Greiða ber svokallað breytingargjald ef vakt (almenn vakt) til uppfyllingar
vinnuskyldu er breytt með styttri fyrirvara en viku (yfirleitt gr. 2.6.2
í kjarasamningum).
Þetta á einnig við um aukavakt (yfirvinnuvakt) sem sett er á með fyrirvara
sem er 24 klst eða minni.
Hægt er að skrá breytingargjaldið á vaktina sem það tilheyrir bæði í Vinnustund og Vinnu (vaktakerfi).
Til þess að skrá breytingagjald þarf fyrst að vera búið að vista vaktina og vaktaáætlunin sem vaktin tilheyrir þarf að vera í stöðunni Samþykkt.
Yfirvinnuvakt - athugið að engin eining er skráð á breytingargjald vegna aukavakta.
Greiða ber 1 einingu ef yfirvinnuvaktin er 8 klst, en Vinnustund reiknar hlutfallslega fjölda eininga ef yfirvinnuvaktin er styttri eða lengri.
Dæmi: Ef yfirvinnuvakt er 10 klst þá á að greiða 10/8 = 1,25 einingu
Breytingargjald á að greiða á aukavaktir sem starfsmaður tekur með minna en 24 klst. fyrirvara á eftirfarandi tímabilum kl. 00:00-08:00 mánudaga til föstudaga, kl: 17:00-24:00 á föstudögum og kl. 00:00-24:00 á laugardögum, sunnudögum og sérstökum frídögum.
Vinnustund - skráning á breytingargjaldi
Yfirfara >
tímar
Smellt er á vaktina sem á að taka breytingagjald og valið úr vallista
Mynd 1
Birting breytingargjalds í Yfirfara > tímar í Vinnustund er með sama hætti hvort sem breytingagjaldið var skráð í Vinnu eða Vinnustund
Mynd 2
Vinna - skráning á breytingargjaldi
Skráningarmyndin í Vinnu er opnuð með því að hægrismella á þá vakt sem við á og velja Breytingagjald úr vallistanum.
Viðeigandi breytingagjald er valið og opnast þá val um að staðfesta (vista) breytingargjaldið (sjá mynd 3)
Mynd 3
Mynd 4
Úr kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands
2.6.2 Þar sem unnið er á reglubundnum vöktum skal leggja fram drög að vaktskrá, sem sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, sex vikum áður en hún tekur gildi. Endanleg vaktskrá skal lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst, nema samkomulag sé við starfsmann um skemmri frest.
Krefjist starfsemi stofnunar breytingar á vaktskrá skal hún gerð með samþykki starfsmanns. Ef vaktskrá er breytt með skemmri fyrirvara en 24 klst., skal viðkomandi starfsmanni greitt breytingargjald sem nemur 2% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi. Sé fyrirvarinn 24-168 klst. (ein vika) skal greiða breytingargjald sem nemur 1,3% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi. Hér er eingöngu átt við breytingu á skipulagðri vakt en ekki aukavakt.
Taki starfsmaður vakt umfram vinnuskyldu, með minna en 24. klst. fyrirvara á tímabilinu kl. 17:00-24:00 á föstudögum, kl. 24:00-08:00 mánudaga til föstudaga, kl. 00:00-24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga, sbr. gr. 2.1.4.2 miðað við 8 klst. vakt, skal greiða breytingargjald sem nemur 1,3% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi og hlutfallslega fyrir lengri eða styttri vaktir.