Raða vöktum handvirkt

Vaktaáætlun er gerð fyrir ákveðið tímabil og vaktahóp.

Vaktaáætlun er gerð út fá vaktastýringum, mönnunarforsendum, hæfni starfsmanna og reglum um vinnutilhögun. Vaktaáætlun er hægt að gera handvirkt, út frá rúllum, út frá vaktaóskum og sjálfvirkt.

Hver leggur vaktir

Vaktasmiðir.

Hvar gert

Í vaktahluta kerfisins. Velja Vaktir -> Vaktaáætlun

Áður gert

Skilgreina vaktastýringar

Skilgreina mönnunardaga

Skilgreina mönnunarforsendur

Skilgreina mönnunartímabil (ef þarf)

Stofna vaktaáætlun

 

Skilgreina eftirfarandi stýringar á starfsmanninn í viðveruhlutanum Stund:

Vinnutímaskipulag( Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn vinnufyrirkomulag), taka þarf afstöðu til kaffitíma og bætingar starfsmanna.

Hvort starfsmaður vinni vaktir og hvort hann megi óska sér vakta (Starfsmenn->Starfsmenn-> Nánar myndin)

Setja þarf vaktastýringar á starfsmann ef við á (Starfsmenn->Starfsmenn->flipinn Vaktastýringar)

Tengja þarf við starfsmanninn þær leyfistegundir sem starfsmaðurinn á rétt á (Starfsmenn->Leyfi)

 

Skilgreina hæfniþátt á starfsmanninn (gert í Starfsmannakerfinu).

Mögulegar aðgerðir

Setja vakt handvirkt án stýringa

Setja vakt handvirkt með hjálp vaktastýringa

Eyða vakt

Skoða upplýsingar um vakt

Gátlisti - raða vöktum handvirkt án stýringa

 

Opna vinnuborð vaktaáætlunar sem raða á vöktum á.

Stýringar í handskráningu vakta eru ekki virkar.

 

stýringar_í_handskráningu_ekki_virkar.gif

 

Tvísmella með vinstri músarhnapp á þann dag og tíma sem raða á vakt á.

Vaktin verður sett niður miðað við hvar smellt er með vinstri músarhnapp .

Samkvæmt mynd hér að neðan er hver dálkur 8 tímar, deginum skipt í 3 reiti.

Tvísmellt á fyrsta reit, þá er sett niður nætur vakt frá 00:00 - 08:00

handskrá_næturvakt.gif

 

Tvísmellt á reit, þá er sett niður morgunvakt 08:00 - 16:00

 

handskrá_morgunvakt.gif

 

Hægt er að breyta tímaeiningu í vinnuborði með því að fara í flipann "Vinnuborð" og velja þar "Upplausn".

 

vinnuborð_upplausn.gif

 

Upplausnin  4 tímar. Hver dálkur er 4 tímar. Ef tvísmellt er á einhvern dálk eru settar niður 4 tíma vaktir.

Ef t.d. tvísmellt  í þriðja dálk er sett niður vakt frá 08:00 - 12:00.

 

vinnuborð_upplausn_4_tímar.gif

 

 

 

 

Gátlisti - raða vakt handvirkt með hjálp vaktastýringa

 

Opna vinnuborð vaktaáætlunar sem raða á vöktum á.

 

Þegar vinnuborðið er opnað birtist áhaldastika þar sem hakað er við Nota stýringar við vaktaskráningu og hakað er við Vaktasett í Val við stofnun vaktar.

 

• Ef tvísmellt er með vinstri músarhnapp einhversstaðar á degi og ekki er hakað við svæðið Tími, þá stofnast vakt miðað við valið svæði.

 

• Ef tvísmellt er með vinstri músarhnapp einhversstaðar á degi og hakað er við svæðið Tími þá stofnast vakt með þeim tímum sem valdir eru í tímasvæðunum.

 

• Ef hægri smellt er á dag þá birtast þeir tímar sem skráðir eru í vaktasett í Vaktstýringum og eru tengdir þeim mönnunardegi sem smellt er á og líka fasti tíminn í svæðunum Tími (ef hakað er við Tími).

 

• Ef hakað er við Tegund vinnu þá birtist val um tegund vinnu í hægri músarhnappi.

 

• Ef hakað er við hæfniþátt og færnistig þá birtist val um færnistig í hægri músarhnappi.

Ef engin hæfni er valin í síu þá birtast öll færnistig sem tilheyra hæfniþætti starfsmanns í hægri músarhnappi.

Ef eitt færnistig er valið í síu þá birtast aðeins vaktasett í hægri músarhnappi.

Ef fleiri en eitt færnistig er valið í síu þá birtast þau öll í hægri músarhnappi.

Ef engin mönnunarþörf er skilgreind fyrir skipulagseininguna þá birtist það færnistig sem skráð er á starfsmanninn í hægri músarhnappi.

 

• Ef ekki er hakað við Nota stýringar við vaktaskráningu þá er hægt að setja niður vaktir með því að:

Ef tvísmellt er með vinstri músarhnapp þá stofnast vakt í reit þar sem músin er staðsett.

Ef smellt er með hægri músarhnapp þá stofnast vakt miðað við valda reiti á vinnuborðinu og músarbendill verður að vera staðsettur yfir völdum reitum (reitirnir valdir með vinstri músarhnapp fyrst).

 

Til þess að losna við vaktastýringavalið úr vinnuborðinu þá smellirðu á hnappinn sem felur/sýnir það val (sjá myndina hér fyrir neðan).

 

handvirk_vaktagerd_styringar.gif

 

 

Stýring

Skýring

Tími

Ef vakt er sett niður með því að smella með vinstri músarhnapp þá er hún sett niður á þann tíma sem valinn er í Tímar, ef hakað er við tíma.

Ef ekki er hakað við Tíma og tvísmellt er með vinstri músarhnapp þá er vakt sett niður á þann tíma sem smellt er á.

 

Ef hakað er við Tímar þá birtist sá tími sem valinn er í Tíma vali í hægri músarhnappi.

Tegund vinnu

Ef hakað er við Tegund vinnu í Val við stofnun vaktar þá:

Birtast í hægri músarhnappi þær tegndir vakta sem valdar eru í síu.

Ef vakt er sett niður með því að tvísmella með vinstri músarhnapp þá er sett niður sú tegund vaktar sem valin er í síu (ef aðeins ein er valin).  Sjá síur í vaktaborði

Vaktasett

Ef hakað er við Vaktasett í Val við stofnun vaktar þá birtast tímar í vaktasetti í vali í hægri músarhnappi.

Hæfniþáttur og færnistig

Ef hakað er við Hæfniþáttur og færnistig í Val við stofnun vaktar þá:

Ef tvísmellt er með vinstri músarhnapp þá er sett niður vakt með þeim hæfniþætti og því færnistigi sem valið er í síu (ef eitt er valið).

Ef starfsmaður hefur ekki þann hæfniþátt sem valinn er þá er hann settur á vaktir með þeim hæfniþætti sem skráður er á hann.

Í hægri músarhnapp er hægt að velja um hæfniþátt og færnistig.

Gátlisti - eyða vakt

Hægrismella á vakt sem á að eyða.

Smella á "Eyða" í valglugga sem birtist.

Vakt hefur verið eytt

 

eyda_vakt.gif

 

 

Gátlisti - skoða vakt

Velja vaktaáætlun

Opna áætlun

Halda músarbendli yfir þeirri vakt sem skoða á upplýsingar um.

Þá birtist gluggi með upplýsingum um vaktina.

 

Hér fyrir neðan eru dæmi um vakt  án villu og vakt með villu.

 

hint_upplysingar.gif

 

Upplýsingar um vakt án villu.

 

hint-villur.gif

 

Upplýsingar um vakt með villu