Starfsmenn geta sett fram óskir um vinnu eða um frí á tilteknum dögum. Þannig skrá þeir í sjálfsafgreiðslu óskir fyrir tiltekna daga.
Við sjálfvirka áætlunargerð er tekið tillit til óska starfsmanna og punktafjölda þeirra.
Punktastaða starfsmanna breytist eftir því hvort óskir eru uppfylltar eða ekki og eftir vinsældum vinnutíma sem beðið er um. Punktastaðan ræður forgangsröðun starfsmanna til vinnutíma. Ef fleiri biðja um vakt eða vinnutíma en þörf er á, fá þeir starfsmenn sem eru með bestu punktastöðuna vinnutímann, öðrum er hafnað. Þetta sama gildir líka um óskir um frí.
Vaktaósk telst uppfyllt ef starfsmaður hefur samsvarandi vakt (sömu byrjunar og endatímar), fyrir sömu tegund vinnu (óháð því hvort vaktin er skráð á lægri getu). Í vaktastýringum er hægt að stýra því hvort einhver sveigja sé leyfð varðandi byrjunar- og endatíma óska, sjá hér.
Fríósk telst uppfyllt ef starfsmaður er í fríi allan þann tíma sem óskin nær yfir
Skrá vakta- eða fríóskir í sjálfsþjónustu
Gera vaktaáætlun úr vaktaóskum