Vaktasmiðir geta núna skráð athugasemdir á vaktir í vinnuborði. Athugasemdirnar eru eingöngu sjáanlegar í vinnuborðinu.
Virkar á sambærilegan hátt og fjarvistaskráning, þ.e. breytingar vistaðar beint í gagnagrunn , ekki hægt að afturkalla breytingar.
Ef gera á breytingar á athugasemd þarf að eyða henni og skrá svo nýja.
Hægt er að skrá athugasemd á vakt á tvo vegu
Smella með hægri músarhnapp á vaktina.
Velja "Skrá athugasemd" úr vallista.
Opna nánar gluggann um vaktina með því að tvísmella á hana.
Smella á nýskrá táknið
Skrá athugasemd.
Vista.
Athugasemd á vakt er táknuð með upphrópunarmerki.