Skoða/breyta vakt

Til þess að skoða vakt nánar eða breyta henni er tvísmellt með vinstri músarhnapp á vaktina.

Einnig er hægt að hægrismella á vaktina og velja Nánar úr vallista sem þá birtist.

 

Þá opnast gluggi með ýmsum upplýsingum um vaktina.

Hægt er að breyta:

Skoða villur á vakt

Í flipanum "Villur" eru birtar allar villur á viðkomandi vakt.

upplysingarumvakt.gif

Skrá vaktbreytingu á vakt

Það er gert með því að smella á hnappinn "Álag". Þá birtist skáningargluggi þar sem álagið er skráð.

 

Athugið að aðeins er hægt að skrá álag á vaktir eftir að búið er að samþykkja vaktaáætlun, hnappurinn er óvirkur fram að því.

Vaktbreyting er valin úr vallista. Mögulegar vaktbreytingar eru tengdar við kjarasamning starfsmanns í Stund.

 

skra_vaktbreytingu.gif

 

Smella þarf á hnappinn "Skrá" til að vista.

vaktbreyting_skráð.gif

Eftir að vaktbreyting hefur verið skráð birtist textinn "Vaktbreyting skráð" aftan við hnappinn "Vaktbreyting".

Hægt er að eyða vaktbreytingu með því að smella á hnappinn "Vaktbreyting" og "Eyða".

 

 

vaktbreyting_eyda.gif

 

 

Skoða breytingasögu vaktar

Haldið er utanum breytingar sem gerðar eru á vakt eftir að hún er samþykkt.

Það er gert með því að velja flipann Breytingasaga.

Allar breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktri vakt birtast. Þeim er raðað eftir tegund breytingar í upphafi, en hægt er að raða eftir öllum dálkum, smella þarf aðeins á þann dálkahaus sem raða á eftir.

 

skodabreytingasoguvaktar.gif

 

Skoða athugasemdir á vöktum

Það er gert með því að velja flipann "Athugasemdir". Þá birtast upplýsingar um allar athugasemdir sem skráðar hafa verið á vaktina. Athugasemdunum er raðað eftir dálkinum "Skráð dags í upphafi", en hægt er að raða eftir öllum dálkum, smella þarf aðeins á þann dálkahaus sem raða á eftir.

Í sjálfsþjónustu er eingöngu hægt að skrá athugasemdir á vaktir  þegar vaktaáætlun er í stöðunni "Uppkast".

Í Vinnu getur vaktasmiður skráð athugasemd óháð stöðu áætlunar.

Flytja vakt á annan starfsmann

Hægt er að flytja vakt á annan starfsmann með því að smella á örina fyrir neðan textann "Flytja vakt á annan starfsmann".

Þá birtist vallisti með þeim starfsmönnum sem hafa sama hæfniþátt. Ekki má flytja vaktir á milli starfsmanna sem hafa mismunandi hæfniþátt. Flytja má vaktir á milli starfsmanna sem hafa sama hæfniþátt en mismunandi færnistig.

 

fltytjavaktaivaktaglugga.gif

 

Fjarvistir á vakt

Með því að smella á flipann "Fjarvistir" er hægt að sjá þær fjarvistir sem skráðar eru á vaktina.

Þá birtast þær fjarvistir sem skráðar eru á vaktina.

Einnig er hægt að skrá/eyða fjarvist á vaktina með því að hægrismella á fjarvistarlistann.