Vinnutímaskipulag

Vinnutímaskipulag segir til um hvort starfsmenn ganga vaktir í kerfinu eða vinna samkvæmt skilgreindum vinnutíma.
Í sumum starfsmannakerfum er hægt að tengja gunn vinnutímaskipulag við starf, þ.e.: vaktavinnu, dagvinnu eða tímavinnu.

 

Í Vinnustund verður að sundurliða vinnutímaskipulag nánar, t.d. getur starfsmaður í dagvinnu verið með fastan vinnutíma, sveigjanlegan vinnutíma eða vinnuskyldu utan dagvinnumarka.
Það er gert með því að tengja viðeigandi vinnufyrirkomulag við starfsmann í Vinnustund.

 

Athugið að ekki eru öll vinnutímaskipulög virk á öllum kjarasamningum.

 

Vinnutímaskipulag Skýring Stimplunarfrávik Geta fengið kaffitíma (25 mín á vakt) Matur/kaffi, 12 mín á yfirvinnu Vinnufyrirkomulag/vaktir
Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma Starfsmenn semja um að vinna ákveðinn fjölda stunda á tímabili, t.d. viku. Þannig getur starfsmaður fleytt vinnustundum á milli daga. Dæmi um þetta er starsfmaður í fullu starfi sem vinnur 36 tíma eina vikuna og síðan 44 tíma þá næstu. Vinnufyrirkomulag starfsmanns með sveigjanlegan vinnutíma lýsir því hve mörgum tímum starfsmaður þarf að skila og á hvaða tímabili.
Viðmiðunartíma verður að skrá á vinnufyrirkomulag og er sá tími notaður í fjarvistarskráningum.
Fá greitt eftir stimplun.
Einungis fyrir innstimplun Nei Nei Vinnufyrirkomulag
Dagvinnumenn með fastan vinnutíma Starfsmenn vinna ákveðinn fjölda stunda hvern dag og hafa ekki sveigju í vinnuskilum eins og dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma. Starfsmenn þurfa að byrja og enda vinnu sína á fyrirfram ákeðnum tíma. Allir tímar utan umsamins vinnutíma er reiknaður sem yfirvinna og það sem vantar upp á vinnutíma kemur í mínus (á mánaðarlaun), mínusinn þarf að uppfylla með fjarvist eða leiðréttri stimplun.
Vinnufyrirkomulag dagvinnumanns lýsir því á hvaða tímum hann byrjar og endar vinnu hvern dag.
Nei Nei Vinnufyrirkomulag
Dagvinnumenn á vöktum Vinna óreglulega á dagvinnutíma.
Uppfylla vinnuskylduna með almennum vöktum á dagvinnutíma.
Fá vaktaálag á vaktir utan dagvinnutíma.
Nei Vaktir
Dagvinnumenn með vinnuskyldu utan dagvinnumarka Eins og dagvinnumenn með fastan vinnutíma nema að vinnufyrirkomulagið er með skilgreindan vinnutíma utan dagvinnumarka.
Fá vaktaálag á vinnutíma utan dagvinnumarka.
Nei Nei Vinnufyrirkomulag
Dagvinnumenn með breytilegan vinnutíma  Vinna óreglulega á dagvinnutíma. Útreikningur er sá sami og hjá dagvinnumönnum með fastan vinnutíma en vinnutíminn er settur niður sem vaktir svo hægt sé að breyta honum.
Fá vaktaálag á vinnutíma utan dagvinnumarka.
Nei Nei Vaktir
Vaktavinnumenn Uppfylla vinnuskylduna með almennum vöktum.
Greidd eru álög og yfirvinna eins og kveður á um í kjarasamningum.
Vaktir
Vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga Virkar eins og dagvinnumenn á vöktum nema í yfirvinnu reiknast 12 mínútur í mat/kaffi á klukkustund.
Vinnuskylda dagvinnumanna.
Vaktir
Tímavinnumenn í tímavinnu Starfsmenn hafa ekki fasta vinnuskyldu eða vinnutíma, en fá greitt eftir stimplun.
Yfirvinnuvakt er yfirleitt notuð til að skrá fjarvistir (veikindi).
Nei Nei Nei Bara stimplun
Tímavinnumenn á vöktum Hægt að setja á þá vaktir. Fá greitt eftir stimplun.
Hægt að skrá fjarvistir (veikindi).
Vaktir
Tímavinnumenn með fastan vinnutíma Hafa vinnufyrirkomulag þar sem skilgreindur er fastur vinnutími þeirra. Fá greitt eftir stimplun.
Hægt að skrá fjarvistir (veikindi).
Nei Nei Vinnufyrirkomulag
Tímavinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma Hefur vinnufyrirkomulag sem lýsir því hve mörgum tímum starfsmaður þarf að skila og á hvaða tímabili.
Fá greitt eftir stimplun.
Hægt að skrá fjarvistir (veikindi).
Nei Nei Nei Vinnufyrirkomulag

 

 

Þessi listi er ekki tæmandi og ekki eru öll þessi vinnutímaskipulög skilgreind í öllum uppsetningum Vinnustundar.

 

Á vinnufyrirkomulagi þarf að skilgreina hvort reikna eigi aukatíma eða ekki. Ef reikna á aukatíma sjálfkrafa þarf að skilgreina á hvaða tímabili þeir eigi ekki að reiknast.
Aukatímar á vinnufyrirkomulagi eru m.a. notaðir til að reikna kaffi- og matartíma í yfirvinnu á kvöldin og um helgar.

Ath. hér er ekki um að ræða sams konar aukatíma og lýst er í Stýringar - Aukatímar.