Yfirvinna 1 og 2 - 17- 8 regla og yfirvinna 2 greidd eftir eftir 40 stundir

Breytingar á yfirvinnuákvæði kjarasamninga þann 1.1.2021

Þessi regla gildir hjá Ríki, Reykjavíkurborg og fyrir Starfsgreinasamband hjá fyrirtækjum í SFV.

 

Í mörgum kjarasamningum hefur verið samið um breyttan útreikning á yfirvinnu.

Yfirvinna 1 er greidd  fyrir vinnu að fullu starfi og Yfirvinna 2 fyrir yfirvinnu umfram fullt starf.

Samkvæmt þessarri reglu er fullt starf allaf reiknað sem 40 stundir þrátt fyrir að viðvera kunni að vera styttri vegna styttingar vinnuviku.
Ef yfirvinna er unnin utan dagvinnutíma, þ.e. utan 8-17 á virkum dögum, þá greiðist hún alltaf sem yfirvinna 2, óháð vinnuskilum á tímabilinu.

Í Vinnustund er Yfirvinna 2 = Yfirvinna.

 

Enn sem komið er gildir ákvæðið einungis fyrir dagvinnu- og tímavinnufólk.

 

Dæmi 1 - Fullt starf

Starfsmaður er í 100% starfi og skv. kjarasamningi er vinnuskylda í fullu starfi 40 stundir á viku.

Samið hefur verið um styttingu vinnuviku um 13 mínútur á dag og er því viðveruskylda starfsmanns 38 klst. og 55 mínútur á viku.

Starfsmaður vinnur að jafnaði 4 yfirvinnutíma á viku á uppgjörstímabilinu (vinna umfram viðveruskyldu), 2 á dagvinnutíma og 2 utan dagvinnutíma.

Heildar vinnuskil eru 42 klst og 55 mínútur á viku.

Þær 2 klst. sem unnar eru utan dagvinnutíma greiðast sem yfirvinna vegna 17-8 reglu.

Þær 2 klst. sem unnar eru á dagvinnutíma skiptast í:
1 klst. og 5 mínútur greiðast sem yfirvinna 1, vegna mismunar á viðveruskyldu og vinnuskyldu

55 mínútur sem greiðast sem yfirvinna, vegna vinnu á dagvinnutíma umfram 40 stundir

 

Dæmi 2 - Hlutastarf

Starfsmaður er í 80% starfi og skv. kjarasamningi er vinnuskylda í fullu starfi 40 stundir á viku eða 32 fyrir 80% starf.

Samið hefur verið um styttingu vinnuviku um 12 mínútur á dag og er því viðveruskylda starfsmanns 31 klst. á viku.

Starfsmaður vinnur að jafnaði 4 yfirvinnutíma á viku á uppgjörstímabilinu (vinna umfram viðveruskyldu), 2 á dagvinnutíma og 2 utan dagvinnutíma.

Heildar vinnuskil eru 35 stundir á viku.

Þær 2 klst. sem unnar eru utan dagvinnutíma greiðast sem yfirvinna vegna 17-8 reglu.

Þær 2 klst. sem unnar eru á dagvinnutíma greiðast sem yfirvinna 1 því 40 stundum hefur ekki verið náð.

 

Útreikningur

Útreikningur í Vinnustund miðast við heildartímafjölda á uppgjörstímabili deilt með vikufjölda á uppgjörstímabili.

Dæmi: 30 daga tímabil er með 30/7 = 4,2857 vikum og vinnuskylda á því tímabili (m.v. 40 stunda vinnuviku) er 40*4,2857 = 171,43 stundir. Tímar umfram það greiðast sem yfirvinna.

 

Fyrir starfsfólk með sveigjanlegan vinnutíma er vinnuskylda nú reiknuð á Yfirvinnu 1 í stað Yfirvinnu áður í Vinnustund. Öll yfirvinna birtist því sem Yfirvinna 1 í Yfirfara - Tímar mynd.

 

Fyrir aðra er reiknuð yfirvinna 1 milli 8 og 17 á virkum dögum en yfirvinna (eða stórhátíðarkaup) á öðrum tímum og geta báðar yfirvinnutegundirnar komið fram í Yfirfara - Tímar mynd.

 

Í bunkavinnslu er reiknaður út fjöldi tíma sem flytja á í Yfirvinnu ef einhverjir eru.

 

Birting í Vinnustund

Bunki - útreikningur 1

 

 

Starfsmaður er dagvinnumaður í fullu starfi með sveigjanlegan vinnutíma. Öll yfirvinna er því reiknuð á yfirvinnu 1.

8 tímar voru unnir á dagvinnutíma og 8 tímar utan dagvinnutíma.

Stytting vinnuvikunnar hjá þessum starfsmanni eru 4 tímar á viku og því greiðast þeir 8 tímar sem unnir eru á dagvinnutíma sem yfirvinna 1, þar sem þeir falla undir mismun á vinnuskyldu í fullu starfi (40 stundir á viku) og viðveru starfsmanns (36 stundir á viku).

Þeir 8 tímar sem unnir eru utan dagvinnutíma eru fluttir á yfirvinnu.

 

 

Bunki - útreikningur 2

 

 

Starfsmaður er dagvinnumaður í 80% starfi með sveigjanlegan vinnutíma. Öll yfirvinna er því reiknuð á yfirvinnu 1.

8 tímar voru unnir á dagvinnutíma og 8 tímar utan dagvinnutíma.

Stytting vinnuvikunnar hjá þessum starfsmanni eru 1 klst á viku.

Þeir 8 tímar sem unnir eru á dagvinnutíma greiðast sem yfirvinna 1, þar sem þeir falla undir mismun á vinnuskyldu í fullu starfi (40 stundir á viku) og viðveru starfsmanns (31 stund á viku - 80% starf og 1 tími í styttingu).

Þeir 8 tímar sem unnir eru utan dagvinnutíma eru fluttir á yfirvinnu.

 

 

Hægt er að smella á (i) hnappinn til að sjá nánari útskýringar, hér er uppgjörsflipinn fyrir útreikning 2

 

 

Ath. alltaf er hægt að skoða útskýringar og niðurstöður úr uppgjörstímabilum undir Starfsmenn - Starfsmenn; flipinn Uppgjör.

Hér kemur fram hver vinnuskylda starfsmanns er á tímabili og hver vinnuskylda er miðað við 100% starf.

Mismunurinn er þá vinnuskylda í 100% starfi og vinnuskylda (viðvera) starfsmanns að teknu tilliti til starfshlutfalls og styttingar.

Yfirvinna allt að 37,8 stundum á því að greiðast sem yfirvinna 1, nema hún sé unnin utan dagvinnutíma.