjörstímabils þar sem vaktahvati er reiknaður þvert á stofnun/fyrirtæki.Þeir starfsmenn sem eru er í tveimur störfum eða hafa flust á milli skipulagseininga á uppgjörstímabili koma þá í þeim bunka.Það þarf að vera búið að senda alla aðra bunka til launa þegar þessi bunki er keyrður. Finna þarf einn aðila á hverri stofnun/fyrirtæki sem fær það hlutverk að keyra þennan bunka.

 

Bunkar - bæta störfum við bunka sem fóru á villu

Viðbætur við bunkavinnslu. Hægt er að bæta störfum, sem fóru á villu og búið er að laga villuna, við bunkann án þess að þurfa að eyða bunka og keyra aftur.

Í villusíðu bunka  bætist við nýr hnappur "Keyra störf á villu í þennan bunka". Ef smellt er á þann hnapp er þeim störfum sem fóru á villu og búið er að laga bætt í bunkann.

Inni í bunkanum er kominn nýr dálkur "Dags í bunka". Í hann er skráð dagsetning ef störfum er bætt við bunkann.

Í bunkayfirliti birtist upphrópunarmerki fyrir aftan Dags. bunka ef viðbótargögn hefur verið bætt við bunkann eftir stofnunardag.

 

Bunkar - vinnuskil - vantaði stopp ef umfram hámark 

Við breytingu á í útgáfu 4.18 kom í ljós að það vantaði stopp ef skuld í vinnuskilum fór umfram stillingar á hámarki í vinnuskilum. Tékkið var einungis gert ef samtals tímar innan tímabils fóru umfram stillingar á hámarki. 

Lagfæring gerð á því.

 

Bunkar - óuppgert - starfsmenn

Í flipanum "Óuppgert" í bunkamyndinni er búið að bæta við flipanum"Starfsmenn". Þar er hægt að sjá störf sem eru með tímafærslur á uppgjörstímabili sem eru ekki komnar í bunka í uppgjöri.

 

Bunkar - stofna/eyða - keyra létta bunka strax

Breyting gerð á bunkavinnslu þar sem kerfið metur hvort keyra eigi bunka strax eða senda hann í vinnslubiðröð. Stilling á uppsetningu um hámark fjölda sekúnda sem bunki má keyra í sívinnslu.

Þegar bunki er settur af stað er hámarkskeyrslutími síðustu bunka á skipulagseiningu skoðaður. Ef sá keyrslutími er lægri en stillingin um hámark á uppsetningu  þá er bunkinn keyrður strax, annars settur í runuvinnslu. 

 

Tímar - meðaltalsvakt, skörun við næturvakt

Villuprófun á skráningu fjarvista yfir tímabil var breytt. Þegar engin vakt var til fyrir á tímabili var hægt að skrá niður fjarvist sem skaraði næturvakt sem náði fram yfir 08:00 á fyrsta degi tímabils. Nú kemur melding ef skráning skarar næturvakt frá deginum á undan.

 

Hvíldartímar - excel úttak

Excel úttak fyrir C brot birti ekki skráða tíma á brotum. Það lagað.

 

Aðgangur - breytingar

Uppfært útlit - flipar efst fjarlægðir og settir inn takkar í staðinn

Hægt er að skrá fleiri en eitt aðgangshlutverk í einu

Hægt að leita í skipulagseiningavali þegar skrá á skipulagseiningu á starfsmann

Viðvaranir þegar vantar upp á skráningu aðgangs gerðar sýnilegri. Línur sem virka ekki sem skyldi merktar með gulu

Röðun á starfsmannalista löguð í aðgangsmynd (raða eftir nafni eða skipulagseiningu) og einnig í aðgangsflipa í starfsmannamynd (nafn)

Ef stofnun/fyrirtæki notar skipuritsnúmer í aðgangsmynd er hægt að raða skipulagseiningalista í stafrófsröð eftir heiti skipulagseiningar eða skipuritsnúmeri

Hægt er að breyta mörgum aðgangshlutverkum í einu. Breyta dagsetningum og takmörkun á yfirmanns- og launafulltrúaaðgangi í einni aðgerð í flipa í breytingarham fyrir aðgangshlutverk.

Hægt að loka aðgangi starfsmanns með einni aðgerð, bæði á einni stofnun og öllum stofnunum sem starfsmaður hefur aðgang að

Endurnýta aðgangsmynd í aðgangsflipa í starfsmannamynd

 

Starfsmaður - uppgjör

Lagfæring gerð á birtingu á svæðinu "Yfirvinna (17-18)" í uppgjöri í starfsmannamynd. Tölur gátu margfaldast ef margar yfirvinnulínur voru í uppgjöri. Það lagað.

 

Stýring á stofnun/fyrirtæki - hvernig sækja á Vinnu

Ný stýring í stýringar - stofnun/fyrirtæki. Sækja Vinnu í gegnum Vinnustund eða miðlægt. Ef miðlægt er valið birtist "sækja vaktakerfi" ekki undir Ýmislegt.

 

Útgáfa 2023.2

Fjarvistaósk - Breyta fjarvistaósk í nánar síðu

Í útgáfu 2023.1 var birt leyfisstaða starfsmanns í svæðinu "Fjöldi tíma óskað" í stað tíma sem óskað var eftir í leyfi. Þetta var lagað.

 

Yfirfara tímar - Kostnaðarsamtala

Bætt við samtölu fyrir kostnaðarfærða tíma neðst í yfirfara tímar, niður á launategund.

 

Aðgangur - afrita aðgang milli starfsfólks

Hægt er að afrita aðgang á milli starfsfólks, bæði tímabundinn aðgang og varanlegan aðgang. Hægt að loka aðgangi þess sem afritað er frá í sömu aðgerð.

 

Aðgangur - Sviðskóði á starfseiningum í aðgangsmynd

Sett inn stilling á uppsetningu sem stýrir hvaða stofnanir fá sviðskóða fyrir framan heiti skipulagseininga í aðgangi að skipulagseiningum.

 

Starfsmenn - nánar flipinn má óska vakta sjáfvirkt já hjá vaktavinnufólki

Þegar starfsfólki er breytt í vaktavinnu kemur sjálfkrafa já í vinnur vaktir í nánar flipanum. Bætt við þeirri virkni að nú kemur einnig sjálfkrafa já í má óska vakta.

 

Sjálfsþjónusta - leyfi

Nú er tekið tillit til handskráðrar ávinnslu í ávinnsludálki í einfaldri sýn í leyfismynd í sjálfsþjónustu.

 

Stýringar - skipulagseining

Tekin út heimild yfirmanns til að breyta stýringum skipulagseininga og einnig möguleiki á að breyta upplýsingum í vissum flipum í stýringarmynd skipulagseiningar.

 

Skýrslur - merkingar

Ef valið var að leita að merkingum á vaktir á margar skipulagseiningar í einu þá birtust aðeins niðurstöður fyrir síðustu skipulagseininguna í listanum.

 

Skýrslur - Bradford, texta bætt við

Texta með nánari skýringu á talningu í Bradfor skýrslu bætt við.

 

Skýrslur - Ný skýrsla Veikindahlutfall

Ný skýrsla sem birtir ekki niðurstöður á skjá og sendir allar vinnslur í vinnslubiðröð. Skýrslan er eingöngu aðgengileg fyrir launafulltrúa. Hægt er að fá reiknað veikndahlutfall niður á samninga hjá öllum starfseiningum og stofnunum sem launafulltrúi hefur aðgang að.

 

Skýrslur - Mætingar

"Mín" skipulagseining birtist ekki ekki í vallista, það var lagfært

 

Skýrslur - veikindaréttur (sviðsstjóra/lesaðgangur)

Ef starfsmaður var með sviðsstjóraaðgang/lesaðgang að stofnun þá sáust engir starfsmenn í skýrslur - veikindaréttur. Það var lagað.

 

Samningar - leit

Ef bókstafur er í heiti samnings þurfti að leita með hástaf/lágstaf eftir því hvað samningurinn heitir. Það var lagfært.

 

Verkbókhald - flipa heiti

Þegar komið er inn í verkbókhaldssíðu þá er núna samræmt heiti á fremsta flipa.

Bæði í yfirfara og sjálfsþjónustu hét flipinn Dagar þegar fyrst var komið í flipa, en þegar aðrir flipar voru valdir stóð Tímabil. Lagað þannig að þegar fyrst er komið í síðuna heitir fyrsti flipi Tímabil.

 

 

Útgáfa 2023.1.5

Bunkar - Lagfæringar

Lagfæring á villuprófun á kostnaðarfærslum og bæta tékk þegar bunkum er eytt.

 

Útgáfa 2023.1.4

Bunkar - villuprófun á kostnaðarfærslum 

Lagfæring á villuprófun á kostnaðarfærslum sem kom í 2023.1.3. Bætt við tékki á vinnuskylduvöktum og núllstillingu milli starfsfólks.

 

Verkbókhald leit

Íslenskir stafir virkuðu ekki í leit í verkbókhaldi.

 

Bakvaktarfrí - aukin ávinnsla umfram hámark

Brot í sögu starfsfólks voru farin að mynda fleiri línur í ávinnslu eftir að orlofsprósentu úr launakerfi var bætt við. Samanburður á línum bættur til aðmynda færri línur í ávinnslusögu eins og áður.

 

Útgáfa 2023.1.3

Bunkar - villuprófun á kostnaðarfærslum

Bætt við villuprófun á kostnaðarfærslur við stofnun bunka. Athugað hvort kostnaðarmerkingar á tímafærskráningu skari vinnutíma sem er ekki með kostnaðarstað eða er með annan kostnaðarstað. Ef munur á kostnaðarfærðum tímum og vinnutíma sem er ekki með sama kostnaðarstað sem skara vinnutíma fer uppfyrir það sem skráð er á uppsetningu er bunkavinnsla stoppuð.

 

Bunkar - yfirvinnusamningur í gildi hluta uppgjörstímabils

Bætt við aukatékki þar sem yfirvinnusamningur er ekki í gildi allta tímabilið. Passað uppá að ekki greiðist meira en unnið er á launategund yfirvinnu.

 

 

Útgáfa 2023.1.2 - Helstu viðbætur

Leyfi - útreikningur á ávinnslu

Breyting gerð á útreikningi ávinnslu eftir breytingar vegna fyrningar orlofs. Útreikningur á ávinnslu varð rangur hjá starfsfólki í hlutastarfi.

 

Sjálfsþjónusta - vaktaáætlun

Lagfæring á skrýtnum táknum í magnskráningu óska í sjálfsþjónustu. Birting á magnskráningarflipa löguð.

 

Útgáfa 2023.1.1 - Helstu viðbætur

 

Kostnaðarfærslur hjá yfirmönnum með takmarkaðan aðgang

Lagfæring á breytingum í 2023.1. Á við yfirmenn sem hafa takmarkaðan aðgang  að einni skipulagseininigu og ótakmarkaðan aðgang að annarri. Takmarkaður aðgangur að einni skipulagseiningu hafði þau áhrif á ótakmarkaða skipulagseiningu að yfirmaður með ótakmarkaðan aðgang að þeirri skipulagseiningu sá ekki kostnaðarfærslur á skipulagseiningunni þrátt fyrir að mega sjá allt starfsfólk.

Yfirmaður með takmarkaðan aðgang að skipulagseiningu fær nú ekki upp til samþykktar kostnaðarfærslur frá starfsfólki utan þeirrar skipulagseiningar.

 

Sjálfsþjónusta - Smástund, fela QR kóða og birta viðvörun

Tveir notendur deildu óvart skjáskoti af QR kóðanum sínum þegar þeir voru að búa til leiðbeingar fyrir starfsfólk varðandi Smástund. Búið er að bæta við viðvörun fyrir ofan QR kóðann "Ekki deila með öðrum".

Að auki er QR kóðinn falinn þangað til smellt er á  hnappinn "Sýna QR" sem birtir hann í 15 sekúndur.

 

Fyrning orlofs - stilling á fyrirtæki

Hægt er að stilla á fyrirtæki hvort fresta eigi fyrningu orlofs og hvort fyrna eigi að hluta.

 

Aukatímar

Lagfærð birting á skráðum samningum á aukatímum, vantaði upplýsingar um það hver skráði.

Hækkuð var leyfileg tala sem má skrá sem aukatíma ef skráðar eru einingar til að geta ráðið við útlagðan kostnað.

 

Útgáfa 2023.1 - Helstu viðbætur

 

Hvíldartímabrot - vantar samþykktarmöguleika hjá yfirmönnum

Ef fyrsta niðurstaða í hvíldartímum var vegna sitmplunar án vaktar á móti eða vegna sitmplunar á móti vakt af annarri tegund en almenn vakt birtist ekki plúsmerkið hjá yfirmönnum til að gera þeim mögulegt að samþykkja brot.

 

Hvíldartímabrot - yfirmaður samþykkir eigin brot

Ef yfirmaður má ekki samþykkja sjálfan sig í tímamynd þá má hann heldur ekki samþykkja hvíldartímabrot hjá sjálfum sér.

 

Kostnaðarfærslur hjá yfirmönnum með takmarkaðan aðgang

Yfirmenn með takmarkaðan aðgang sáu áður starfsmenn sem þeir höfðu ekki aðgang að ef þeir kostnaðarfærðu tíma á þeirra skipulagseiningu. Núna sjá þeir aðeins sína starfsmenn og kostnaðarfærslur tengdar þeim. Yfirmenn  með ótakmarkaðan aðgang þurfa að samþykkja kostnaðarfærslur frá öðrum skipulagseiningum.

 

Vaktavinna - vinnuskylda

Lagfæring gerð á útreikningi á vinnuskyldu vaktavinnufólks ef starfsmaður var að fara á milli samninga á miðju uppgjörstímabili og samningar voru með mismunandi stýringar.

 

Hægt að skrá tímafærslur sem skarast á dagvinnufólk

Ef stimplun er frá því fyrir miðnætti á dagvinnufóki og vinnutími fer yfir á nýjan dag og ný stimplun er skráð eftir miðnætti kemur ekki lengur melding um að tímafærslur skarist.

 

Flipinn Uppgjör í starfsmannamynd

Ef endadagsetning hafði verið skráð á starf var ekki hægt að skoða uppgjörsflipann, þetta var lagað.

 

Flipinn Aðgangur í starfsmannamynd

Í flipanum Aðgangur í starfsmannamyndinni birtist hnappur sem beinir notanda með aðgangshlutverkið Aðgangur yfir í myndina þar sem hægt er að breyta aðgangi starfsmanns.

 

Starfsmenn leyfi -leyfisréttindi skráð á starfsfólk sem ekki hefur hafið störf

Nú er hægt að skrá leyfisréttindi fram í tímann á starfsfólk sem ekki hefur hafið störf.

 

Áunnir hvíldartímar - breyta leyfi í laun

Aðrir notendur en launafulltrúar geta ekki breytt leyfi í laun lengra aftur í tímann en sem nemur stillingu í uppsetningartöflu. Allir aðgerðarhnappar til að framkvæma þá aðgerð birtast ekki á færslum sem eru eldri en stilling leyfir.

 

Verkbókhald - listar

Dagsetningar færslu skiluðu sér ekki yfir í yfirlit verkbókhalds þegar smellt var á hlekkinn aftast í niðurstöðum í listum til að skoða færslur nánar.

 

Síusamningur - kostnaðarfærslur 

Bætt við síusamning að aðeins sé hægt að senda kostnaðarmerktar færslur fara til launa fyrir ákveðna launtegund.

Einnig er hægt að láta ákveðinn síusamning og yfirvinnusamning skrást sjálfkrafa við nýskráningu á vinnufyrirkomulagi.

ATH - þetta er aðeins virkt hjá Reykjavíkurborg eins og er. 

 

Skýrslur - fjarvistir

Núna er hægt að birta skýringar, merkingar stofnunar og skipulagseiningar í fjarvistaskýrslu.

 

Skýrslur - veikindaréttur, davinna hlutastarf

Búið að breyta skýrslunni veikindaréttur þar sem "Veikindaúttekt dagvinna" á samningi er "miðað við viku" fyrir dagvinnufólk í hlutastarfi. Ef það eru frídagar í viku þá er stuðull hlutfallslega hærri á dögum miðað við hve margir vinnudagar eru í viku.

 

Útgáfa 4.19 - Helstu viðbætur

 

Vinnuskil – Núllstilla vinnuskil og vaktavinnuskil (ekki virkt á öllum uppsetningum)

Ný vinnuleið og ný síða þar sem hægt er að núllstilla vinnuskil og vaktavinnuskil starfsmanna. Hægt að leita eftir deildum og takmarka við vinnutímaskipulag. Hægt er að núllstilla alla á deildum eða velja einstaka starfsmenn til að núllstilla.

 

Fyrning orlofs – Birting upplýsinga um fyrningu

Í leyfismynd starfsmanns kemur athugasemd ef orlofsréttindi hans eru með fyrningu í stýringu og úttektartímabil er liðið. Staða orlofs verður stjörnumerkt og athugasemd birtist fyrir neðan töflu. Í skýrslunni Staða leyfis er nýr dálkur, "Fyrnist í lok tímabils" sem segir til um hvort leyfisréttindi starfsmanns fyrnist í lok tímabils eða ekki.  

 

 

Sjálfsþjónusta - Einstaklingur getur skráð á sig bakvakt

Nú er hægt að gefa starfsmanni/skipulagseiningu leyfi til að skrá á sig bakvakt í sjálfsþjónustunni. Þetta er nýr valmöguleiki á stýringu starfsmanns og skipulagseiningu, “Starfsmaður má skrá/eyða bakvakt". Sjálfgefið gildi er Nei. 

 

Fæðisfé – Breyting á útreikningi

Breyting var gerð á útreikningi fyrir reiknireglur þar sem er „Já“ i Fæðisfé. Áður reiknaðist eingöngu fæðisfé fyrir starfsmenn í meira en 50 % starfshlutfalli. Bætt var við rofa á uppsetningu þannig að hægt er að láta reikna fæðisfé fyrir alla starfsmann, ekki bara þá sem eru í 50% starfshlutfalli.

 

Yfirfara tímar, bakfærslur 

Nú er ekki hægt að bakfæra færslur á einstakling ef bunki hefur verið stofnaður en hann hefur ekki verið sendur til launa. Skilaboð birt um að ekki sé hægt að bakfæra færslur.

 

 

Skrá aðgang fram í tímann að annarri stofnun/fyrirtæki

Nú er hægt að skrá aðgang að annarri stofnun/fyrirtæki áður en starfsmaður hefur störf (fram í tímann).

 

 

Bunkar, eyða bunka þó nýrri bunki sé til

Bætt við tékki þegar bunka er eytt þannig að það má eyða bunka þó það sé nýrri bunki til ef engin starfsmaður í núverandi bunka er til í nýrri bunka.  

 

 

Eyða kostnaðarfærðum tímum og vöktum/vinnutímum 

Ef kostnaðarfærðri tímafærslu eða stimplun er eytt er kostnaðarmerking einnig tekin af samsvarandi vakt/vinnutíma og öfugt. Ef vinnufyrirkomulagi starfsmanns er breytt/lokað og boðið er uppá að eyða vöktum eftir lokadagsetningu þá eru allar kostnaðarmerkingar á tímafærslum á bak við þær vaktir teknar út. Vaktabreytingargjaldi sem tengist eyddum vöktum er einnig eytt. 

 

 

Starfsmenn – Nánar – Verkskráningarrofi

Ef verkbókhald er notað á stofnun/fyrirtæki birtist rofi í nánar flipa starfsmanns sem hægt er að nota til að fela verkbókhald í sjálfsþjónustu. Verkbókhaldsstillingu starfsmanns var einnig bætt við skýrsluna Stýringar starfsmanna.

 

 

Vinnufyrirkomulag – breyta vinnustundum á viku (ekki virkt á öllum uppsetningum)

Hægt er að breyta vinnustundum á viku á vinnufyrirkomulagi starfsmanns með vinnutímaskipulagið Dagvinnumaður með breytilegan vinnutíma þrátt fyrir að hann hafi verið bunkaður á þessu vinnufyrirkomulagi. 

 

Nánar – Yfirmaður má samþykkja sjálfan sig - skráð hver breytir

Stilling sett á starfsmann sem yfirskrifar samsvarandi stillingu á stofnun/fyrirtæki. Hægt að veita einstaka yfirmönnum leyfi til að samþykkja sjálfan sig þó svo almenna regla stofnunar/fyrirtækis leyfi það ekki. Skráð er hver breytir Nánar flipa starfsmanns og hvenær.

 

Sjálfsþjónusta - Vaktir - Upplýsingar í haus á vaktaáætlun

Breyta tölu sem er birt í Samtals upp í vinnuskyldu. Hún tekur nú mið af hámarki vægis og bætist ekki meira við hana en sem nemur hámarkinu. Hámark vægis á vaktaáætlun er bætt við í upplýsingar í haus vaktaáætlunar til nánari upplýsinga.

 

Staða vinnuskila - Dagsetningareitir

Sett inn fellival fyrir dagsetningar með upphafs- og lokadagsetningum uppgjörstímabila í stað þess að hafa frjálst val um dagsetningar. Í stað þess að birta nýjustu stöðu vinnu- og vaktavinnuskila er birt staða á þeirri lokadagsetningu sem er valin í skýrslunni. 

 

 

 

 

 

 

Útgáfa 4.18 - Helstu viðbætur

 

 

Yfirfara - Bunkar - flipinn Úttektir

Dálkum í úttektarflipa breytt til samræmis við bunkaflipann.

 

 

Yfirfara - Bunkar - merkja bunka sem eru mótteknir af launakerfi

Þegar launakerfi hefur móttekið bunka er hann merktur móttekinn í yfirlitsmynd fyrir bunka uppgjörstímabils með grænu hakmerki aftast.

 

Yfirfara - Tímar - Breyting á birtingu á starfshlutfalli

Ef breyting er á starfshlutfalli þá er birt upphafsdagsetningar nýrra hlutfallsins. Ef fleiri en ein breyting er á tímabilinu birtist upphafs- og endadagsetning þeirra hlutfalla sem byrja og enda innan tímabil og svo upphafsdagsetning nýjasta starfshlutfallsins.

 

 

Hvíldartímar - Nýtt brot (A1)

Útreikningur á nýju broti, A1, sem myndast ef 11 tíma hvíld er ekki náð eftir 24 tíma samfellda vinnu. Hámarksdagafjöldi aftur í tímann sem yfirmaður hefur til að samþykkja brot er settur inn í skýrslu fyrir C brot sem ræður því hvort skrá og breyta möguleiki er virkur.

 

Vaktahvatar - bakfærslur

Útreikningur á vaktahvötum hefur verið lagfærður þegar breytingar eru gerðar á eldri tímabilum.

Svo sem við bakfærslur, breytingar á fjarvistum, vakt bætt við osfrv.

 

Birta ekki leyfi sem búið er að endadagsetja

Leyfi sem hafa verið endadagsett fyrir ári eða meira og eru með núllstöðu, eru ekki birt í leyfismynd starfsmanns.

Ef einhver leyfi birtast ekki í leyfismynd birtist hnappurinn Öll leyfi þar sem hægt að sjá leyfi sem hefur verið lokað.

 

Skýrslur - Fjarvistir

Mannmargar stofnanir/fyrirtæki geta ekki keyrt skýrslu á allar skipulagseininingar ef eingöngu er valin fjarvistategund, ein eða fleiri. Vegna álags er núna takmarkað við 20 skipulagseiningar ef engin önnur leitarskilyrði eru sett en fjarvistategund. Fámennari stofnanir geta áfram keyrt skýrslu á allar deildir.

 

Skýrslur - Staða leyfis

Staða leyfis í runuvinnslu er núna keyrð á klukkutíma fresti utan dagtíma og um helgar.

 

Skýrslur - Launategundir

Launategundir tengdar vaktahvata eru ekki birtar í fellivali í leitarforsendum þar sem ekki er hægt að birta niðurstöður vegna vaktahvata nema niður á launatímabil.

 

Fatapeningar

Fatapeningar eru komnir inn í Vinnustund. Stilling í stýringum stofnunar og á vinnufyrirkomulagi starfsmanns. Launategund fyrir fatapeninga er skilgreind í stýringum kjarasamnings. Tímafjöldi stimplunar sem telur upp í fatapeninga er birtur undir viðeigandi launategund í Yfirfara – Tímar mynd.

 

Útgáfa 4.17 - Helstu viðbætur

Tímar – fletta milli uppgjörstímabila

Örvum bætt við fyrir aftan dagsetningarreiti til að fletta milli uppgjörstímabila í tímaleit.

 

 

Kaffitími - tímavinnumenn á vöktum

Opnað fyrir að hægt sé að greiða kaffitíma á vaktir fyrir tímavinnumenn á vöktum þrátt fyrir að þeir séu á kjarasamningi sem er með vaktavinnustyttingu.

Þetta er stilling á fyrirtæki  niður á vinnutímaskipulag.

 

Fjarvistaóskir – Takkar í sprettiglugga í samþykkt orlofsóska

Hægt að stilla niður á fyrirtæki hvaða texta á að birta á tökkunum sem segja til um hvort samþykkja eigi leyfi án lengingar eða með lengingu í sprettiglugganum þegar orlofsósk er samþykkt.

 

Tímar - vægi útreikningur

Nákvæmari útreikningur á vægi vakta, 4 aukastafir notaðir í stað 2.

 

Vetrarfrí/Helgidagsfrí skráning, lengja frest á notkun

Lengja frest á notkun á helgidagafrí/vetrarfríi úr 365 dögum í 668 frá endadagsskráningu á leyfis starfsmanns.  

 

 

Úttektir - Tímabil og dagsetningar í leit

Notandi getur ráðið hvort hann leitar í úttektum með fellivali fyrir uppgjörstímabil eða valið leitardagsetningar sjálfur.

 

Vinnufyrirkomulag skráð - villuprófun á starfshlutfall stýrir

Bætt við villuprófun við nýskráningu vinnufyrirkomulags á starfsmann. Ef starfshlutfall stýrir er á vinnufyrirkomulagi þá er athugað hvort starfshlutfall sé skráð á starf á þeim degi.

Ef starfshlutfall er 0 eða ekki skráð þá kemur villumelding á það.

 

Senda alla starfsmenn í allar klukkur

Nýr hnappur í stýringar-stofnanir, flipinn Stimpilklukkur, “Senda alla starfsmenn í allar klukkur” .

Aðeins sjáanlegur hjá þeim sem eru með aðgangshlutverkið "Launafulltrúi".

 

Verkbókhaldsskýrsla

Bætt við dálkinum Tæki í verkbókhaldsskýrslu.

 

Skýrslan Merkingar

Merkingum vakta bætt við skýrsluna.

 

 

 

Útgáfa 4.16 - Helstu viðbætur

 

Dagvinnumaður með breytilegan vinnutíma - stytting og vinnustundir á viku

Nýtt svæði á vinnufyrirkomulags starfsmanns,”vinnustundir á viku”. Þar er hægt er að setja inn viðveru starfsmanns á viku.

Þetta svæði birtist líka hjá vaktavinnumönnum sem eru ekki komnir með styttingu á kjarasamnnigi.

Svæðið "Samkomulag um klst. á viku ef annað en starfshlutfall" í nánar flipanum flyst í nýja svæðið "vinnustundir á viku" og birtist ekki lengur í nánar flipa. Gögn úr því svæði er afritað í athugsemd svæði svo sjáist hvað var skráð.

Útreikningi á vinnuskyldu breytt.

Úttekt á leyfi hjá starfsmönnum á vinnutímaskipulagi sem vinnur vaktir en er ekki með vaktavinnnustyttingu hækkuð miðað við vinnutíma á viku á samningi og “vinnustundir á viku” á vinnufyrirkomulag starfsmanns.

Formúla úttektar er = Vinnustundir á viku á samningi * (hlutfall starfsmanns / 100) * Vinnustundir á viku af vinnufyrirkomulag.

 

Tegund uppgjörstímabils

Nýtt svæði í tegund uppgjörstímabils, fjöldi uppgjöra innan launatímabils. Sjálfgefið er 1 í þessu svæði, aðeins þarf að skrá í svæðið ef fjöldi uppgjöra innan launatímabils er ekki 1 (LSH og SAK nota t.d. 2 tímabil í dag og þyrftu að skrá).

 

 

Tegund uppgjörstímabila - breytt launatímabil

Áætlaður vaktahvati í sjálfsþjónustu einstaklings (vaktahvataflipi undir vaktir) birtir alltaf uppgjörstímabil miðað við dagsetningar í tegund uppgjörstímabila. Það getur valdið vandræðum t.d. þegar uppgjörstímabilum er breytt t.d. í kringum áramót og páska

Nú er hægt að skrá áætlað launatímabil t.d með nokkurra mánaða fyrirvara svo birting í sjálfsþjónustu og vaktakerfi sé rétt fyrir vaktahvataútreikninga.

 

Þetta er skráð í Yfirfara - Bunkar – Stofna nýtt uppgjörstímabil. Þegar nýtt uppgjörstímabil er stofnað, kemur sjálfgefin dagsetning til, til viðbótar við dags frá. Sú dagsetning er annarsvegar reiknuð út frá því hvernig bunkar á viðkomandi tegund tímabils hafa verið stofnaðir og nýtir svo upplýsingar um framtíðar tímabil til að áætla dags. til – ath hægt er að skrá aðra dagsetningu.

Einnig birtast núna upplýsingar um hvaða launatímabil er skráð á tegund uppgjörstímabils.

 

Vinna - í vaktaáætlun fram í tímann miðast útreikningur núna við launatímabil ef þeim hefur verið breytt.

 

Sjálfsþjónusta starfsmanns, vaktir – vaktahvati. Á vaktatímabili þar sem launatímabili hefur verið breytt (stýringar-tegund), birtist núna útreikningur miðað við áætlað launatímabil.

 

Vinnustundir til launa (Heildartími og unninn yfirvinna)

Viðbótarupplýsingar í bunka um heildartíma og unna yfirvinnu starfsmanns.

Stillanlegt á uppsetningu á fyrirtæki (Business_Group) hvort eigi að bæta við upplýsingum í bunka um vinnuskil og unna yfirvinnu starfsmanna.

Vinnustundum er skilað á tvær launategundir:

- Vinnustundir upp í vinnuskyldu – launalausar fjarvistir

- Unnar yfirvinnustundir, hvort sem þær eru greiddar eða ekki

 

Stofnun - Símastimplun - hægt að endurnýta símanúmer

Sett inn villupróf fyrir skráningu í gagnagrunni. Hægt að endurnýta símanúmer og skrá á annan starfsmann ef dagsetningar skarast ekki.

Hægt að endurnýta símanúmer á stofnun ef dagsetningar skarast ekki. Lýsandi villuskilaboð birt ef skráning fer ekki í gegn.

Bunkavinnsla – Úttektir, eyða bunka

Breyta villuprófun á eyða úttektarbunka. Það var ekki hægt að eyða bunka ef til er nýrri bunki. Þetta lagað.

 

Bunkavinnsla – Yfirvinna 1-2, Dagvinna í fullu starfi

Breyting gerð á sveitarfélagsvirkni á yfirvinnu 1 – 2.

Ef starfsmaður er í 100% starfshlutfalli þá fer öll hans greidda yfirvinna og greiðist í yfirvinnu 2 þá er ekki verið að horfa á útreikning á viðveru 100% starfi út frá vinnufyrirkomulagi(var gert áður)

 

Yfirfara tímar - rétt tímabil birt

Uppgjörstímabil sótt niður á skipulagseiningu, var áður stofnun.

 

Vaktir - eyða vakt með aukafærslum

Ef vakt er með skráð verkefni/aukastaðsetningu/viðbótarhæfni í vaktakerfi er þeirri færslu eytt samhliða því að eyða vaktinni í stað þess að stoppa notanda í að eyða vaktinni og þurfa að taka skráninguna af í vaktakerfi áður en vakt er eytt.

 

Yfirfara bunkar - Uppgjörstímabil - hnappur færður

Hnappurinn "Skoða eldri uppgjörstímabil" fluttur upp í haus, við hliðina á Breyta hnappi. Textanum "eða stofna nýtt" bætt við á hnappinn.

 

Starfsmaður - Fæðisfé - birting á flipa

Birta fæðisfé flipa hjá starfsmanni sem ekki er byrjaður ef önnur skilyrði halda, það að fæðisfé sé á samningi og vinnufyrirkomulagi.

 

Skýrslur - Vaktastýringar

Bæta dagvinnumönnum með breytilegan vinnutíma við valglugga fyrir starfaflokka. Birta alla starfaflokka sem vinna vaktir.

 

Launafulltrúi - Afrita fjarvistategundir

Ef launafulltrúi hefur líka aðganginn Stofnanir birtist möguleiki á að afrita fjarvistategundir á aðrar stofnanir sem hann hefur aðgang að.

 

Sjálfsþjónusta - Vaktaáætlun - Samtölur og útlit

Eingöngu almennar vaktir og vægi látið telja upp í töluna sem er birt í reitnum “Samtals upp í vinnuskyldu”. Bætt við skýringatexta á tölu sem birtist ef bendill er yfir tölu um að einungis almennar vaktir telji upp í vinnuskyldu.

Settur grænn litur á vaktahvataflipa til samræmis við útlitið sem birtist þegar farið er í magnskráningu óska.

 

Sjálfsþjónusta - Yfirmaður  í sjálfsþjónustu

Skrá vakt takki birtur í sjálfsþjónustu fyrir yfirmann og möguleiki á að breyta vakt þó yfirmaður eigi ekki að geta samþykkt sjálfan sig.

 

Sjálfsþjónusta - Áætlun í stöðunni uppkast

Áætlun sem er í stöðunni uppkast birtist ekki í leit í sjálfsþjónustu fyrr en dagsetningin „Uppkast birtist á vef“ sem stillt er í Vinnu er liðin.

 

 

Útgáfa 4.15.3 - Helstu viðbætur

Lagfæringar á vaktahvata í bunkavinnslu

 

Útgáfa 4.15.0 - Helstu viðbætur

Hvíldartímar - fleiri en eitt brot innan sólarhrings

Opnað fyrir skráningu á fleiri en einu hvíldartímabroti innan sólarhrings.

 

Verkbókhald - Breytingar vegna styttingar vinnuviku

Stilling sett í stýringar stofnunar sem segir til um hvort vinnuskylda eða vinnutími sé notaður til viðmiðunar í útreikningi í verkbókhaldi, m.a. í skýrslu fyrir mismun í skráningu.

Stilling á starfseiningu fyrir neysluhlé starfsmanna til notkunar í útreikningi í verkbókhaldi .

Tímabil fyrir færslu í skýrslu fyrir mismun í skráningu fylgir yfir í yfirlit yfir tíma þegar smellt er á ATH til að skoða færslur á bak við mismun nánar.

 

Endurmenntun kennara

Leyfa skráningu á fjarvist um helgi.

Tímar upp í vinnuskil uppreiknaðir með margföldunarstuðli. Tímar sem gerðir eru upp á yfirvinnu.

 

Bunkavinnsla - villuprófun á starfshlutfalli vaktavinnumanna

Viðbót við villuprófun þegar bunki er stofnaður, þá er athugað

hvort starfshlufall sé skráð á uppgjörstímabili

hvort sé skörun á því á uppgjörstímabili

hvort það sé bil í starfshlutfalli á uppgjörstímabili

 

 

Breyttar fjöldatakmarkanir í skýrslum

Fjöldi virkra starfsmanna hjá stofnun ræður því hvort hægt sé að leita að fleiri en 20 skipulagseiningum í einu í skýrslum. Ef fjöldi er undir viðmiði má leita yfir allar deildir í einu.

 

 

Útgáfa 4.14.0

 

Yfirfara tímar - Breytingar á breytingagjaldi þegar vakt er breytt

Ekki hægt að breyta einingafjölda á breytingargjaldi sem þegar hefur verið skráð á vakt.

Breytingargjald kostnaðarfært með vakt/tímafærslu í sömu aðgerð.

Ekki hægt að breyta tegund vaktar án þess að eyða fyrst breytingargjaldi.

Hámark sett á breytingargjald. Villuskilaboð birt ef farið er yfir hámark í skráningu.

Textabreytingar í dálkinum Fjarvist/Aukatími fyrir breytingargjald

 

Bunkar - senda bunka til launa í réttri röð

Ekki hægt að senda bunka til launa ef til er bunki á sömu skipulagseiningu sem ekki hefur enn verið sendur til launa.

Bunka þarf að senda í rettri röð til launa.

 

Yfirfara tímar - útreikningur á útkall

Gerð breytinga á útkalls útreikningi þannig að ef útkall byrjar innan dagtíma 8-17 og útkallslaunategund er úfyllt á reiknireglu þá er reiknað á útkallslaunategund í stað venjulegs útreiknings. Gert v/yfirvinnu 1 sem er skilgreind á dagtíma.

 

Vaktahvati - HVÍLD og önnur fjarvist sem hefur ekki áhrif á hvataútreikning

Birta í skýringum vaktahvata upplýsingar um HVÍLD eins og gert er með fjarvistir sem hafa áhrif á vaktahvata Einnig bætt við texta á veikindi og veikindi barna.

 

Verkbókhald - Fjarvistir tengja sjálfvirkt á verk

Lagfæring að tengja að fjarvist skráist sjálfvirkt á verk í sjálfsþjónustu.

 

Útgáfa 4.13.3

Vægi - útreikningur þegar vaktaáætlun er samþykkt

Bætt við útreikningi á vægi þega vaktaáætlun er samþykkt.

 

 

Breyting á vinnufyrirkomulagi og vægi

Sett inn breyting svo vægi fari af vöktum eftir breytingardagsetningu ef breytt er úr vaktavinnumanni í annað vinnutímaskipulag.

 

Hlekkur í vaktahvata starfsmanns úr bunkamynd

 

Bætt við hlekk til að komast úr bunkamynd í yfirlit yfir vaktahvata starfsmanns í uppgjörsflipa starfsmannamyndar.

 

Yfirfara tímar dagur - skrá breytingagjald

 

Hægt að skrá breytingagjald í Yfirfara - Tímar dagur

 

 

Útgáfa 4.13.1

Vaktavinnufólk - yfirvinna 1 og yfirvinna 2

Yfirvinna skiptist upp í yfirvinnu 1 og yfirvinna 2. Greiðsla fyrir yfirvinnu verður:

  1. Yfirvinna 1 – 08:00 – 17:00 mán – fös

  2. Yfirvinna 2 – 17:00 – 08:00 mán – fös

  3. Yfirvinna 2 – 00:00 – 00:00 lau, sun og sérstaka frídaga.

Stórhátíðarkaup greiðist á stórhátíðardögum allan sólarhringinn.

Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 38,92 tíma á viku að jafnaði á uppgjörstímabili (168,6 tímar miðað við meðalmánuð).

Í bunkavinnslu athugar Vinnustund hvort flytja eigi einhverja tíma af yfirvinnu 1 yfir á yfirvinnu 2.

Sjá nánar Vaktavinna - breytingar á yfirvinnuákvæði vaktavinnumanna

 

Vaktahvati - Uppgjör

Uppgjör á vaktahvata fer fram í bunkavinnslunni.


Launategundir fyrir vaktahvata eru:

Vaktahvati  2,5%

Vaktahvati  7,5%

Vaktahvati 10%

Vaktahvati 12,5%

 

Vaktahvati reiknast í Vinnustund sem 1 eining fyrir fullt starf á heilu uppgjörstímabili.

Í samráði við fulltrúa launagreiðenda var ákveðið að greiða vaktahvata á fjórum mismunandi launategundum, eina fyrir hverja prósentu vaktahvata sem starfsfólk getur náð.

Vaktahvati er hlutfallaður í Vinnustund fyrir hlutastörf.

Einnig er vaktahvati hlutfallaður ef ekki er heilt uppgjörstímabil undir, t.d. við upphaf og lok starfs.

 

Ef starfsmaður nær ekki vaktahvata er það birt í bunka sem Vaktahvati 0%.

Sjá nánar Vaktahvati - uppgjör

 

Útgáfa 4.13.

Starfsmaður - Vaktavinnuskil

Nýir dálkar í vaktavinnuskilum starfsmanns, vaktavægi og samtals dálkur fyrir samtölu af vaktavægi og unnum tímum.
Útreikningur á heildarvægi starfsmanns í bunkavinnslu og hámarksvægi og birting í vaktavinnuskilum.

 

Breytingargjald

Skráningu á álagi vegna vaktabreytinga breytt í samræmi við kjarasamninga. Einingar koma í stað klukkustunda. Sjá hér

 

Stýringar - Nýr fjarvistaflokkur

Bætt við fjarvistaflokk “Lámarkshvíld” þannig að hægt sé að merkja fjarvistategund þar sem ekki næst lámarkshvíld svo fjarvist taki ekki af vinnuskylduvægi.

Þessi fjarvist virkar eins og veikindi og veikindi barna í vægi.

Yfirfara tímar - Endurútreikningur starfsmanns

Vægi vakta og fjarvista er endurreiknað þegar starfsmaður er endurreiknaður.

 

Yfirfara tímar - Endurútreikningur launafulltrúa

Launafulltrúi getur nú endurreiknað fimm mánuði aftur í tímann í yfirfara tímar í stað þriggja mánaða áður.

 

Útreikningur - Yfirvinna vaktavinnufólks

Ef yfirvinna er unnin utan dagvinnutíma, þ.e. utan 8-17 á virkum dögum, þá greiðist hún alltaf sem yfirvinna 2, óháð vinnuskilum á tímabilinu.

Ef vinnutímaskipulag er vaktavinna og viðkomandi kjarasamningur er með styttingu vinnuviku þá er hámark yfirvinnu 1 38,92 tímar á viku, annars 40 tímar.

 

Vaktavinnuskil í Vinnu

Vægi bætt við ósamþykktar vaktir þegar vaktavinnuskil eru flutt milli vaktaáætlana í Vinnu.

 

 

Útgáfa 4.12.

 

Breyting á vægi á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum

Sérstakir frídagar og stórhátíðardagar á mán-fös eiga ekki að telja inn eins og virkir dagar.

 

 

Sjálfsþjónusta - Breyting á fjarvistum í vaktahvata

Launaðar fjarvistir

Veikindi og veikindi barna telja að fullu upp í vaktahvata.

Aðrar launaðar fjarvistir teljast sem mæting og tegundin dagvakt (þær fjarvistir sem eru merktar í dálkinum "Réttindi ávinnast í fjarveru" sem "Öll réttindi" eða "Einungis orlof").

 

Ólaunaðar fjarvistir

Ólaunaðar fjarvistir (þær fjarvistir sem eru merktar í dálkinum "Réttindi ávinnast í fjarveru" sem "Engin réttindi").

Ef öll vaktin er með þessari fjarvist þá telur öll vaktin ekki upp í neitt í vaktahvata. Ekki mætingu, tíma utan dagvinnumarka né tegund vakta.

Ef hluti vaktar er með þessari fjarvist þá telst það sem unnið er af vaktinni upp í mætingu, utan dagvinnumarka og tegund vakta.

 

Sjálfsþjónusta - Samtölur í haus á vaktaáætlun

Birta í haus á vaktaáætlun samtölu fyrir vaktaóskir, vaktir og vægi beggja. Sýna einnig hvernig staðan er m.v. vinnskyldu, hversu mikil vinnuskylda er óuppfyllt eða hversu mikið umfram vinnskyldu hefur verið óskað.

 

Sjálfsþjónusta - vaktaóskir

Villuprófun vegna óska um næturvaktir löguð.

 

Vaktavinnumenn - vinnufyrirkomulag

Hvorki hægt að skrá kaffitíma né bætingu hjá vaktavinnufólki sem er á kjarasamningum með styttingu vinnuviku eftir 1.maí.2021.

 

Vaktavinnuskil

Skila síðustu vaktavinnuskilum úr bunkum fyrir byrjun vaktaáætlunar ásamt tímafjölda á samþykktum vöktum og áætlað vægi þeirra (ath. ekki er tekið tillit til hámarks á vægi).

 

Útgáfa 4.11.2

Breytt úttekt á orlofi

Ávinnsla orlofs miðast enn við 40 stunda vinnuviku.

Vinnuskylda vaktavinnumanns með styttingu er því uppreiknuð þegar orlof er skráð á vakt.

Vinnuskyldan er uppreiknuð m.v. 40 stunda vinnuviku. Leyfi upp í vinnuskyldu uppreiknast

með stuðlinum 40/36 = 1,11. Sami uppreikningur á sér stað þegar orlofsósk er samþykkt

í fjarvistaóskum.

Úttekið orlof á 8 stunda vakt reiknast sem 8*1,11 = 8,88


Aðgangshlutverkið Vaktasmiður

Nú er hægt að tengja skipulagseiningar við aðgangshlutverkið Vaktasmiður.

 

Yfirfara tímar - dagatalið

Það virkaði ekki að smella á dagatalið í Yfirfara Tímar myndinni þegar maður var að breyta stimplun. Þetta hefur verið lagað.

 

Meðaltalsvaktir yfir tímabil

Skráning á fjarvist á vaktavinnumanni sem hefði átt að birtast sem meðaltalsvaktir á alla daga vikunnar birtist aðeins á virkum dögum í skráningu fyrir 1.mai. Breyttist vegna vinnu við styttingu vaktavinnufólks.

 

Útgáfa 4.11 

Tímar – Birting á vægi vakta og útreikningur 

Birta útreikning á útreiknuðu vægi vakta í yfirfara tímar myndinni. Birtist sem plús merki fyrir aftan tímasetningu vaktar ef vægi er á vakt. 

Ef farið er yfir plús með mús þá birtist tímafjöldi vægis. 

Í samtölu neðst fyrir Vinnuskyldu kemur fram samtala vægis í sviga. 

Útreikningur vægis fyrir vakt er gerður þegar: 

·                     Vakt er skráð eða breytt. 

·                     Þegar stök fjarvist er skráð á vakt, hluta vaktar og einnig þegar fjarvist er eytt. 

·                     Þegar fjarvist er skráð yfir tímabil. 

Útreikningur kaffitíma og bætingar 

Stillingar teknar út fyrir bætingu og kaffitími þannig það reiknast ekki lengur kaffitími né bæting eftir 1 maí. 

Útreikningur Vinnuskyldu vaktavinnu 

Gerð breyting á því hvernig vinnuskylda vaktavinnumanna er reiknuð ef vaktavinna stytting er Já á  

samningi. Vinnuskylda er þá reiknuð út frá: 

·                     Svæðinu „Vinnustund vaktavinna á viku“ á samningi.

·                     Vinnuskylda reiknast út frá virkum dögum eins og dagvinna. 

 Vinnuskylda getur verið mismunandi milli vikna út af rauðum dögum. 

 

 

Skráning fjarvista á vaktavinnumenn 

Breyting á þegar meðtalsvaktir er settar niður við skráningu fjarvista á vaktavinnumenn,  

vinnuskylda reiknuð skv. breyttum samningum. 

Samningar - Stýringar 

Svæðum bætt við í stýringar samnings vegna styttingar vinnuviku vaktavinnufólks.  

Svæði:  

·                     Vaktavinna stytting  (Já / Nei) 

·                     Vinnustundir vaktavinna (á viku og mán) 

·                     Vaktavinna stytting hámark viku 

·                     Hámark yfirvinnu 1 vaktavinna 

·                     Vaktahvati 

·                     Vægisregla 

Sjálfsþjónusta – Vaktaáætlun - Vaktahvati 

Birta vaktahvata í sjálfsþjónustu hjá vaktavinnufólki sem er með styttingu vinnutíma, nýr flipi þegar vaktaáæltun er valin.  

Vaktaáætlun – Birting á vaktavægi 

Vægi reiknað fyrir allar vaktaóskir starfsmanns á vaktaáætlun.

Vaktavægi fyrir vaktaóskir og vaktir birt fyrir aftan samtölur þeirra í haus á vaktaáætlun.

Hámarks vægi sem starfsmaður á rétt á er birt og tímabil vægisútreiknings einnig ef starfsmaður er ekki í starfi alla áætlunina eða stýringar kjarasamnings sem leyfa vægisútreikning gilda ekki allt tímabilið.

Skýringatexta bætt við.

Staða vinnuskyldu 

Breyting á útreikningi á stöðu vinnuskyldu fyrir vaktavinnumenn. 

 

Útgáfa 4.10.

Fjarvistaróskir, orlof samþykkt og hafnað 

Skráningarglugga var breytt sem birtist þegar yfirmaður samþykkir fjarvistarósk með fjarvistartegundina “Orlof”.

Breyting á valmöguleikanum við að skrá orlof með lengingu.

 

Starfsmenn - Aðgangur

Skjámyndum í aðgangsstillingum starfsmanns var breytt á þann hátt að notendaupplifun er betri.   

Hæfni hjá ríkisstofnunum

 

Hæfni hjá ríkisstofnunum lesin og birt í Ýmislegt – Hæfni. Hægt er að stjórna því þar hvort nota á hæfni í Vinnustund.

Í stýringum skipulagseiningar er hægt að velja hvaða hæfnir stofnunar eiga EKKI að birtast fyrir starfsmenn á skipulagseiningu. 

 

Svæðið Staða tekið út í hæfni. Hæfni er nú óvirkjuð með dagsetningum í stað þess að nota stöðu. Hægt að virkja aftur óvirkar hæfnir en eftir það er stöðustilling falin.

Hægt að breyta dagsetningum á hæfni en villupróf athugar hvort starfsmenn hafa hæfni skráða utan nýs gildistíma og hvort til eru vaktir utan tímabils með viðkomandi hæfni skráða.

Ekki hægt að nýskrá eða breyta hæfni á starfsmann ef skráningin nær út fyrir gildistíma hæfninnar sjálfrar.

Hægt að breyta/nýskrá hæfni á starfsmann í Vinnustund.

 

Fjarvistaóskir - Breyta röðun á niðurstöðum

Hægt að raða niðurstöðum úr fjarvistaóskaleit eftir mismundi dálkum með því að smella á haus þess dálks sem á að ráða röð. 

 

Vinnutímaskipulaginu vaktavinna lokað

Skilaboð sem bjóða notanda að eyða vöktum starfsmanns sem eru utan vinnufyrirkomulags við lokun gerð skýrari og meira áberandi.
Skilaboð um endurúteikning starfsmanns fjarlægð.

 

Auðkenni í klukku – Villupróf 

Villupróf fyrir auðkenni í klukku og kortanúmer sett inn í allar skráningarmyndir fyrir þær upplýsingar, þannig að ekki sé hægt að skrá auðkenni eða kortanúmer á fleiri en eitt starf. 

 

Tilkynningar

Lagfæring á tilkynningum, val um aðgangshlutverk birtist ekki í ákveðnum tilvikum.

 

Endurmenntun kennara (sveitarfélög)

Hægt er að velja möguleikann “Má skrá utan vinnutíma” á fjarvistartegund ef hún er með leyfistegund Endurmenntun. Fyrir kennara og annað starfsfólk sveitarfélaga sem vinnur eftir skóladagatali.

 

Færa notanda á innskráningarsíðu 

Notanda sem skráir sig út úr Vinnustund er beint inn á innskráningarsíðu og einnig ef innskráning notanda rennur út.

 

Stýringar vinnufyrirkomulag 

Breyting samtölur á viku inn í stýringar vinnufyrirkomulag. 

Laugardagar og sunnudagar teknir með ef þeir eru skráðir í vinnufyrirkomulag á dagategund vikudag.

 

Síma- og vefstimplun – Skráning í villuskrá 

Skráning birtist í Stimplanir - villuskrá ef síma- eða vefstimplun virkar ekki. 

 

 

Bunkavinnsla - lagfæringar vegna yfirvinnu 1 og 2 

Aukatímar með yfirvinnu 2 launategund eru ekki fluttir á yfirvinnu 1, þó að vanti upp á fullt starf.

Aukatímar með yfirvinnu 1 launategund eru fluttir á yfirvinnu 2 ef fullu starfi er náð.

 

Bunkavinnsla – stofna bunka – yfirvinnusamningur

Breyting á virkni yfirvinnusamnings hámark greitt. Ef búið að greiða hámark eða 0 í hámark þá er 0 sent til launa ef reynt er að senda mínus.

 

Útgáfa 4.9.

 

Yfirvinna 1 og  2

Breytingar á yfirvinnuákvæði kjarasamninga, sjá nánar í hjálparsíðunum Yfirvinna 1 og 2 Ríki RVK og SGS , Yfirvinna 1 og 2 Sveitarf

 

Stýringar -> Vinnufyrirkomulag - Magnskráning

Þegar línu er breytt í vinnufyrirkomulagi er hægt að haka við að breyta öðrum eins línum með sömu dagategundVinnufyrirkomulag

Þegar lína er nýskráð þá er hægt að haka við að skrá eins línur á aðra virka vikudaga.

Tími frá og til getur ekki verið sá sami. Reiknuð vinnuskil geta ekki verið 0 eða minna.

 

 

Tímar dagur - Notandi endar á sama stað eftir skráningu á tímafærslu

 

Ef plús merkið er notað í listanum yfir tímana til að skrá tímafærslu þá endar hann á sama stað í listanum eftir skráningu í stað þess að hann endi efst í listanum eins og áður og þurfi að finna fyrri stað sjálfur.

 

Aðgangur - Eyða út tengdum starfsmönnum þegar skipulagseiningu er eytt

Ef starfsmaður var með takmarkaðan aðgang að ákveðnum starfsmönnum í skipulagseiningu og þeirri skipulagseiningu var svo eytt úr gagnaaðgangi starfsmannsins, þá héldust starfsmennirnir ennþá inni. Þetta hefur verið lagað þannig að þegar skipulagseining er fjarlægð úr gagnaaðgangi starfsmanns, þá eru allir starfsmenn tengdir þeirri skipulagseiningu í aðgangi starfsmanns fjarlægðir í leiðinni.

 

Aðgangur - laga hægagang

 

Mikill hægagangur var í myndinni Starfsmenn -> Starfsmenn -> Aðgangur. Er orðin mun hraðvirkari.

 


Verkbókhald

 

Birta ávallt dálkinn Verktegund hjá starfsmanni sem ekki hefur skráð færslu í verkbókhald áður og setja inn villupróf sem birtir skilaboð ef verknúmer, verkhluti eða verktegund hefur ekki verið rétt valin.

 


Fjarvistategund - tengja við samninga

 

Bætt hefur verið við valmöguleika um að takmarka fjarvistategund við samninga. Hægt er að takmarka við einn samning í einu, alla nema valinn samning, eða bara valinn samning ef aðrir eru nú þegar tengdir. Þegar fjarvistategund er takmörkuð við samning, geta bara þeir starfsmenn sem eru tengdir við þann samning valið fjarvistategundina í fjarvistaóskum og fjarvistum.

 

Klukka - röðun á stimplunum

 

Hægt að raða niðurstöðum í stimplanaleit í tíma- eða stafrófsröð.

 

 

Sjálfsþjónusta - Vaktaóskir

 

Bakvaktir á tímabili komu í veg fyrir að hægt var að skrá vaktaósk. Aðeins á að taka tillit til almennra og yfirvinnuvakta þegar skörun er athuguð.

 

 

Innskráningarsíða - Rafræn auðkenning

 

Texta var breytt á innskráningarsíðu fyrir aðra en ríkið þar sem orðið „Íslandslykill“ víkur fyrir „rafræn skilríki“ í öllum texta. Einnig er útliti breytt, mynd fyrir island.is uppfærð.

 

Viðbrögð þegar session í Vinnustund rennur út

Notendum er nú beint á innskráningarsíðu Vinnustundar þegar session rennur út.

 


Útgáfa 4.8.

Endurreikna stakan dag eða daga

Launafulltrúar eða yfirmenn geta búið til endurútreikning á einn eða fleiri daga í Yfirfara - Tímar, þótt að færslur innan gefins tímabils séu farnar til launa.

Aðeins færslur sem hafa ekki farið til launa eru endurútreiknaðar.

Ekki er hægt að endurútreikna lengra en 3 mánuði aftur í tímann.

 

Breyting á útliti hnappa

Komin eru ný tákn á hnappa.

Ef músinni er haldið yfir hnapp birtist upplýsingar um hvað hann merkir.

 

Breyting á útliti á óvistuðum stöðum í yfirfara tímar

Takkar hafa verið uppfærðir í yfirfara tímar myndinni. Nú er fjöldi af óvistuðum stöðum birtur í vista takkanum.

 

 

Uppgjörstímabili breytt í Bunkar

Í vinstri valmynd hefur „Uppgjörstímabil“ verið breytt í „Bunkar“. Þegar smellt er á „Bunkar“, þá opnast nýjasti bunkinn ef tegundir uppgjörstímabila í stofnun notanda á þessu ári er ein talsins.

Ef tegundir uppgjörstímabila eru fleiri en ein, þá opnast yfirlit uppgjörstímabila til þess að leyfa notandanum að velja bunka.

 

Starfsheiti bætt við starfsmannaupplýsingar

Starfsheiti starfsmanns hefur verið bætt við Yfirfara Tímar myndina.

 

Uppgjör - Bunkavinnsla - Athugasemd ef veikindaréttur fer í mínus

Í bunkavinnslu er veikindaréttur/veikindaréttur barna skoðaður hjá því starfsfólki sem eru með skráningu á veikindi/veikindi barna á uppgjörstímabili.

Ef veikindaréttur/veikindaréttur barna er í mínus þá kemur athugasemd um það í bunka.

 

Uppgjör - Bunkar - birting á villum/athugasemdum

Breyting á birtingu  á villum/athugasemdum á bunka. Nýr dálkur,Tegund, kominn fremst í lista.

Listi raðast eftir tegund.

 

 

Hvíldartímar - breytingar

Ef fleiri en eitt C2 brot finnst á starfsmanni innan sömu vikunnar, þ.e. frá mánudegi til sunnudags, birtist seinna brotið í leitarniðustöðum en ekki fyrra brotið.

Breyting á útreikningi hvíldartíma fyrir útköll á bakvöktum. Ef útstimplun í tímafærslu er á undan útstimplun í reikniforsendum í tímafærslum gildir útstimplun starfsmanns í leit hvíldartímabrots.

Hægt er að velja fleiri en eina skipulagseiningu í einu í leit. Ef engin önnur leitarskilyrði eru sett er skýrslan send í vinnslubiðröð.

Ekki er hægt að senda skýrslu um skráð hvíldartímabrot í vinnslubiðröð.

Skýrslur í vinnslubiðröð sýna eingöngu brot sem myndast vegna samþykktra tíma starfsmanns (S og L merkta).

Skýrsla beint á skjá sýnir áfram öll hvíldartímabrot óháð því hvort tímaskráningar hafa verið samþykktar eður ei.

 

Aðgangshlutverk

Hægt að velja mörg aðgangshlutverk í einu í skýrslu. Í skýrslu bætast við upplýsingar um skráningarleyfi starfsmanns og hvort aðgangur sé takmarkaður eða ekki.

Staða leyfis á skjá

Hægt að kalla á ítarlega skýrslu likt og fæst úr vinnslubiðröð fyrir eina starfseiningu beint á skjá. Hægt að velja hvaða dálka ítarlegu skýrslunnar á að birta.

 

 

Staða vinnuskyldu - Senda í vinnslubiðröð

Hægt að senda skýrslu í vinnslubiðröð ef fleiri en 20 skipulagseiningar eru valdar í skýrslu án frekari leitarskilyrða.

 

Skýrslan fjarvistir - Myndræn framsetning

Nú birtist graf fyrir neðan fjarvistaskýrslu þar sem birt er súlurit yfir valdar fjarvistir.

Ef valið er "Allar fjarvistir" í Birta þá er hægt að summa eftir árum/mánuðum/vikum.

 

 

Yfirfara tímar - Flutningur á vakt með verkefni/staðsetningu milli daga

Ef vakt er færð milli daga án þess að breyta tímasetningum hennar er verkefni/staðsetning sem er skráð á vaktina færð með vaktina á nýju dagsetninguna í stað þess að eyða færslunum.

Yfirfara fjarvistaóskir - Fjarvistaóskir starfsmanns með lokadagsetningu

Ef starfsmaður er með lokadagsetningu skráða á tímabilinu sem skráð er í fjarvistaósk er ekki hægt að samþykkja hana.

 

Verkbókhald - Sjálfvirk skráning fjarvista á verk

 

Uppgjör - Tímavinnumenn í tímavinnu,hámark dagvinnu

Hægt að merkja við vinnutímaskipulag á uppsetningu að tímavinnumenn í tímvinnu fá hámark 8 tíma á dag í dagvinnu.

 

Starfsmaður - Eyða vöktum þegar vinnufyrirkomulagi er lokað

Þegar vinnufyrirkomulagi starfsmanns er lokað er notandi spurður hvort eigi að eyða öllum vöktum starfsmannsins sem til eru í kerfinu eftir lokadagsetningu.

 

Starfsmaður - Hæfni

Breyting á birtingu, skipulagseining sést ekki lengur. Aðeins birt hæfni starfsmanns á viðkomandi sviði/stofnun sem er verið að vinna á.

 

Sjálfsþjónusta - Fjarvistaóskir fyrir fæðingarorlof

 

Hægt að setja inn ósk um fæðingarorlof yfir 2ja ára tímabil.

 

 

Sjálfsþjónusta - Birta allar fjarvistaskráningar í vaktaáætlun í sjálfsþjónustu

Núna sjást allar fjarvistir í vaktaáætlun sjálfsþjónustu.

 

 

 

 

Útgáfa 4.7.

Sjálfsþjónusta - Fjarvistir í vaktaáætlun

Allar fjarvistir í vaktaáætlun eru birtar sem FJARVERA án frekari skýringar vegna nýju persónuverndarlaganna.

 

Sjálfsþjónusta - Akstursdagbók

Summu fyrir dálkana „Tímar/Einingar” og “Ekin vegalengd” hefur verið bætt við

Leyfisóskir - Breytt í Fjarvistaóskir

Leyfisóskum hefur verið breytt í fjarvistaóskir varðandi þýðingar. Nú er hægt að leita eftir tegund fjarvista í „Yfirfara -> Fjarvistaóskir“, en ekki bara tegund leyfis.

 

Tímar - Skrá fjarvist á tímavinnumenn

Nú er hægt að skrá fjarvist á tímavinnumenn í tímavinnu þó enginn vinnutími sé á bakvið.

 

Tímar - Skrá leyfi á starfsmann eftir lokadag leyfisréttinda

Ef endadagsetning er komin á handskráð leyfi á starfsmann þá er hægt að skrá fjarvist á starsfmanninn 365 daga eftir lokadag leyfis.

 

Starfsmaður - Nýr flipi "Uppgjör" í sjálfsþjónustu

Nýr „Uppgjör“ flipi birtist á eftir flipanum „Aðgangur“ í sjálfsþjónustu ef „Vinnuskil sýnileg í sjálfsþjónustu starfsmanns“ er stillt á „Já“. Í „Uppgjör“ flipanum getur maður valið ár og þá birtast öll uppgjörstímabil sem hefur verið skráð í á því ári.

 

Vinnufyrirkomulag - Sjálfkrafa "Já" í "Vinnur vaktir"

Þegar skráð er vinnufyrirkomulag sem krefst þess að vinnutíminn sé settur niður sem vaktir skráist sjálfkrafa „Já“ í vinnur vaktir í nánar flipa. Einungis er sjálfkrafa skráð „Já“ í vinnur vaktir ef vinnufyrirkomulag krefst vakta, vinnur vaktir er ekki uppfært í „Nei“ þegar vaktavinnufyrikomulagi er breytt yfir í eitthvað annað, t.d. dagvinnufyrirkomulag.

 

Vaktastýringar - Næturvaktahlutfall

Hægt að skrá hlutfall næturvakta á starfsmann og vaktastýringar nú skráðar með upphafs og lokadagsetingu. Í vaktaáætlun í sjálfsþjónustu er birt hvort starfsmaður uppfylli skilyrði um næturvaktahlufall ef slíkt er skráð á hann.

 

Skýrslur - Ný skýrsla

Ný skýrsla yfir vaktastýringar allra starfsmanna á starfseiningu

Hvíldartímar - skrá brot

Ekki er hægt að skrá fleiri ein eitt hvíldartímabrot á sama sólarhring, óháð hvaða tegundar brotin eru.

 

Hvíldartímar - Breyta í laun

Hægt er að breyta mörgum hvíldartímabrotum í laun í einni aðgerð og sömuleiðis bakfæra óskir um breytingu í laun áður ef sú aðgerð er framkvæmd áður en færsla er komin í uppgjörsbunka. Einnig hægt að bakfæra stakt brot sérstaklega.

 

Uppgjör bunki - Samtölur í bunka

Birtar eru samtölur niður á launategund í bunka.

 

Uppgjör bunki - Hvíldartímabrot til greiðslu

Bætt við athugasemd í bunka ef það er verið að greiða hvíldarrétt til starfsmanns.

 

Stýringar - Aukatímar

Svæðið "Heiti" í aukatímum stækkað úr 5 í 8 stafi.

 

Leyfisréttindi - Yfirvinna í leyfi

Hægt að bæta inn hámarki á yfirvinnu færða yfir í leyfi innan árs

 

Vinnslubiðröð - Skoða vinnslur

Þegar skoðaðar eru mínar vinnslur birtast núna allar vinnslur sem notandi hefur stofnað óháð því á hvaða stofnun/fyrirtæki vinnsla var stofnuð á. Nýr dálkur bætist sem sýnir stofnun/fyrirtæki. Þegar allar vinnslur eru skoðaðar þá birtast vinnslur á viðkomandi stofnun/fyrirtæki sem notandi er að vinna á.