Yfirvinna skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2.
Greiðsla fyrir yfirvinnu verður:
Yfirvinna 1 – 08:00 – 17:00 mán – fös
Yfirvinna 2 – 17:00 – 08:00 mán – fös
Yfirvinna 2 – 00:00 – 00:00 lau, sun og sérstaka frídaga.
Stórhátíðarkaup greiðist á stórhátíðardögum allan sólarhringinn.
Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 38,92 tíma á viku að jafnaði á uppgjörstímabili (168,6 tímar miðað við meðalmánuð).
Í bunkavinnslu athugar Vinnustund hvort flytja eigi einhverja tíma af yfirvinnu 1 yfir á yfirvinnu 2.
Svona er birtingin í bunkanum ef flutt er á milli yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2.
Með því að smella á i-ið opnast uppgjörsmynd starfsmanns sem er aðgengileg í Starfsmenn->Starfsmenn->Uppgjör.
Dæmi um flutning yfirvinnu 1 yfir í yfirvinnu 2 í uppgjöri:
4 tímar unnir á yfirvinnu 1.
Tímabil vegna yfirvinnu í þessu dæmi er 1.5.2021-15.5.2021, 15 dagar.
Finna þarf út hámark á yfirvinnu 1 yfir þetta tímabil:
Dagafjöldi/7 gefur vikufjölda
15/7 = 2,14 vikur
38,92 klst pr viku * 2,14 = 83,29 klst.
Mismunur hámarks yfirvinnu 1 og vinnutíma (83,29 - 80) eru 3,29 sem greiðist sem yfirvinna 1.
Starfsmaður vinnur á þessu tímabili 4 tíma í yfirvinnu 1 og af þeim flytjast 0,71 á yfirvinnu 2 þar sem 3,29 fara í að uppfylla yfirvinnuhámarkið.