Vaktahvati vaktavinnumanna

Vaktahvati er nýjung og greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skiplögðum vöktum innan vinnutímaskyldu.

Vaktahvati reiknast eingöngu á vaktir starfsfólks sem sem eru vaktavinnumenn eða vaktavinnumenn sem vinna ekki rauða daga að því tilskildu að samningar þeirra segi til um það.


Til að starfsfólk fái vaktahvata á launatímabili þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 

Vinnuskyldustundir utan dagvinnumarka er:

Samtala á tímafjölda utan dagvinnumarka, utan 8:00—17:00 á mánudögum til föstudaga, sem ekki eru sérstakir frídagar (vinnuskyldudögum).

Á aðfangadag og gamlársdag, sem bera uppá mánudag til föstudag, þá utan 8-12.

 

TEGUNDIR VAKTA

TIMI FRÁ

TÍMI TIL

Dagvakt – virkir dagar

08:00

17:00

Kvöldvakt – virkir dagar mán-fim

17:00

00:00

Helgarvakt – laugardag/sunnudag

00:00

00:00

Helgarvakt - föstudag

17:00

00:00

Helgarvakt – mánudag

00:00

08:00

Næturvakt – virkir dagar þri-fös

00:00

08:00

 

 

 

 

 

Vaktahvati - Vaktir í Vinnu

Til að skoða vaktahvata niður á vakt í Vinnu er vaktin valin í vinnuborði og smellt á Hvata táknið í flipanum Vakt.

 

 

 

Hér er sundurliðað upp í hvaða skilyrði vaktahvatans vaktin telur

 

 

Áætlaður vaktahvati starfsmanns yfir launatímabil

Til að skoða vaktahvata starfsmanns yfir launatímabil er hægt að velja launatímabil í summuglugga eða fara í flipann Skýrslur -> Starfsmenn->Launatímabil. Velja þarf svo þá vaktahvatahnappa sem á að skoða.

 

Vaktahvatahnapparnir eru 4, ef farið er með músina yfir hnapp birtist útskýring á því hvað hnappurinn stendur fyrir:

 

 

Hægt að skoða gildi í vaktahvata sundurliðuð eftir því hvaða vaktahvatahnappar eru valdir.

Grænt = vaktahvata náð

Gult = >50% af vaktahvata náð

Rautt <50% af vaktahvata náð

 

 

Vaktahvati í summuglugga

 

Í summuglugga birtast þau launatímabil sem skara vaktatímabilið. Með því að velja launatímabil er hægt að skoða stöðu vaktahvata og vinnuskyldu miðað við valið launatímabil. Þar er einnig tekið tillit til þaks á styttingu vinnuskyldu á launatímabili.

 

Hér er vaktatímabil sem skarar þrjú launatímabil.

 

Hér er vaktatímabilið það sama og launatímabilið, aðeins eitt launatímabil um að velja.

 

Vaktahvati og vinnuskylda niður á launatímabil í summuglugga.

 

Með því að tvísmella á vaktahvatann er hægt að skoða vaktahvata starfsmanns.

 

 

Dökkgræni hringurinn sýnir lágmark sem þarf að ná í hverju skilyrði til að ná vaktahvata yfir launatímabilið.

Ytri hvíti hringurinn í miðjunni birtir það sem búið er að fylla upp í hvert skilyrði á launatímabilinu (fjöldbreytileiki vakta og lágmarksfjöldi í hverri tegund vakta tvinnast saman).

 

Með því að smella á Sundurliðun (ofarlega í hægra horni) er hægt að fá sundurliðun á því hvernig hver vakt telur upp í hvert skilyrði í vaktahvata.

 

 

Smellt er á Hvatahringur til að fara aftur í hvatahringinn.

 

 

Hér er dæmi um starfsmann sem ekki er búinn að uppfylla skilyrðin til að ná vaktahvata.

 

 

Ef starfsmaður er aðeins í vinnu hluta af launatímabili þá eru tölurnar í skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá vaktahvata hlutfallaðar (græni hringurinn).

Ef starfsmaður hættir t.d. í starfi 31.maí en launatímabilið er 16.maí til 15.júní þá hlutfallast allar tölur í græna hringnum og miða við 16 daga í staðinn fyrir 31 dag (16.-31.maí).

 

 

Vaktahvati í skýrslum

 

Fara í Skýrslur -> Starfsmenn->Launatímabil.

Hér eru birtir vaktahvatar niður á öll launatímabil sem skara viðkomandi vaktaáætlun.

Virknin eins og í vaktahvata í summuglugga.

 

 

Áætlaður vaktahvati starfsmanns yfir vaktatímabil

Í stað þess að velja launatímabil úr vallista í summuglugga er vaktatímabil valið. Þá miðast allar summutölur við vaktatímabilið.

 

 

Vaktahvati - Fjarvistir

Lágmarkshvíld, sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda, veikindi og veikindi barna telja að fullu upp í vaktahvata. 

Aðrar launaðar fjarvistir teljast sem mæting og tegundin dagvakt (Þær fjarvistir sem í dálkinum Réttindi ávinnast í fjarveru er skráð Öll réttindi eða Einungis orlof.

Ólaunaðar fjarvistir telja ekki upp í vaktahvata.

 

 

Hér er dæmi um vakt með fjarvistina Kauplaust leyfi. Vaktin telur ekki upp í mætingu ef fjarvistin er skráð á alla vaktina.

Telur ekki upp í vaktahvata.

 

 

Ef sama fjarvist er skráð á hluta vaktarinnar telst vaktin upp í mætingu.

Sá hluti vaktarinnar sem er ekki með fjarvist telur upp í fjölbreytileika vakta og vinnuskyldustundir utan dagvinnumarka (ef við á).

 

 

Vaktahvati - staðgenglar

Hægt er að tengja staðgengla við kjarasamning, það er nauðsynlegt ef reikna á hvata og vægi.

Þá er hægt að sjá vaktahvata og vægi á staðgengli.