Vaktahvati - Uppgjör

Uppgjör á vaktahvata fer fram í bunkavinnslunni.

Launategundir fyrir vaktahvata eru:

Vaktahvati 2,5%

Vaktahvati 7,5%

Vaktahvati 10%

Vaktahvati 12,5%

 

Vaktahvati reiknast í Vinnustund sem 1 eining fyrir fullt starf á heilu uppgjörstímabili.

Í samráði við fulltrúa launagreiðenda var ákveðið að greiða vaktahvata á fjórum mismunandi launategundum, eina fyrir hverja prósentu vaktahvata sem starfsfólk getur náð.

Vaktahvati er hlutfallaður í Vinnustund fyrir hlutastörf.

Einnig er hann hlutfallaður ef ekki er heilt uppgjörstímabil undir, t.d. við upphaf og lok starfs.

 

Ef starfsmaður nær ekki vaktahvata er það birt í bunka sem Vaktahvati 0%.

 

Til útskýringar eru hér dæmi þar sem mánaðarlaun eru 400 þúsund og 2,5% vaktahvata er náð.

 

Dæmi 1

100% starf, heilt uppgjörstímabil.

Vinnustund skilar 1 einingu til launakerfis á launategund Vaktahvati 2,5%

Launakerfi borgar 1*400.000*2,5%=10.000

 

Dæmi 2

80% starf, heilt uppgjörstímabil.

Vinnustund skilar 0,8 einingum til launakerfis á launategund Vaktahvati 2,5%

Launakerfi borgar 0,8*400.000*2,5%=8.000

 

Dæmi 3

80% starf, hálft uppgjörstímabil (vegna starfsloka).

Vinnustund skilar 0,4 einingum til launakerfis á launategund Vaktahvati 2,5%

Launakerfi borgar 0,4*400.000*2,5%=4.000

 

Í uppgjörsflipa í starfsmannamynd geta yfirmenn og starfsmenn sjálfir skoðað sundurliðun á vaktahvata.

Með því að smella á i-ið við Vaktahvata opnast sundurliðun á vaktahvata.

 

Nánari upplýsingar um vaktahvata eru í hjálpinni:

Vaktahvati

Vægi vakta

Sjálfsþjónusta vægi