Vinnufyrirkomulag fyrir dagvinnu- og sveigjanlega starfsmenn

Vinnufyrirkomulag lýsir því hvernig dagvinnumenn vinna á vikugrunni (ein eða fleiri vikur).

Vinnufyrirkomulagið heldur utan um vinnuskyldu starfsmanns á dag og hvenær á að vinna þá vinnu.

 

Vinnufyrirkomulag er skilgreint fyrir eftirfarandi vinnutímaskipulög dagvinnumanna:

 

Hvar og hvernig gert

Farið í Stýringar -> Vinnufyrirkomulag.

 

Sjá einnig:

Skrá vinnufyrirkomulag á starfsmann

Skilgreining á vinnutímaskipulögum

 

Mögulegar aðgerðir

 

Aðgerð

Vinnuleið

Lýsing

Skoða lista/Afrita

Stýringar -> Vinnufyrirkomulag

Listi yfir skráð vinnufyrirkomulög stofnunar. Hægt er að afrita vinnufyrirkomulag með því að smella á hlekk neðst í hægra horni listans.

Skoða nánar

Stýringar -> Vinnufyrirkomulag ->Nánar->Fyrirkomulag

Velja vinnufyrirkomulag úr lista sem skoða á nánar

Breyta fyrirkomulagi

Stýringar->Vinnufyrirkomulag->Nánar->Fyrirkomulag ->Breyta

Breyta fyrirkomulagi sem til er fyrir

Skrá undirfærslur

Stýringar -> Vinnufyrirkomulag -> Nánar -> Fyrirkomulag -> Nýskrá

Skrá undirfærslur á vinnufyrirkomulag.

 

Skrá / Afrita

Vinnufyrirkomulag er skilgreint niður á stofnun/fyrirtæki.

Hægt er að sía úr vinnufyrirkomulag sem eru í gildi, leita eftir heiti.

Hægt er að  velja um að birta starfsmannafjölda, þá er auðveldara að sjá hvort einhver starfsmaður sé tengdur við vinnufyrirkomulag.

 

Hægt er að afrita vinnufyrirkomulag með því að smella á hlekkinn "Afrita vinnufyrirkomulag"  sem er neðst í hægra horni listans eða hægra megin fyrir ofan lista.

Það flýtir fyrir að afrita vinnufyrirkomulag, þá afritast undirfærslurnar og hægt er að fara inn í þær og breyta þeim í stað þess að þurfa að nýskrá allar undirfærslur.

 

Í upphafi þarf þó alltaf að búa til eitt vinnufyrirkomulag frá grunni.

 

 

 

Þegar smellt er á "Afrita vinnufyrirkomulag"  þarf að byrja á því að velja vinnufyrirkomulag sem á að afrita og smella síðan á" Afrita" hnappinn.

Aðeins þeir sem hafa aðgang að fleiri en einni stofnun fá upp val um stofnun.

 

 

Þá þarf að setja inn stýringar.

 

 

 

Heiti

Gefa þarf nýja vinnufyrirkomulaginu heiti.

Reikna neyslulhlé

Ef já

þá reiknast aukatímar á vinnutíma utan vinnuskyldu skv. kjarasamningum (matar- og kaffitímar). Þá er líka hægt að setja inn tíma í 'Aukatímar reiknast ekki frá' og 'Aukatímar reiknast ekki til' (stýringar í fyrirkomulagi) ef það eru einhverjir aukatímar sem eiga ekki að greiðast sjálfkrafa skv. kjarasamning.

 

Notar sérstakt tímabil

Aðeins haka við hér ef um grunnskóla er að ræða. Vinnufyrirkomulag er það skráð með vinnutíma annars vegar fyrir starfstíma skóla og hins vegar utan starfstíma skóla, sjá hér.

 

Vikufjöldi

Ef starfsmenn vinna ekki alveg reglulegan vinnutíma þá segir vikufjöldinn til um yfir hve langan tíma vinnumunstur þeirra nær.

Dæmi:

Starfsmaður vinnur alltaf eins mán-fim en annan hvern föstudag vinnur hann frá 08:00 til 18:00 en hinn föstudaginn vinnur hann frá 08:00 til 14:00. Hans vinnumynstur nær því yfir tvær vikur.

Í gildi

Það er aðeins hægt að tengja starfsmenn við vinnufyrirkomulag sem er í gildi á hverjum tíma.

 

Starfshlutfall

Setja inn starfshlutfall starfsmanns. Borið saman við starfshlutfall í starfsmannakerfi þegar vinnufyrirkomulagið er tengt á starfsmann.

 

Viðvera á viku - Nauðsynlegt er að skrá í þetta svæði til þess að yfirvinna 1 og 2 reiknist rétt hjá sveitarfélögum. Sjá nánar hér Yfirvinna 1 og 2 Sveitarf

         ATH gildir aðeins hjá sveitarfélögum. Til þess að Vinnustund viti hvað er fullt starf hjá hverjum og einum starfsmanni þá hefur verið bætt við svæði á vinnufyrirkomulög sem heitir Viðvera á viku.

 

Starfshlutfall stýrir

        Búið er til eitt vinnufyrirkomulag með vinnutíma fyrir alla þá sem byrja á sama tíma t.d. kl. 8, ekki er fyllt út í starfshlutfalls svæði. Sjá nánar hér Vinnufyrirkomulag - Starfshlutfall stýrir

 

Vinnufyrirkomulag í gildi

       Hægt að taka vinnufyrirkomulag úr gildi ef enginn starfsmaður er tengdur við það.

 

Afrita undirfærslur (birtist aðeins þegar verið er að afrita)

Ef hakað við þá eru undirfærslur afritaðar líka.

 

Skrá undirfærslur

Skrá þarf undirfærslur fyrir hvert vinnufyrirkomulag þar sem skilgreindur er vinnutími niður á daga og dagategundir. Ef afritun er notuð afritast undirfærslurnar með. Þá er hægt að fara inn í þær og breyta þeim ef þarf.

Ekki er hægt að breyta eða nýskrá undirfærslur eftir að starfsmaður hefur verið tengdur við vinnufyrirkomulagið. Þá þarf fyrst að aftengja starfsmenn, breyta vinnufyrirkomulaginu og tengja það síðan aftur við starfsmenn.

 

Nýskrá undirfærslu

Ef skrá þarf nýjar undirfærslur er smellt á plúsinn í hægra horni flipamyndar. Hægt er að flýta fyrir skráningu með því að haka við "Skrá eins á aðra virka daga".

Í þessu dæmi yrðu þá búnar til eins færslur fyrir aðra virka vikudaga með dagategundina aðfangadagur.

 

 

Breyta undirfærslum

Farið er í breytingartáknið á undirfærslunni til að breyta henni. Hægt er að flýta fyrir skráningu með því að haka við "Breyta eins færslum með sömu dagategund" ef það á við.

Í þessu dæmi yrði þá öllum vikudögum breytt eins.

 

 

 

Svæði

Skýring

Vikudagur

Velja vikudag

Dagategund

Velja dagategund

Aukatímar reiknast ekki frá

Aukatímar reiknast ekki til

Þessi svæði eru aðeins virk ef "Reikna neysluhlé" er JÁ.

Segja til um á hvaða tímabili aukatímar vegna matar- og kaffitíma reiknast ekki.

Viðmiðunartími frá   (Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag)

Hvenær starfsmaður á að byrja eða ljúka vinnu (Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag)

Vinnuskylda

Vinnuskylda á dag án styttingar

Vinnutími frá           

Vinnutími til

Byrjunar- og endatímar vinnutíma. (Fastur vinnutími)

Stytting(-)/lenging(+) vinnutíma í mín.  

Ef t.d. seldir kaffitímar koma til styttingar á vinnutíma.   (Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag)

 

Skoða vinnufyrirkomulag

Þessi mynd sýnir vinnufyrirkomulag fyrir dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma sem nær yfir 2 vikur.

Neðst birtist vinnuskylda og viðvera niður á viku.

 

 

Breyta stýringum á vinnufyrirkomulagi

Úr leitarlista þarf að smella á nafn þess vinnufyrirkomulags sem á að breyta.

Þeir sem hafa leyfi til að breyta vinnufyrirkomulagi fá upp breytingatáknið.

 

Stýringum fyrir ofan flipamynd er breytt með því að smella á breytingatáknið efst í hægra horninu.

 

 

 

Athugið að aðeins er hægt að breyta ákveðnum svæðum eftir að vinnufyrirkomulag hefur verið tengt starfsmanni.

Ef flipinn "Tengdir starfsmenn" birtist ekki við hlið flipans "Fyrirkomulag" þá er ekki búið að tengja neina starfsmenn.

Ekki er hægt að breyta eftirfarandi svæðum ef búið er að tengja starfsmenn: