Vægi vakta og vaktahvatar í sjálfsþjónustu Vinnustundar

Vægi vakta

Vinnuskyldustundir vaktavinnufólks utan dagvinnumarka samkvæmt skipulagðri vaktskrá hafa ólíkt vægi við útreikning vinnuskila. Þannig hafa vaktir sem unnar eru á kvöldin virka daga og morgun- og kvöldvaktir um helgar stuðulinn 1,05. Næturvaktir hafa stuðulinn 1,2.  Stuðullinn 1,05 þýðir að fyrir hverja klukkustund sem unnin er reiknast 63 mínútur í vinnuskil en 72 mínútur fyrir unna klukkustund með stuðulinn 1,2. 

Vikudagur

Tími frá

Tími til

Margföldunarstuðull

 

17:00

00:00

1,05

Laugardagur

08:00

17:00

1,05

Sunnudagur

08:00

17:00

1,05

 

00:00

08:00

1,2

Athugið.

Í kjarasamningum frá 1. nóvember 2024 bætist eftirfarandi við:

Vinnuskyldustundir sem greiddar eru með 120% vaktaálagi skv. gr. 1.6.1 hafa vægið 1,05 á tímabilinu 08:00-24:00 og vægið 1,2 á tímabilinu 00:00 - 08:00. Vinnuskyldustundir sem greiddar eru með 165% vaktaálagi hafa vægið 1,20.

Vægi er eingöngu reiknað á vaktir starfsmanna sem eru vaktavinnumenn eða vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga, að því tilskildu að samningar þeirra segi til um það. 

Ef skráð er fjarvist á vakt, önnur en veikindi eða veikindi barns, reiknast ekki vægi á vaktina.

 

Vægi vakta og vaktaóska í sjálfsþjónustu Vinnustundar

 

Vægi vakta og vaktaóska er sýnilegt í vaktaáætlun og yfirliti tíma í sjálfsþjónustu.

Sjálfsþjónusta -> Vaktir  - flipinn Áætlun

Á myndinni má sjá vaktaáætlun skipulagseiningar starfsmanns. 

 

Vaktaóskir klst. (Áætlað vægi): Aftan við fjölda klst. í vaktaóskum eru upplýsingar um áætlað vægi, þ.e. vægi sem bætist við ef vaktaóskir væru allar samþykktar. Í dæminu hér að ofan eru vaktaóskir 148 klst. og áætlað vægi er 4,83 klst sem er sá tími sem færi til styttingar á vinnuskyldu starfsmannsins ef óskir eru samþykktar.  Upplýsingarnar eiga við opna vaktaáætlun og breytast þegar óskum er bætt við eða þær fjarlægðar.  Ef farið er með mús yfir svæðið á skjámyndinni birtist eftirfarandi skýringartexti:

 

Fjöldi klst á vakt (Áætlað vægi): sýnir fjölda þeirra klukkustunda sem eru nú samþykktar á vaktaáætluninni og í sviga aukatímar vegna áætlaðs vægis sem er sá tími sem færi til styttingar á vinnuskyldu starfsmannsins ef vaktaáætlun er samþykkt og vaktir unnar skv. henni.  
Ef farið er með mús yfir svæðið á skjámyndinni birtist eftirfarandi skýringartexti:

 

Til þess að skoða yfirlit yfir vaktahvata launatímabils er smellt á flipann Vaktahvati (sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan).

 

Sjálfsþjónusta -> Vaktir - flipinn Magnskráning óska

Í flipanum Magnskráning er sami haus og lýst er í flipanum Áætlun, hér fyrir ofan.

Að auki hefur verið sett inn athugasemd til að benda starfsfólki á að þegar búið er að óska vakta og vista óskirnar sé rétt að skoða flipann Vaktahvati til að sjá yfirlit yfir áætlað vægi og vaktahvata. 

 

Sjálfsþjónusta -> Tímar

Í tímayfirliti starfsmanns er vægi bætt við með (+) aftan við vinnutíma vakta. Ef farið er með mús yfir plúsinn birtist tímafjöldi vægis.

Í sviga aftan við samanlagðan vinnutíma er vægi vakta á yfirlitinu lagt saman og birt í hundraðshlutum.

Athugið ef skráð er fjarvist, önnur en veikindi eða veikindi barns, reiknast ekki vægi á vakt.

 

Vaktahvati

 

Vaktahvati er nýjung og greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skiplögðum vöktum innan vinnutímaskyldu. Til að starfsfólk fái vaktahvata þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

·         Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda á hverju launatímabili utan dagvinnumarka (á 33,33%, 55%, 65% og 75% álagi) þurfa að vera að lágmarki 42 vinnuskyldustundir.

·         Vaktir eru flokkaðar í fjórar tegundir; 1- dagvaktir, 2-kvöldvaktir (33,33% álag), 3-næturvaktir á virkum dögum (65% álag) og 4-helgarvaktir (55% og 75% álag). Uppfylla þarf a.m.k. tvær tegundir vakta. 

Flokkur

Tegund vakta

Tími frá

Tími til

1

Dagvakt – virkir dagar

08:00

17:00

2

Kvöldvakt – virkir dagar mán-fim

17:00

00:00

3

Næturvakt – virkir dagar þri-fös

00:00

08:00

4

Helgarvakt – laugardag/sunnudag

00:00

00:00

4

Helgarvakt – föstudag

17:00

00:00

4

Helgarvakt – mánudag

00:00

08:00

 

·         Lágmarksfjöldi vinnuskyldustunda í hverri tegund vakta skal vera að lágmarki 15 vinnuskyldustundir.

·         Starfsmaður þarf að mæta a.m.k. 14 sinnum eða oftar til starfa.

·  Ef skráð er fjarvist á vakt sem merkt er í Vinnustund þannig að engin réttindi ávinnast, þá reiknast vakt ekki með í vaktahvata.

 

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvernig hlutfall vaktahvata er reiknað út.

Vaktahvati í sjálfsþjónustu Vinnustundar

Hlutfalla vaktahvata breytist lítillega í samningum 1.nóvember 2024 og er svona


Sjálfsþjónusta -> Vaktir – flipinn Vaktahvati

Á skjámyndinni sést staða vaktahvata starfsmanns miðað við núverandi skráningar óska og vakta, niður á launatímabil.

Hringurinn efst til vinstri er eins konar skífa sem sýnir mismunandi þætti vaktahvata og stöðu hvers þáttar og taflan hægra megin eru svo upplýsingar um stöðuna á aðeins öðru formi, þ.e. tegund vakta, fjöldi stunda á tímabili og lágmark til að hver tegund telji með.



Lágmarksfjöldi stunda utan dagvinnumarka: Dökk græni hlutinn sýnir hverjar lágmarkskröfur um vinnustundir utan dagvinnumarka eru á launatímabilinu.   Hér eru 42 vinnuskyldustundir og í skærgræna hlutanum sést að starfsmaðurinn er með skráðar 72:30 tíma utan dagvinnumarka. Þetta skilyrði er því uppfyllt.  Í listanum til hliðar sést að þetta eru kvöld- og helgarvaktir sem samtals eru 72:30 tímar. 

Fjöldi tegund vakta sem ná 15 klst: Dökk græni hlutinn sýnir að starfsmaður þarf að hafa 2-4 tegundir vakta sem ná lágmarksfjölda vinnuskyldustunda á launatímabilinu. Í skærgræna hlutanum sést að starfsmaður er með 3 tegundir vakta með að lágmarki 15. klst svo þetta skilyrði er því einnig uppfyllt.  Í listanum til hliðar sést að þetta eru morgun-, kvöld- og helgarvaktir. 


Lágmarksfjöldi stunda af hverri tegund:  
Dökk græni hlutinn sýnir að starfsmaður þarf að hafa 15 vinnuskyldustundir á hverri vaktategund á launatímabilinu. Í skærgræna hlutanum sést svo skipting á tímum niður á hverja tegund vakta miðað við núverand stöðu vakta og vaktaóska. Sömu upplýsingar eru í listanum til hliðar.


Fjöldi mætinga:
Dökk græni hlutinn sýnir að starfsmaður þarf að mæta til starfa í  14-19 skipti á launatímabili.  
Í skærgræna hlutanum sést að starfsmaður er með 19 mætingar á tímabilinu.

Hlutfallið í miðju skífunnar er svo reiknað í samræmi við upplýsingarnar hér.  Hámarkshlutfall vaktahvata er 12,5% ofan á mánaðarlaun.

 

Neðar á skjámyndinni má svo sjá listann Nánar á tímabili sem sýnir allar skráðar vaktir og vaktaóskir innan launatímabils.

Fremstu dálkarnir þrír, Dagur, Inn og Út sýna dagsetningu og upphafs og lokatíma vaktar. 

Næstu fjórir dálkar segja til um hvernig vaktatíminn telur upp í vaktategundirnar morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og helgarvakt. 

Dálkurinn Utan dagvinnumarka segir til um hversu stór hluti af vaktinni telst utan dagvinnutíma.

Mæting segir til um hvort vakt er talin til mætinga.
Ef fjarvist sem merkt er í Vinnustund þannig að engin réttindi ávinnist er skráð á alla vaktina þá telst vakt ekki með í mætingar.
Ef fjarvistin er eingöngu skráð á hluta vaktar þá reiknast vaktin hins vegar til mætingar.


Aftasti dálkurinn segir til um hvort vaktin er skráð vakt á starfsmann eða vaktaósk sem á eftir að samþykkja.