Vinnufyrirkomulag - Starfshlutfall stýrir vinnutíma

Nýleg virkni í vinnufyrirkomulögum er að hægt er að láta starfshlutfall stýra vinnutíma.

 

Þessi virkni er ótengd styttingu vinnuvikunnar en getur verið gott að vita af þegar vinna við breytingar á vinnufyrirkomulögum stendur yfir.

 

Búið er til eitt vinnufyrirkomulag með vinnutíma fyrir alla þá sem byrja á sama tíma t.d. kl. 8, ekki er fyllt út í starfshlutfalls svæði.

 

 

Vinnufyrirkomulag er búið til eins og um fullt starf væri að ræða en ef vinnufyrirkomulagið er skráð á starfsmann í hlutastarfi þá hlutfallar Vinnustund vinnutíma með því að stytta daginn í lok dags.

 

Dæmi: 50% starf, þá verður til vinnutími frá 8-12.

 

Athugið að hægt er að nota þessa virkni með styttingunni en hafa ber í huga að bæði vinnuskylda og viðvera styttast hlutfallslega jafn mikið.

Einnig þarf að hafa í huga að styttri dagar, eins og aðfanga- og gamlársdagur, styttast í sama hlutfalli.

 

 

Dæmi: Ef vinnufyrirkomulagið hér fyrir ofan "NýrVinnut" er skráð á starfsmann í 80% starfi þá verður vinnuskylda starfsmanns 80% af 8 eða 6,4 stundir.

Viðveran verður 80% af 7,78 eða 6,22 stundir; eða 6 klst. og 13 mínútur.